Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands á Hótel Geysi

Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofu Suðurlands 2025

Mikið var um dýrðir á Hótel Geysi föstudaginn 16. maí þar sem ferðaþjónustan á Suðurlandi fagnaði sem, fyrst með aðalfundi Markaðsstofu Suðurlands og síðar um daginn með árshátíð ferðaþjónustunnar. Markaðsstofan bauð upp á súpu og brauð í hádeginu og í framhaldi af því setti Guðmundur Fannar Vigfússon, formaður stjórnar, fundinn. Voru þau Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar og Árdís Erna Halldórsdóttir, verkefnastjóri markaðsstofunnar, sett sem fundarstjóri og fundarritari.
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, veitir þeim Matthildi og Ei…

Framlag til ferðaþjónustu 2025

Viðurkenninguna um framlag til ferðaþjónustu fyrir árið 2025 hlaut fyrirtækið Öræfaferðir – frá fjöru til fjalla, sem rekið er af hjónunum Einari Rúnari Sigurðssyni og Matthildi Unni Þorsteinsdóttur í Hofsnesi. Er sú viðurkenning veitt fyrir áralangt, ötult starf og framlag í þágu ferðaþjónustu á Suðurlandi.
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, veitir þeim Nikolett og Jos…

Sproti ársins 2025

Markaðsstofa Suðurlands veitir árlega viðurkenningu fyrir Sprota ársins, en er hún veitt fyrir árangursríka og lofandi nýsköpun í greininni.

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands - matseðillinn er lentur ✨

Við hjá Markaðsstofunni erum orðnar mjög spenntar að hitta ykkur á árshátíðinni á Hótel Geysi n.k. föstudag! Matseðillinn er ekki af verri endanum og deilum við honum hér með ykkur ✨
Landslagið á Þingvöllum er engu líkt. Ljósmyndari Páll Jökull Pétursson.

Útivistarperlur allt um kring

Suðurland er stútfullt af náttúrusvæðum þar sem hægt er að fá sér göngu, anda að sér hreinu lofti og njóta þess að komast í tengingu við umhverfið. Hér verða taldir upp einstaklega fallegir útivistarstaðir.

Morgunfundur Markaðsstofunnar - "Hvernig nýti ég samstarfið sem best?"

Yfir vetrarmánuðina stendur Markaðsstofa Suðurlands reglulega fyrir rafrænum morgunfundum með aðildarfélögum sínum þar sem við hittumst og ræðum saman. Síðasti fundur þessa vors var haldinn miðvikudaginn 7. maí og bar hann yfirskriftina „Hvernig nýti ég samstarfið sem best?“ Tóku um 30 aðilar þátt í fundinum og var drepið víða niður á málefnum líðandi stundar í greininni áður en formleg yfirferð hófst. Það sem var helst að frétta var að gististaðir sjá nú meira af afbókunum en áður, og þá aðallega í hópaseríum, en afþreyingin er með sterka bókunarstöðu. Lítur út fyrir að gestirnir okkar ferðist orðið fremur í litlum hópum eða á eigin vegum, og dvelja þeir jafnan lengur á hverjum stað sem er jákvætt. Voru aðilar bjartsýnir á að bókunarstaðan yrði að endingu góð fyrir sumarið og einnig lítur haustið vel út.

Tökum gestum okkar fagnandi

Að stíga inn í Húsið á Eyrarbakka er eins og að fara um 150 ár aftur í tímann. Ljósmynd: Bjarki Guðm…

Menningarævintýri um páskana

Á Suðurlandi er úrval spennandi safna og sýninga þar sem hægt er að glöggva sig á sögu fólksins í landshlutanum, fræðast um eldvirknina á svæðinu, njóta menningar og listar. Er ekki tilvalið að drekka í sig sunnlenska menningu í páskafríinu?
Afrekshugur stendur keikur á Hvolsvelli

Horfir yfir hafið til móður sinnar í New York

Vængjuð heilladís prýðir miðbæjartúnið á Hvolsvelli. Listaverkið er afsteypa af höggmyndinni Afrekshuga sem hefur staðið við inngang hótelsins Waldorf Astoria í New York í rúm 90 ár.

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2025

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn þann 16. maí næstkomandi á Hótel Geysi, klukkann 12:30.
Ferðalangar við Dverghamra. Mynd Þráinn Kolbeinsson.

Suðurland stendur sterkt- bjartar horfur í ferðaþjónustu innanlands

Suðurland er í lykilhlutverki þegar kemur að ferðalögum og útivist Íslendinga. Nýjar skýrslur Ferðamálastofu sýna sterka stöðu svæðisins og vaxandi tækifæri til sjálfbærrar þróunar.
Á Café Freyu, við Skógarfoss, er tilvalið að taka kaffistopp.

Hinn fullkomni kaffibolli!

Þegar ferðast er um Suðurland er best að flýta sér hægt. Landshlutinn er of fallegur til að rokið sé í gegnum hann og tilvalið að stoppa sem oftast og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði. Og hvað er betra en að gæða sér á góðum kaffibolla á einhverjum af þeim fjölmörgu kaffihúsum á leiðinni?