Fara í efni

Afþreying fyrir fjölskylduna

Það eru fjölbreyttir valkostir í boði í Rangárþingi ytra fyrir alla fjölskylduna og þú ættir að geta fundið eitthvað áhugavert fyrir alla aldurshópa. Þú gætir, til að mynda boðið fjölskyldunni í stórfenglega kajakferð eða á hestbak. Það er fátt jafn stórkostlegt og að upplifa stórbrotna náttúru Íslands en á hestbaki eða um leið og maður rennur með árstraumnum um borði í kajak.

Afþreying innandyra

Ef veðrið er ykkur ekki í hag getið þið alltaf heimsótt einhver af fjölmörgum söfnum hér á svæðinu. Landgræðslan er til að mynda með afar áhugaverða sýningu í Sagnagarði í Gunnarsholti þar sem fjallað er um landgræðslu á Íslandi.

Frábært aðstaðan sem þeir hjá Icelandic Horse World á Skeiðvöllum ráða yfir er einnig eitthvað sem sannir áhugamenn um íslenska hestinn mega alls ekki láta framhjá sér fara.

Sundlaugar

Sundlaugarnar á Íslandi eru mikil perla sem hefur verið okkur heilsubót í áratugi. Í Rangárþingi ytra eru flottar sundlaugar sem gott er að heimsækja til að hvíla lúin bein eftir erfiðan ferðadag og leyfa börnunum að leika sér í heilsusamlegu vatninu. Við nefnum helstar sundlaugarnar á Hellu og á Laugalandi í Holtum en einnig er hægt að skella sér í sund á Selfossi og í lítilli og heimilislegri sundlaug á Stokkseyri.

Sundlaugin Hellu
Sundlaugin á Hellu er 25 x 11 metrar og er lögleg sem keppnislaug. Við laugina eru 5 heitir pottar; 1 nuddpottur, 2 heitir pottar og 2 vaðlaugar.  Við laugina eru einnig 3 rennibrautir; 2 stórar og 1 lítil.  Eimbað er við laugina og sólbaðsaðstaða. Sundlaugin er sambyggð við íþróttahúsið og myndar skemmtilega heild fyrir margvíslegar íþróttagreinar.
Sundlaugin Laugalandi
Opnunartímar eru á vefsíðu.