Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Urmull veitingastaða er um allt land í öllum verð- og gæðaflokkum og því af nógu að taka fyrir alla. Hvort sem fólk hefur áhuga á heilsufæði eða einhverju minna heilsusamlegu, erlendri eða innlendri matargerð, ætti að vera hægur leikur að finna eitthvað gómsæti.

Hunkubakkar
Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði. Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar. Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli. Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.   Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón. Smellið hér til að bóka gistingu 
Gróðurhúsið
Gróðurhúsið leggur áherslu á sjálfbærni og að skapa grænt umhverfi í allri starfsemi okkar. Frá jörðu og upp í minnsta margnota tannstöngul. Reynum eftir bestu getu að versla inn allt staðbundið, vinna með íslenskum framleiðendum og vörum, lágmarka flutninga, endurnýta gömul og falleg húsgögn og velja umhverfisvænustu lausnirnar í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Með því að vinna með staðbundnum leiðsögumönnum og fyrirtækjum styðjum við við einstaklinginn og samfélagið sem umlykur hótelið okkar.
Efsti-Dalur II
Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost. Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum! Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals Hestaleigan opin maí – september.      
Græna kannan lífrænt kaffihús
Græna kannan kaffihús/listmunabúð er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum Tröllagarði. Í Grænu könnunni má einnig finna Listmunaverslunina Völu, fallega listmuni, kerti, tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima auk fullt af spennandi vörum sem Íbúar Sólheima búa til. Sjá má opnunartíma á forsíðu heimasíðu Sólheima. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og er vakin sérstök athygli á facebook síðu Sólheima og einnig á instagram síðu Sólheima þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni. Verið velkomin á Sólheima. Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco 
Ölverk Pizza & Brugghús
Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett  í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins. Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.   Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum.  Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.
Hótel Vík í Mýrdal
Hótel Vík í Mýrdal er eitt af virtustu gististöðum á suðurlandi. Með stílhreinri hönnun er það með flottari nútíma hótelum landsins. Hótel Vík í Mýrdal dregur mikið stolt af góðri þjónustu og frábæri staðsetningu. Hótelið er staðset aðeins hálfum kílómeter frá svörtu fjörunni og er frábært sjávarútsýni úr herbergjum okkar. Í norður hluta hótelsins er einstakt kletta útsýni sem erfitt er að finna annarsstaðar á Íslandi. Hótelið er fjölskyldurekið af heimamönnum sem vilja einungis tryggja að gestir fái sem bestu upplifun þegar þeir heimsækja Vík.
Slippurinn
Fjölskyldurekin veitingastaður með áherslu á hráefni í nærumhverfi í árstíð hefur SLIPPURINN stimplað sig inn meðal bestu veitingahúsa á Íslandi með frumlegan og spennandi Íslenskum mat.  Ekki missa af ógleymanlegri matarupplifun og notalegri stemmningu. Nýjasta matseðilinn og nánari upplýsingar má finna á:www.slippurinn.com Hér má finna stutt kynningu um Slippinn:http://www.youtube.com/watch?v=RDi8MLGj2tc Til að bóka borð, vinsamlega hringið í:s. 4811515netfang: info@slippurinn.com 
Héraðsskólinn Historic Guesthouse
Héraðsskólinn að Laugarvatni er staðsettur í hjarta Gullna hringsins. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring og þar geta gestir okkar notið þess að dvelja í sögulegri byggingu og notið matarins á veitingastað Héraðsskólans. Stutt er í eina fallegustu náttúru landsins sem býður upp á ótal möguleika tengdri útivist. Gott er að enda daginn á heimsókn í jarðböðin við Laugarvatn.
Ferðaþjónustan Úthlíð
Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan.  Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is  Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is  Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is  Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti.  Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð.  Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra.  Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.  Búnaður: Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi. Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða  Brúarfoss:Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum. Ferðin tekur liðlega klukkustund.  Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana. Kolgrímshóll:Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta. Ferðin tekur 1 1/2 tíma.Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana. Kóngsvegurinn:Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð. Ferðin tekur um 30 mín. Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.
Hótel Selfoss
Hótel Selfoss er staðsett á bökkum Ölfusá við nýjan miðbæ Selfoss í hjarta Suðurlands.   Á hótelinu eru 139 herbergi, veitingastaður, bar og heilsulind. Herbergin eru vel búin öllum þægindum með gervihnattasjónvarpi, háhraða tölvutengingu, minibar, hárþurrku og öryggishólfi.  Fullkomin veislu, funda og ráðstefnuaðstaða er í eldri hluta hótelsins sem tekur allt að 450 manns í sæti.  Á meðan á dvöl þinni stendur getur þú slakað á í Riverside spa. Fyrir lítið gjald er hægt að kaupa aðgang að heilsulindinni og slaka á í hefðbundnu íslensku gufubaði, sánu og heitum potti. Á Hótel Selfossi er háklassa veitingastaður, Riverside restaurant sem tekur allt að 300 manns í sæti.  Bíóhúsið sem er staðsett á hótelinu er glæsilegt með vönduðum sætum og fullkomnu hljóð- og myndkerfi. Með Bíóhúsinu eru 2 ráðstefnusalir til viðbótar fyrir alls 180 manns.
Veitingahúsið Hvönn
Veitingahúsið Hvönn er staðsett í Skálholti og er opið frá kl. 11:30-21:00. Þar er mikil áhersla lögð á að vinna matinn úr íslensku hráefni og erum við í blómlegu samtarfi við ræktendur og matvælaframleiðendur á svæðinu. Á Hvönn getur þú notið íslenskrar matargerðar matreidda á framúrstefnulegan hátt og við leggjum metnað okkar í að hafa matinn okkar heimalagaðan að hætti hússins. Við vinnum mikið með gerjaðar vörur og erum meðal annars að búa til okkar eigið Kombucha og súrkál, svo eitthvað sé nefnt. Við hlökkum til að taka á móti ykkur og bjóða ykkur velkomin.
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er  mörgum ógleymanleg upplifun. Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
Svarta fjaran Veitingahús
Svarta fjaran/Black beach restaurant er veitingastaður og kaffihús sem staðsett er í einni mögnuðustu náttúruperlu Suðurstrandarinnar, Reynisfjöru. Svarta fjaran er í göngufæri við Reynisdranga, stuðlabergið og Hálsanefshelli. Frá veitingastaðnum er frábært útsýni að Dyrhólaey og yfir sjóinn. Þjónustuhúsið var byggt árið 2014 og miðast arkitektúrinn við að láta bygginguna falla að landslaginu og voru m.a. notaðir steinar úr fjörunni sem byggingarefni í veggi og gólf. Húsið fellur inn í fjallshlíðina. Á veitingahúsinu er hægt að fá m.a. heita súpu og brauð, kökur sem bakaðar eru á staðnum, samlokur og sitthvað fleirra, gosdrykki, safa, kaffi og te. Á veitingastaðnum er hægt að fá hefðbundinn íslenskan mat svo sem lambakjöt og fisk, hamborgara úr nautakjöti frá næsta bæ auk ýmisa smárétta.
Hótel Rangá
Hótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum Íslendinga innanlands auk þess sem hótelið er vinsæll áfangastaður gesta víðsvegar að úr heiminum. Hótelið er vel staðsett fyrir ráðstefnur, brúðkaup og glæsilegar veislur.Á Hótel Rangá er 51 herbergi, þar af átta fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er búið koníaksstofu, tveimur börum og tveimur ráðstefnusölum sem báðir eru búnir allri nauðsynlegri tækni til nútímalegs ráðstefnuhalds. Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slaka þar á um leið og þeir njóta útsýnisins til Eystri Rangár sem rennur þar rólega hjá. Ekki spillir fyrir stjörnubjartur himininn og norðurljósin þegar þau sjást. Hægt er að gera dvölina á hótelinu enn ánægjulegri með því að fá nudd í slakandi sveitaumhverfinu.    Gps punktarnir okkar eru: 63°46'50.53"N og 20°17'58.86"W. 
Flúðasveppir Farmers Bistro
Ferskleiki – þekking – reynsla Flúðasveppir er eina sveppastöð Íslands og eigum við einnig eina af stærstu garðyrkjustöðvum Íslands, Flúða-Jörfi. Farmers Bistro aðhyllist Slow Food hreyfinguna sem leggur áherslu á nýtingu hráefnis úr nærumhverfi og kynnum við heillandi heim Flúðasveppa og Flúða-Jörfa á matseðlinum. Við viljum efla vitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefða og landfræðilegan uppruna matvæla. VIÐ RÆKTUM ÞAÐ SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Fyrir fyrirfram bókaða hópa, bjóðum við uppá kynningu á okkar ræktun og innlit í sveppaklefa. Bókanir: booking@farmersbistro.is   Heimasíða: https://farmersbistro.is/    
Groovís
Groovís býður upp á eftirminnilega upplifun og frábæra deserta sem samanstanda af lita dýrð, skemmtilegar samsetningar af ís, mini kleinuhringjum og kandífloss. Við leggjum höfuð áherslu á að bjóða uppá deserta sem þú finnur ekki hvar sem er. Viltu prófa Shake’n donuts? Ís í kandífloss pilsi? Heita mini kleinuhringi með köldum ís? Þá ertu að koma á réttan stað.  Við bjóðum einnig uppá allt það hefðbundna eins og bragðarefi, slushy , kúluís og ís í boxi. Við erum tæknivæddasta ísbúð landsins og reynum þannig að útrýma löngum biðröðum, hjá okkur finnurðu sjálfsafgreiðslu tölvur (kiosk), netsölu og QR kóða til þess að starfsfólkið okkar fái að einbeita sér að því sem skiptir máli - að búa til kræsingar fyrir þig! Það er auðvitað hægt að panta með því að tala við starfsfólk líka en allar pantanir fara í stafrænu röðina.  Í Groovís er viðverandi hátíðar stemmning fyrir hvern þann sem ákveður að heimsækja nýja miðbæ Selfossar þar sem ís, mini kleinuhringir og kandífloss á það allt sameiginlegt að vera hátíðar réttir á öllum betri viðburðum.
Umi Hótel
UMI hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem opnaði í ágúst 2017. Hótelið er staðsett við rætur Eyjafjallajökuls og bíður upp á einstakt útsýni á eldfjallið ásamt því að vera í nálægð við allar helstu perlur suðurlands og er því kjörin staður til að gista og njóta góðra veitinga eftir að hafa skoðað þær náttúruperlur sem Ísland hefur uppá að bjóða. Hótelið býður upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir brúðkaup, veislur og ráðstefnur. UMI hótel býður upp á 28 herbergi og þar af eru 4 superior herbergi, veitingarstað og bar.  Til að bóka beint: e-mail: info@umihotel.is (Ef bóka á sérstök tilboð)Bókunarsíðan okkar: https://property.godo.is/booking2.php?propid=124956 
Landhótel
Verið velkomin á Landhotel sem er staðsett í friðsælu umhverfi Landsveitar á Suðurlandi. Þegar þú nálgast hótelið tekur á móti þér töfrandi fjallasýn til austurs þar sem Hekla rís tignarlega í fjarska. Þegar þú kemur inn á hótelið tekur á móti þér hlýtt og aðlaðandi andrúmsloft sem lætur þér strax líða vel. Hótelið er innréttað í notalegum Rustic stíl, með sambland af viðar- og steinveggjum og nútímalegum húsgögnum.  Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin, með þægilegum rúmum, hágæða rúmfötum og öllum þeim þægindum sem þú þarft fyrir afslappandi dvöl. Öll herbergin eru einnig með setusvæði, þar sem þú getur notið töfrandi útsýnis til fjalla eða sveita. Hótelið býður upp á úrval af afþreyingu til að hjálpa þér að slaka á og tengjast náttúrunni.  Í SPA-inu okkar eru tvær saunur, ein infrafauð og ein gufu sauna. Einnig erum við með heitan pott á frábærum útsýnisstað fyrir utan gufubaðsaðstöðu okkar. Gestir hafa einnig aðgang að líkamsrækt okkar og leikherbergi með billjard og pílu. Hér er svo sannarlega hægt að slaka á og njóta. Fyrir þá sem vilja fara í ævintýragírinn þá getur hótelið skipulagt skoðunarferðir með leiðsögn um Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabak Syðra og aðra ævintýralega staði. Veitingastaður hótelsins býður upp á ljúffenga, staðbundna matargerð í notalegu og rómantísku umhverfi. Á matseðlinum er úrval rétta sem eru úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar það sem fæst úr nánast umhverfi. Starfsfólk okkar er alltaf reiðubúið til að mæla með uppáhaldsréttunum sínum og drykkjum. Við Landhótel eru tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem eru einungis ætlaðar fyrir gesti hótelsins. Hvort sem þú ert að leita að notalegri gistingu, útivistarævintýri eða rómantísku fríi, þá er Landhótel fullkominn áfangastaður fyrir þig.
Fjöruborðið
Fjöruborðið á Stokkseyri er nautnahús í álögum. Menn þurfa að beita sig valdi til að eiga þaðan afturkvæmt. En það er allt í lagi, einungis góðir gjörningar eiga sér stað innan veggja, nokkuð sem kitlar bæði maga og sál.  
Frost restaurant
Á Frost er boðið upp á hlaðborð daglega þar sem má finna gott úrval af heitum réttum ásamt salatbar. Einnig er boðið upp á súpu hlaðborð, samlokur, kökur og snarl. Á Frost finnur þú mikið úrval af heitum og köldum drykkjum ásamt bjór og léttvíni. AÐSTAÐA & STAÐSETNINGVeitingastaðurinn er í nýlegri byggingu, staðsettur nálægt náttúruperlunni Fjallsárlóni þar sem þú getur notið einstaks útsýnis yfir Fjallsjökul og nærliggjandi fjallgarða. Þú finnur okkur við þjóðveg 1 á suðausturlandi. Við afleggjarann er skilti sem á stendur Iceberg Boat Tours & Frost Restaurant. Veitingastaðurinn er rekinn af einkaaðilum, þeim sömu og bjóða upp jökullón siglingar á Fjallsárlóni. Þú einfaldlega mætir og við tökum vel á móti þér! Opnunartími: 09:30-17:00 alla daga (apríl-október) Nánari upplýsingar: fjallsarlon.is
Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið hótel í eigu Hreiðars Hermannssonar sem stendur einnig vaktina sem hótelstjóri. Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins. Starfsfólkið okkar í móttökuni veitir gestum með glöðu geði aðstoð við að finna áhugaverða staði til göngu- eða skoðunarferða og ef fólk er að leitast eftir annarskonar ferðum erum við í samsstarfi við fjölda ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og afþreyingu. Eftir útiveruna er tilvalið að snæða góðan mat en Bistroið okkar leggur upp með að notast við hráefni úr næsta nágrenni og er það opið frá 11:30 – 22:00. Við mælum eindregið með að gestir ljúki deginum með slökun í heitu pottum og sánum sem allir gestir hafa aðgang að án endurgjalds. Verslun með vönduðum íslenskum gjafavörum ásamt hlýjum fatnaði má finna á neðri hæð hótelsins.  Finnnið okkur á Facebook hér.
Hótel Grímsborgir
Hótel Grímsborgir er glæsilegt vottað fimm stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Hótelið býður upp á gistingu í 68 superior herbergjum, 7 svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum.  Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins. Hótelið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir ýmiss konar funda- og viðburðarhöld og er aðeins í 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík Veitingahúsið Grimsborgir Restaurant tekur 170 manns í sæti.  Kjörinn staður  til að halda  upp á afmælið, brúðkaupsveislu, ættarmót og ýmiskonar mannfagnaði. Hringið í síma 555 7878  eða sendið okkur e-mail info@grimsborgir.com  og fáið nánari  upplýsingar um verð og aðstöðuna hjá okkur. 
Laugarvatn Fontana
Laugarvatn Fontana er frábær staður til að stoppa við á, á ferðalaginu um landið, og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði. Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun í hinni einstöku GUFU sem er beint yfir náttúrulegum gufuhverum sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur beint við Laugarvatn og þú upplifir einstaka fjallasýn á meðan þú endurnærist á þessum heilsuvæna stað. Opnunartími: Alla daga : 10:00 – 21:00 Verðskrá:Fullorðnir (17+) 4990 kr.Unglingar (10-16) 2990 kr.Börn (0-9) frítt með fullorðnumEldri borgarar 2990 kr.Öryrkjar 2990 kr. Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar. Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni. Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og reyktum silungi. Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa.  Verð 2.990 kr. á mann.Frítt fyrir 12 ára og yngri. Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur. Við erum á facebookVið erum á instagram
Country Hótel Anna - Moldnúpur
Country hotel Anna býður uppá gistingu í 7 vel útbúnum herbergum, með sjónvarpi/gervihnetti, síma og internet tengingu. Hótelið er í hinu rómaða umhverfi Eyjafjalla og býður upp á persónulega þjónustu.  Afslöppunaraðstaða með heitum nuddpotti og sauna er til staðar fyrir gesti. Veitingasalur sem rúmar allt að 60 manns.  Matseðill fyrir litla og stærri hópa.
Hestheimar
Þessi fjölskyldurekni gististaður er staðsettur á Hestheimum, í 13 km fjarlægð frá miðbæ Hellu og í 2 km fjarlægð frá hringveginum. Boðið er upp á útsýni yfir Heklu og Eyjafjallajökul, hefðbundinn íslenskan veitingastað og 1 heitan pott sem er staðsettur fyrir aftan hótelið með frábæru útsýni. Boðið er upp á ókeypis Wi-Fi-Internet hvarvetna á staðnum. Gistirými á Hestheimum eru kynnt með jarðvarma og þau eru búin myrkvagluggatjöldum. Boðið er uppá rúmgóð herbergi með sér baði og einnig mjög rúmgóð smáhýsi sem eru mismunandi, fyrir allt að 5 manns.  Veitingastaðurinn býður upp á 3ja rétta hlaðborð á kvöldin ef pantað er daginn fyrir eða um morgunin. Einnig bjóðum við upp á ríkulegan morgunverð.  Rúmgóð setustofa og pallur þar sem hægt er að njóta útiveru.  Reykjavík er í 50 mínútna akstursfjarlægð og um 20 mínútur á Selfoss. 
Hlöðueldhúsið - Matarupplifun í Þykkvabænum
Hlöðueldhúsið býður upp á matarupplifun fyrir starfsmannahópa, vinahópa og fjölskyldur í gamalli hlöðu og áföstu fjárhúsi í Oddsparti í Þykkvabænum, 16 km frá þjóðvegi 1, rétt hjá Hellu. Vel útbúið eldhús rúmar vel 8-16 manna hópa sem læra nokkrar nýjar uppskriftir sem hægt er að nýta heima. Stærri hópar geta fengið viðaminni námskeið þar sem allir taka þátt að einhverju leiti (hafið samband við Hrönn í síma 8223584). Hópurinn eldar saman undir leiðsögn, úr Íslensku hráefni. Einnig ræktum við kryddjurtir, salat og æt blóm sem við notum í eldhúsinu okkar. Hver hópur (að lágmarki 8 manns) þarf að bóka fyrirfram í síma 8223584 eða senda tölvupóst, hlodueldhusid@gmail.com.   Á heimasíðunni www.hlöðueldhúsið.is er að finna nokkur leiðbeinandi námskeið en hægt er að klæðskerasníða matseðilinn fyrir hvern hóp. Stærri hópar (20-50 manna) geta komið í heimsókn/ veislu en þá eldum við fyrir hópinn. Allskonar hópar koma, kórar á ferðinni, kvenfélög, golffélagar, afmælisveislur. Heimsókn í gróðurbraggann og Textíl er innifalið í heimsókninni fyrir alla hópa.
Einsi Kaldi
Veitingastaðurinn, Einsi kaldi, er á jarðhæðinni í Hótel Vestmannaeyjar. Það hús á sér mikla sögu því að þar hefur margvísleg starfsemi verið rekin, s.s. kvikmyndahús og gosdrykkjaverksmiðja. Eigandi Einsa kalda, Einar Björn Árnason eða Einsi kaldi, er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Einsi nýtur þess alveg sérstaklega að beita göldurm sínum þegar hann matreiðir sjávarrétti og fyrir þá rétti sína er hann hvað þekktastur. Á surmrin bjóða Einsi kaldi og hans einvala lið upp á fjölbreyttan matseðil frá hádegi fram á kvöld, alla daga vikunnar. Í hádeginu er lögð sérstök áhersla á létta og ferska rétti, s.s. súpur og kjötrétti og að sjálfsögðu nýjan og gómsætan íslenskan fisk. Á kvöldin ræður fjölbreytnin ríkjum og þá getur þú valið allt frá forréttum til lúxusrétta úr kjöti eða fisk. Þar finna allir eitthvað sem kitlar bragðlaukana og hugur þeirra girnist. Frá því að Einar Björn hóf rekstur veitingastaðarins hefur hann vakið mikla athygli fyrir frábæra matargerð og hefur það m.a. verið staðfest af TripAdvisor. Auk þess að reka veitingastaðinn er Einsi með veisluþjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Þá aðstoðum við einnig hópa við að skipuleggja heimsóknir sínar til Vestmannaeyja þannig að þær verði mjög áhugaverðar og skemmtilegar, með afþreyingu, fróðleik og fallegri náttúru eftir óskum hvers og eins hóps. 
Geysir - veitingastaður
Geysir veitingahús leggur áherslu á að gestir okkar njóti upplifunar í mat og drykk og eigi ógleymanlega kvöldstund í þægilegu umhverfi.  Veitingastaðurinn er fyrsta flokks a la carte staður þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttan matseðil og góðan mat við allra hæfi. Við notum mikið af afurðum beint frá bónda en við erum í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og njótum þess allra ferskasta hráefnis sem völ er á. Matseðillinn tekur breytingar á hverjum árstíma. Vinsamlegast pantið borð í síma 480-6800 eða á geysir@geysircenter.is 
Golfklúbburinn Flúðir
Selsvöllur er staðsettur í nágrenni við Flúðir í Hrunamannahreppi.   Völlurinn er 18 holu golfvöllur og þægilegur í göngu. Mikil uppbygging og endurbætur hafa átt sér stað á vellinum þar sem áhersla er lögð á aðgengi, stígagerð og umhverfi.   Golfklúbburinn Flúðir (GF) er með aðstöðu í golfskálanum þar sem veitingastaðurinn Kaffi-Sel sér um veitingarekstur.   Gisting er í boði í nágrenni við völlinn, annars vegar 6 herbergja gistiheimili (Efra-Sel hostel) og hins vegar í einbýlishúsi sem leigt er út í heild sinni (Efra-Sel home). Efra-Sel home er staðsett nokkrum metrum frá 10. teig vallarins.   Tilvalið er fyrir hópa að bóka golf, gistingu og hlaðborð. Leitið tilboða hjá okkur í síma 486-6454 eða með tölvupósti á netfangið pantanir@kaffisel.is Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par: Selsvöllur 18   70
Fosshótel Núpar
Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur, svo sem Lakagíga, Systrastapa, Dverghamra, Lómagnúp, Núpsstað, Skaftafell og Jökulsárlón. Á hótelinu er að finna veitingahús sem býður upp á magnað útsýni yfir hraunbreiðurnar. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti. Á Fosshótel Núpum bjóðum við upp á falleg og stílhrein herbergi með öllum þeim þægindum sem fylgja 3 stjörnu hóteli. Að auki fylgir öllum herbergjum lítill sólpallur sem veitir þér aðgengi að stórbrotinni náttúru í kringum hótelið og er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta morgun- eða kvöldsólarinnar. Ókeypis þráðlaust net Morgunverður í boði Ókeypis bílastæði Veitingastaður  Bar Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum.   Hluti af Íslandshótelum. 
Gamla fjósið
Veitingahúsið Gamla fjósið ehf. er staðsettað Hvassafelli undir Eyjafjöllum og stendur undir hinu stórbrotna Steinafjallisem gnæfir yfir byggðina í Steinum og er rekið af fjölskyldunni á Hvassafelli.  Eftir gosið í Eyjafjallajökli 2010 var mikið aukning á ferðamönnum í sveitinni ogtóku við þá ákvörðun um að rífa út úr gömlu fjósi sem staðið hafði ónotað í 10ár og breyta því í veitingastað.  Uppistaðan á matseðlinum eru nautakjöt úr sveitinni og háægða hamborgarar.  Við leggjum áhersla á góða og persónulega þjónustu og bjóða einfalda rétti úr bestafáanlega hráefni úr sveitinni.  
Þórbergssetur
Í Þórbergssetri er veitingasala,gestamóttaka, salerni og sýningarsalir.   Sýning Þórbergsseturs er fjölbreytt upplifunarsýning er tengist ævi og verkum skáldsins, en einnig sögu íslensku þjóðarinnar. Sjá má breytingar og þjóðlifsmyndir frá frumstæðu bændaþjóðfélagi yfir í bæjarlíf og búsetu í ört vaxandi höfuðborg. Textar úr verkum Þórbergs varða leiðina á fallega hönnuðum ljósaskiltum, en einnig er hægt að fá hljóðleiðsögn með viðbótarefni. Þannig er sýningin sambland af fræðsluefni, safni og sagnaskemmtan og gengið er inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um staðinn. Vakin er athygli á að sýningin höfðar einnig mjög vel til barna og unglinga. Hópar eða fjölskyldur geta bókað leiðsögn um Þórbergssetur þar sem heimamenn fræða gesti um lífið í Suðursveit  og hverning sögusvið bóka Þórbergs opnar sýn inn í horfna veröld liðins tíma. Arkitekt að húsinu er Sveinn Ívarsson og hönnuður sýningar Jón Þórisson. Opið er allt árið,  en í sumar verður opnunartími á sýninguna frá klukkan 10 á morgnana til  klukkan 6 á kvöldin. Veitingahús Þórbergsseturs er opið fyrir almenning frá klukkan 10 - 8 í sumar. Í boði eru ýmsir þjóðlegir réttir úr heimabyggð, kjötsúpa, heimabakað brauð, samlokur, bleikjuréttir og Halalamb. Kvöldmatur er framreiddur frá klukkan 6 til 8 á kvöldin 
Ingólfsskáli - Viking Restaurant
Á undirlendi suðurlands, við rætur Ingólfsfjalls, má finna Ingólfsskála veitingahús. Ingólfsskáli er staður þar sem hefðir, menningararfur og nútíma eldamennska mætast í einstakri matarupplifun. Ingólfsskáli færir þér upplifun sem stígur út fyrir mörk tímans og veitir innsýn í líf víkinga með fáguðum en jafnframt menningarlegum mat. Skálaðu í mjöð, drekktu úr hornum og njóttu einstakrar matargerðar úr hráefnum sóttum úr íslenskri náttúru. Ingólfsskálafjölskyldan veiðir og uppsker allt sem hún getur úr íslenskri náttúru til þess að stuðla að ósvikinni reynslu af íslenskri náttúru, ávallt með fersku bragði.
Friðheimar
Matarupplifun Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi!  Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum.  Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar  Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsiðEinnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar!  Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana.  Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu.  Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 
Hótel Laki
Hótel Laki er fjölskyldurekið hótel staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í einungis þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs.Við bjóðum uppá 64 hótelherbergi og glæsilegan veitingastað og bar.  Hægt er að fá aðgengi að glæsilegu veiðivatni í göngufæri við hótelið. Hægt er að bóka beint á hotellaki@hotellaki.is
Hótel Örk
Hótel Örk er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett í Hveragerði, um 45 km frá Reykjavík. Á hótelinu má finna björt og vel innréttuð herbergi, allt frá standard upp í glæsilegar svítur sem tryggja ánægjulega og eftirminnilega dvöl í fallegu umhverfi. Gestir hafa aðgang að útisundlaug, veitingastað, heitum pottum, gufubaði, golfvelli og afþreyingarherbergi. Hótelið býður einnig upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir árangursríka fundi, veislur og aðra mannfagnaði. HVER Restaurant er vinsæll veitingastaður í sama húsi og hótel Örk þar sem lögð áhersla er á góða og persónulega þjónustu. HVER er með fjölbreyttan a la carte matseðil sem og matseðil fyrir hópa og hentar því vel fyrir alla. Á HVER Bar gefst fólki færi á að slappa af eftir amstur dagsins og njóta góðra drykkja. Opið er allt árið. Verið velkomin!
Brunnhóll
Brunnhóll er gisthús og veitingastaður sem er staðsettur á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum um 50 km austar en Jökulsárlón og 30 km vestan við Höfn í Hornafirði, aðeins 300 m frá hringveginum.  Brunnhóll er fjölskylduvænn staður og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu. Gistiheimilið er með rúm fyrir um 75 manns, í eins-, tveggja-, og þriggja manna herbergjum auk nokkurra fjölskylduherbergja.  Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Hægt er að fá bæði morgunverð og kvöldverð, auk þess léttra veitinga allan daginn. Leitast er við að bjóða upp á afurðir sem framleiddar eru á býlinu eða í næsta nágrenni.  Lögð er áhersla á að hafa ávallt heimabakað brauð á boðstólum og nýbakaðar skonsur og rabbarbarasulta eru einn af föstum liðum á morgunverðarborðinu. Sérstaklega viljum við minna á heimalagaða rjómaísinn Jöklaís, sem framleiddur er og seldur á býlinu. Víðsýnt er úr veitingasalnum.  Salurinn er tvískiptur og tekur hann um 60+ manns í sæti.  Opið er út á skjólgóða verönd þar sem hægt er að njóta stórbrotinnar náttúru og útsýnis um leið og hvers konar veitinga. Á næsta bæ, Árbæ er rekið myndarlegt kúabú.  Við leitumst við að veita gestum innsýn í daglega störf bænda og þeirra vinnuhætti ásamt fræðslu um staðhætti í nágrenninu.  Nokkrir erlendir starfsmenn vinna hjá okkur á hverju ári og verða oftast eins og partur af fjölskyldunni.  Dvöl þeirra eykur á víðsýni og auðgar menningu heimamanna. Opið er frá 1. febrúar til 31. október og um jól og áramót. 
HVER Restaurant
HVER Restaurant er fyrsta flokks veitingastaður með a la carte matseðil ásamt því að vera með hópamatseðla. HVER Restaurant er staðsettur í hótel Örk í Hveragerði og er því í alfaraleið. Vandaður og fjölbreyttur matseðill í hlýlegu umhverfi. HVER Restaurant vann íslensku lambakjötsverðlaunin 2020. 
Hótel Skaftafell
Hótel Skaftafell er huggulegt þriggja stjörnu ferðamannahótel á einum af fallegustu stöðum Íslands.Í Skaftafelli eru 63 einföld en góð hótelherbergi með sturtu/salerni, gervihnattasjónvarpi, síma og þráðlausri internettengingu. Öll herbergin eru á jarðhæð í fjórum mismunandi byggingum með stórkostlegu jöklaútsýni. Hafið samband fyrir verð og bókanir.
Midgard Restaurant
Midgard Restaurant er staðsettur á Hvolsvelli. Við bjóðum upp á “Feel Good Food” sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.  Bar og Happy HourÁ barnum bjóðum við upp á gott úrval íslenskra bjóra, bæði á krana og í flösku ásamt kokteilum og sterkjum drykkum. Happy hour er í boði alla daga frá 17-19.  Viðburðir og námskeiðVið erum með frábæra aðstöðu fyrir viðburði. Endilega skoðið Facebook síðuna okkar til að sjá hvað er í gangi hjá okkur hverju sinni.  Mugison, Ásgeir Trausti, Jónas Sig., Hjálmar, Valdimar og fullt af fleirum frábærum tónlistarmönnum hafa spila hjá okkur.  Einnig höfum við haldið Þakkagjörðarhátíð, Sænskt jólahlaðborð, Spænskt smakkkvöld og fleiri matarviðburði þar sem að kokkarnir elda mat frá sínum löndum.  Við höfum einnig verið með allskonar skemmtileg útivistarnámskeið, Wim Hof námskeið, RIE uppeldisnámskeið, kryddjurtanámskeið, hlaupafyrirlestur með Sigurjóni Erni og fleiri fyrirlestrar sem að hafa verið vel sóttir. Midgard Base CampMidgard Restaurant er hluti af Midgard Base Camp sem er í senn hótel og hostel. Í boði eru bæði kojuherbergi og prívat-herbergi  (tveggja manna herbergi eða fjölskylduherbergi). Baðherbergin eru annað hvort sameiginleg eða sér. Kojurnar eru sérstaklega glæsilegar og þægilegar. Þær eru búnar gæðadýnum, gardínum til að fá meira næði, lesljósi og innstungum. Þær eru jafnframt heimasmíðaðar og boltaðar í gegnum veginn.  Fyrirmyndaraðstaða fyrir gestiAllir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Eyjafjallajökul og á góðum degi má sjá alla leiðina til Vestmannaeyja. Eftir ævintýri dagsins geta gestir slappað af í notalegum sófum og rólum í stóru sameiginlegu rými. Önnur aðstaða fyrir gesti sem vert er að nefna: gestaeldhús, þvottavél, þurrkuskápur, útiverönd þar sem gott er að slaka á yfir sumartímann, há-hraða internettenging í allri byggingunni og nóg af bílastæðum. Midgard Adventure (ferðaskrifstofa)Ferðaskrifstofan Midgard Adventure er einnig til húsa í Midgard. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum.  Áhugaverðir tenglar Heimasíða Midgard Restaurant Matseðlar Midgard Restaurant Staðsetning Midgard Restaurant á Google Maps Heimasíða Midgard Base Camp Heimasíða Midgard Adventure Kynningamyndbönd Midgard Midgard Base Camp á Facebook Midgard Adventure á Facebook @Midgard.Base.Camp á Instagram @MidgardAdventure á Instagram
Smiðjan brugghús
Smiðjan brugghús er handverksbrugghús og veitingastaður sem vara stofnað af hópi af fjölskyldu og vinum árið 2017. Smiðjan er staðsett í hjarta Víkur í eldra iðnaðarhúsnæði, þar getur þú notið útsýnis upp í fallegar hlíðar Reynisfjalls eða inn í brugghús á meðan þú slakar á og færð þér mat og fyrsta flokks handverksbjór.  Við erum einstaklega stolt af bjórnum okkar og mat. Okkar sérgrein eru þykkir og safaríkir hamborgarar, vængir og grísa spare ribs elduð upp úr Stuck at home milk stout.  Við bjóðum upp á brugghústúra þar sem við leiðum ykkur í gegnum brugghúsið og segjum ykkur söguna af því hvernig Smiðjan varð til og sögu fyrirtækisins. Við segjum ykkur frá sögu bjórsins og kynnum ykkur fyrir bruggferli bjórs. Á meðanbrugghústúrnum stendur bjóðum við ykkur bjórsmakk af hinum ýmsu bjórum sem framleiddir eru á staðnum. Túrinn tekur um 30-45 min og þarf að bóka fyrirfram.  Matseðilinn okkar er aðgengilegur hér .
Hjarðarból Gistiheimili
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Ströndin
Ströndin er nútímaleg krá í Vík þar sem þú getur komið og slakað á eftir langan dag.  Einstök staðsetning við ströndina skapar notalegt andrúmsloft þar sem gestir geta t.d. setið og fylgst með sólinni setjast á bakvið Reynisdranga á meðan þeir gæða sér á dýrindis vetingum.
Rauða Húsið
Veitingarstaðurinn er þekktur fyrir ljúffengan humar sem bráðnar undir tönn og getur Smjattrófan sannarlega staðfest það en skellti hún sér út úr borginni um daginn til að bragða á lostætinu sem hún hefur heyrt svo vel talað um. Í forrétt var humarsúpa en einnig er hægt að fá hana sem aðalrétt og var hún einstaklega ljúffeng. Matarmikil og bragðgóð en elskhuga Smjattrófunnar fannst súpan svo góð að var brauðið notað til hreinsa skálina algjörlega upp til agna. Smjattrófan fékk sér humar í aðalrétt og stóð rétturinn algjörlega fyrir sínu. Stór og mikill humar, vel útlátinn með salati og bræddu smjöri. Elskhuginn fékk sér Brim og Bola sem er íslenska heitið á „Surf and Turf“, nema Brim og Boli hljómar einhvernvegin miklu karlmannlegra sem að sjálfsögðu kitlaði rómantíkina hjá Smjattrófunni en samkvæmt elskhuganum smakkaðist rétturinn einstaklega vel og vildi hann að sjálfsögðu fá meira. Í eftirrétt fengu turtildúfurnar sér „Gamla góða þjórsárshraunið“ og er það réttur sem er sniðugt að deila ef báðir aðilar vilja fá smá sætt, en ekki of mikið en rétturinn samanstendur af ljúffengum ís, heitri súkkulaðiköku þar sem súkkulaðið hreinlega lekur niður og ferskum berjum en getur Smjattrófan sannarlega mælt með þessum rétti með kaffibollanum. Þjónustan á staðnum var einstaklega góð, nærvera þjónsins var afslappandi og bauð hann upp á drykki, spurði okkur hvernig okkur líkaði maturinn og var hann brosmildur – og meira segja sætur sem er aldrei verra. Ef þig langar út úr bænum á huggulegan veitingarstað, bragða á ljúffengum humar og fara í afslappað umhverfi þá er Rauða Húsið á Eyrarbakka algjörlega málið.
Grímsborgir veitingastaður
Hótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað og bar í aðalbyggingu hótelsins. Staðurinn, sem er innréttaður í fáguðum sveitastíl er afar rúmgóður og tekur allt að 240 manns í sæti. Veitingastaðurinn er opinn daglega frá 7.00 til 22.00. Á A la Carte matseðlinum okkar má finna fjölbreytt úrval af íslenskum og alþjóðlegum gourmet réttum og fínum vínum. Lifandi tónlist, sýningar og uppákomur um helgar og eftir óskum. Hið höfðinglega morgunverðarhlaðborð er staðsett í sal veitingarstaðarins og er ávallt innifalið í gistingu á hótelinu en opið fyrir alla. Á hlaðborðinu má finna heimabakað brauð og bakkelsi, álegg, ferskt grænmeti, marmelaði og sultu, jógúrt, súrmjólk, músli og ferska ávexti, sem og heita rétti eins og hrært egg, pulsur, beikon og hafragraut. Morgunverðarhlaðborðið er opið alla daga frá kl. 7:00 – 10:00. Barinn okkar er opinn alla daga og við erum með happy hour alla daga frá kl 16:00 – 18:00.
Hótel Vatnsholt
Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík.  Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið.  Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.
Mjólkurbúið Mathöll
Mjólkurbúið á Selfossi er sannkallað matarmenningarhús. Mathöll með 8 veitingastöðum, , vínbar og sýning um sögu skyrs.  Veitingastaðirnir eru: Samúelsson Matbar, Ísey Skyr Bar, Röstí Burgers & Beer, Romano Pasta, Takkó, Menam Thai Food, Menam Dim Sum og Flatey.
Hótel Kría
Hótel Kría opnaði sumarið 2018 í Vík í Mýrdal. Hótelið samanstendur af 72 herbergjum og einni svítu, bar og veitingarstað. Öll herbergin eru rúmgóð, björt og með þægindin í fyrirrúmi. Vík í Mýrdal einkennist af einstakri náttúru þar sem jöklar, svartar strendur og grænar hlíðar mætast. Það er eitthvað fyrir alla að finna í Mýrdalshrepp, hvort sem að það eru gönguferðir, zip-line ævintýri eða tekið hring á golfvellinum!
Árnanes
Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.
Kjarr restaurant
Kjarr restaurant opnaði 17. júní 2022.  Veitingahúsið er við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri. Sjá vefsíðu fyrir nánari upplýsingar um opnunartíma.
Hótel Geysir
Kennileiti Íslands, Geysir, gaf hótelinu nafn og stendur við dyr þess.  Þann 1. ágúst 2019 opnaði Hótel Geysir sem lúxus hótel með 77 herbergi þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina, hágæða Jensen rúmum og eru óvenju rúmgóð. Áhersla er lögð á að byggingin sé hógvær í umhverfi sínu og endurspeglast það í formi hennar og landslagsmótun en byggingin er formuð þannig að hún skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins.  Lögð er áhersla á umhverfisvænar vörur og sjálfbæra stefnu. Glæsilegur veitingastaður er samtengdur hótelinu. Þar er boðið upp á mikið af afurðum beint frá bónda en við erum í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og njótum þess allra ferskasta hráefnis sem völ er á.
Lindin Restaurant
Opið allt árið. Staðsett við hlið gufubaðsins, Fontana.
Hótel Lækur
Hótel Lækur er lítið fjölskyldurekið sveitahótel á suðurlandi, stutt er í allar helstu náttúruperlur suðurlands. Hótelið er byggt úr gömlum útihúsi og fjárhúsi. Mikið er lagt upp úr útliti og hönnun og skemmir fjallagarðurinn, jöklarnir og áinn sem umlykur hótelið ekki fyrir. Gestir eru kvattir til að njóta náttúrunna, taka göngutúr meðfram ánni, leika sér í fótbolta eða frisbí golfi og hitta dýrin á bænum.   Hótel Lækur er með 21 herbergi í ýmsum stærðum ásamt 4 stökum húsum sem notið hafa mikilla vinsælda fyrir fjölskyldur, tvö pör að ferðast saman og sem svítur fyrir stök pör. Gott er að njóta kvöldsólarinnar með lækinn í forgrunni eða horfa á norðurljósin yfir Heklunni. Heitur pottur, gufa og kaldur pattur er á hótelinu og er frítt öllum til afnota. Öll herbergi hafa sér inngang, einkabaðherbergi, stóla og borð, kaffi og te, frítt net, sjónvarp og baðherbergisvörur.   Hótel Lækur hefur notið mikilla vinsælda á umsagnarkerfum internetsins en til að mynda eru þau með 9,6 á hotels.com, í fyrsta sæti í sínum flokki á tripadvisor o.fl.  
Fröken Selfoss
Fröken Selfoss er stemningsstaður með smárétti í "Nordic tapas" stíl. Tapas er mjög frjálsleg matreiðsla og markast helst við stemninguna, stærð réttana og hvernig maturinn er borinn fram.  Fröken Selfoss er staðsett á neðra brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi. Þar framleiðum við frábæran mat, bragðgóðan og fallega borinn fram. Við bjóðum upp á skemmtilega og frumlega kokteila ásamt úrval af góðum vínum. Við erum hóflega "fínn" veitingastaður og leggjum upp með að bjóða uppá vinarlega þjónustu, girnilegan og bragðgóðan mat.
Pakkhús veitingar
Pakkhúsið er veitingastaður sem staðsettur er við höfnina með útsýni yfirbátana og bryggjulífið. Pakkhúsið opnaði 2012 og hefur frá upphafi veriðvinsæll kostur heimamanna og ferðalanga. Pakkhúsið býður uppá fjölbreyttanmatseðil fyrir alla aldurshópa með aðaláherslu á íslenskan humar og íslenskthráefni. Í hádegi er léttari matseðill í boði. Stór pallur er fyrir utan þar sem hægt er að njóta ágóðviðrisdögum. Verið velkomin á Pakkhúsið 
Samúelsson matbar
Samúelsson Matbar er veitingastaður í mathöll Selfoss. Við höfum sannkallaða ástríðu fyrir matreiðslu og leggjum áherslu á fallegan, litríkan og ofar öllu bragðgóðan mat sem við berum fram með kokteilum og víni.  Þó svo við séum staðsett í mathöll er þetta ekki skyndibita staður heldur erum við með góðan og fallegan mat á góðu verði. Á Samúelsson höfum við tileinkað okkur nýjar skandinavískar matarhefðir með asísku ívafi. Staður sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara.  Samúelssin matbar er nr.1 á tripadvisor á öllu suðurlandi. Samúelssin matbar fékk "Travelers choice award" árið 2023 á TripAdvisor.
Hólmur ferðaþjónusta
Í gamla íbúðarhúsinu eru sex herbergi tveggja og eins manna , fyrir 10 manns Í húsinu er setustofa þar sem möguleiki er að laga kaffi og te. Yfir vetrartímann er opin eldunaraðstaða fyrir gesti í sama rými. Tvö baðherbergi eru í húsinu. Í fjósinu er 2 x þriggja og 1 xfjögra manna fjölskylduherbergi. Í fjósinu eru 2 snyrtingar. Við bjóðum einnig uppá morgunmat og kvöldmat, ásamt léttum veitingum yfir daginn í Jóni ríka veitingastaðnum okkar. Þá erum við einnig með veitingastaðinn og brugghúsið Jón Ríki.
Hótel Höfn
Hótel Höfn er gott hótel með 68 vel búnum herbergjum. Á efri hæð er veitingasalur sem rúmar 120 gesti  og á hótelinu er notalegur bar. Annar veitingastaður, Ósinn, er á fyrstu hæð og rúmar hann um 50 gesti með fjölbreyttum matseðli. Hótel Höfn er örfáa kílómetra frá stærsta jökli Evrópu þar sem hægt er að fara á sleða- eða í jeppaferð. Hótel Höfn er ákjósanlegur staður fyrir minni ráðstefnur eða allt að 110 manns og skaffar hótelið allan tæknibúnað.
Hótel Klaustur
Hótel Klaustur er staðsett í þorpinu Kirkjubæjarklaustur sem rómað er fyrir mikla náttúrufegurð og veðursæld. Frábærar dagsferðir frá hótelinu eru meðal annars að; Jökulsárlóni, og fyrir  breytta bíla að Lakagígum og Landmannalaugum. Einnig er mikið úrval frábærra gönguleiða styttri og lengri á og í kringum Klaustur. Sundlaug Kirkjubæjarklaustur er í 2 mínúta gangi frá hótelinu sem er frábær endir á góðum degi. Hótelið hefur upp á að bjóða 56 herbergi og 1 svítu, einnig er á hótelinu glæsilegur veitingastaður og bar, þar sem gott er að eiga notalega kvöldstund í nálægð við náttúröflin. Á hótelinu er góð aðstaða fyrir hvers kyns fundi eða aðra mannfagnaði allt árið um kring.
Hálendismiðstöðin Hrauneyjar
Hálendið, nær en þú heldur.   Hálendismiðstöðin á Hrauneyjum er síðasti áningarstaður áður en haldið er inn á hálendi Íslands. Hrauneyjar er í nálægð við margar af sérstæðustu náttúruperlum landsins, þ.á.m. Landmannalaugar, Þjórsárdal, Heklu, Sprengisand, Veiðivötn og Fjallabak. Óspillt náttúran og friðsældin lætur engan ósnortinn sem þangað leitar. Hótelið er opið allt árið með 48 notaleg herbergi, kærkominn veitingastaður með heimaelduðum mat, bar, lítil verslun, veiðileyfi og eldsneyti á bílinn. 
The Hill Hotel
Verið velkomin á The Hill Hotel á Flúðum, heillandi 3 stjörnu hótel staðsett á Suðurlandi. Tæplega tveir tímar frá Reykjavík og flugvellinum. Hótelið okkar býður upp á fullkomna blöndu af aðgengi og kyrrlátu sveitalífi. Aðalbyggingin okkar býður upp á 32 herbergi á jarðhæð með svölum, en hið síðarnefnda gefur beinan aðgang að heitu pottunum. Fyrir fjölskyldur bjóðum við upp á 11 herbergi og 5 herbergi með sameiginlegri aðstöðu sem ódýran valkost. Ævintýraleitendur elska nálægð okkar við náttúruundur Íslands, þar á meðal Langjökul, jarðhitalaugar og Gullna hringinn. Njóttu afþreyingar eins og flúðasiglingu, fiskveiða, hestaferða, vélsleðaferða, snorkl og slakaðu á í heitu pottunum okkar á meðan þú horfir á norðurljósin á veturna. Þetta er allt hluti af upplifuninni! Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á ferskum, staðbundnum afurðum, sem tryggir yndislega matreiðsluupplifun. Hvort sem þú ert hér í sólóævintýri, fjölskyldufríi eða hópferð, lofar The Hill Hotel notalegri, eftirminnilegri dvöl í hjarta hins töfrandi landslags Íslands. Vertu með á The Hill Hótel á Flúðum, þar sem hver dvöl lofar að vera óvenjulegt ferðalag. 
Hótel Vestmannaeyjar
Hótel Vestmannaeyjar er 43 herbergja hótel staðsett í hjarta miðbæjarins. Herbergin hafa  baðherbergi með sturtu. Gestir hafa aðgang að þráðlausri nettengingu inni í herbergjum. Spa er á neðstu hæð hótelsins með heitum pottum og sauna. Morgunverður er framreiddur í veitingasal alla morgna 7:00 – 10:00. Veitingastaður er á hótelinu sem er opinn alla daga á sumrinn. Nálægðin við fengsæl fiskimið gefur möguleika á fersku hráefni daglega. Matseðill veitingastaðarins er fjölbreyttur og reynt að mæta óskum allra. Hótel Vestmannaeyjar er góður kostur fyrir þá sem vilja slaka á, njóta fallegrar náttúru, skoða mannlífið á eyjunni eða spila golf á glæsilegum 18 holu velli.
Ferðaþjónustan Hellishólum
Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Volcano Huts Þórsmörk
Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.  Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is Þjónusta í Húsadal Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi. Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum. Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.  Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal. Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.  Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts. Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is   Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stkSmáhýsi - 4 pers - 8 stkSkálagisting - 34 rúmTjaldstæði 100 +
Fosshótel Jökulsárlón
Stórkostlegt umhverfi og mikil náttúrufegurð Fosshotel Jökulsárlón er staðsett á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands en þar er eitt vinsælasta göngusvæði landsins. Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta. Herbergjategundir:Economy standard, standard, ocean view, triple, family deluxe, suite og executive suite með svölum og prívat heitum potti 125 herbergi Veitingastaður og bar Ókeypis þráðlaust net Ókeypis bílastæði Morgunmatur opinn 07.00-10.00 Veitingastaður opinn 18.00-22.00 – borðapöntun nauðsynleg Bar matseðill frá 12:00 – 22:00 alla daga Barinn er opinn frá 12:00 – 00:00 alla daga Þvottaþjónusta gegn gjaldi Þurrgufa og pottar opin frá 08:00 – 12:00 og 15:00 – 23:00 alla daga Þurrgufa og pottar innifalin í herbergjaverði Móttakan er opin allan sólahringinn Happy alla daga 16:00 – 18:00  Hluti af Íslandshótelum.
Björk
Söluskáli, veitingar og verslun. Finnur þetta allt í Björkinni Hvolsvelli.
Hótel VOS
Hótel VOS er lítið og notalegt sveitahótel, staðsett á býlinu Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hellu. Morgunverður er innifalinn og hægt er að panta borð á veitingastaðnum fyrir kvöldverð. Á veitingastaðnum bjóðum við upp á ýmiss konar rétti og flest hráefni er fengið í nágrenninu. Hótelið er allt á einni hæð og öll 18 herbergin eru með sérinngang, einkasalerni og aðgangi að heitum potti. Við erum einnig með gott aðgengi fyrir hjólastóla. Hótel VOS er tilvalinn staður til að njóta þess sem suðurströndin hefur að bjóða, hvort sem þú hefur í hyggju að slaka á eða kanna náttúruna og samfélögin í nágrenninu. Vinsamlegast hafið samband við info@hotelvos.is til að fá upplý singar um verð og að bóka gistingu. Einnig er hægt að hafa beint samband við okkur á heimasíðu hótelsins www.hotelvos.is 
Fosshótel Vatnajökull
Stórkostlegt útsýni til Vatnajökuls Fosshótel Vatnjökull er vinsælt hótel á fallegum stað rétt fyrir utan Höfn, með einstakt útsýni yfir jökulinn. Öll þægindi eru til staðar og allt til alls fyrir ferðalanga. Boðið er upp á fyrsta flokks matseðil á veitingastaðnum en auk þess er bar og aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur á hótelinu. 66 herbergi Morgunverður í boði Veitingastaður og bar Fundaraðstaða Frítt þráðlaust net Ókeypis bílastæði Hleðslustöð Takmörkuð starfsemi á veturna Smelltu hér fyrir upplýsingar um ráðstefnu- og fundarhöld á Fosshótel Vatnajökli. Hluti af Íslandshótelum.
Menam veitingastaður
Menam býður upp á girnilega rétti úr fersku gæða hráefni, matreidda undir thailenskum áhrifum. Með því að nýta besta mögulega hráefni úr nærumhverfinu hverju sinni og matreiða með töfrum thailenskrar matargerðar, drögum við það besta fram frá báðum heimum. Menam var stofnað árið 1997 af thailenskri konu og íslenskum eiginmanni hennar en hefur síðan 1999 verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Alla tíð var Menam lítill fjölskyldurekinn veitingastaður að Eyravegi 8 á Selfossi, eða allt til ársins 2018 þegar staðurinn var seldur, en vörumerkið Menam hélst þó áfram í eigu fjölskyldunnar. Árið 2021 var ákveðið að taka aftur upp vörumerkið Menam, ekki hvað síst vegna fjölda áskoranna frá heimafólki. Þá opnaði staðurinn aftur, í smækkaðri útgáfu, á nýjum stað undir nýjum merkjum. Gömlu gildin eru þó áfram höfð í heiðri og bjóðum við upp á ferskan og freistandi mat, á sanngjörnu verði sem og góða þjónustu í skemmtilegu umhverfi sem gaman er að starfa í og heimsækja. Gestrisni og góður andi einkenndi staðinn frá upphafi og kappkostum við að halda þeim heiðri á lofti.  Nýi staðurinn er staðsettur í Mjólkurbúinu mathöll í nýjum miðbæ Selfoss. Menam er thailenska og þýðir einfaldlega við fljótið. Það er því við hæfi að staðurinn sem staðsettur er við eina vatnsmestu á landsins, Ölfusá, beri nafnið Menam. Einkennisblóm Menam er lótusblómið sem táknar; hreinleika, nýtt upphaf, von og þrek. Bleik lótusblóm tákna einnig hreina ástríðu og ást til lífsins, sem mun endurspeglast í ástríðu okkar fyrir thailenskri matargerð. Þá hefur bleiki liturinn kvenlega skírskotun, en Menam var upphaflega stofnað og alla tíð rekið af konum.  Samhliða thailenska hluta Menam opnaði fjölskyldan fyrsta dömplingsstaðinn á Suðurlandi – og utan Höfuðborgarsvæðisins ef því er að skipta - með útibúi frá Dragon Dim Sum sem hafði svo sannarlega slegið í gegn. Í upphafi árs 2023 var ákveðið að fara fram undir eigin nafni, Menam Dim Sum, í áframhaldandi góðu samstarfi við Dragon Dim Sum. Menam Dim Sum býður upp á framúrskarandi góða dömplinga og meðlæti sem gert er úr fersku gæðahráefni og framreitt á faglegan, en um leið skemmtilegan hátt. Við berum virðingu fyrir hefðum en setjum um leið okkar mark á réttina. Dömplingarnir okkar eru sem fyrr heimagerðir í smiðju Drekans, en sérstaða okkar felst í „toppings“ og svolítið af heimagerðum, bragðgóðum sósum sem gefur þeim þetta litla extra og um leið einstaka bragðupplifun.    Upprunalega kínverska merking dim sum er að „snerta hjartað“, sem við kappkostum að að gera í gegnum einstaka bragðupplifun fyrir matgæðinga sem og að koma reglulega með spennandi nýjungar. Menam var á sínum tíma brautryðjandi í að koma með nýja strauma með því að kynna asíska matargerð fyrir heimafólki á Suðurlandi, sem á þeim tíma þótti mjög framandi. Að sama skapi er Dim Sum fyrsti dömplingsstaðurinn á svæðinu og Menam því enn á ný brautryðjandi í að kynna nýjungar í mat og matarmenningu fyrir Sunnlendingum. 

Aðrir (62)

Skíðaskálinn í Hveradölum Skíðaskálinn í Hveradölum 110 Reykjavík 8948060
Heimahumar Svalbarð 3 780 Höfn í Hornafirði 478-2119
Z-bistro Víkurbraut 2 780 Höfn í Hornafirði 478-2300
ÚPS - Restaurant Hafnarbraut 34 780 Höfn í Hornafirði 8464985
Hafnarbúðin Diner Ránarslóð 2 780 Höfn í Hornafirði 868-3619
Kaffi Hornið Hafnarbraut 42 780 Höfn í Hornafirði 478-2600
Íshúsið Pizzeria Restaurant Heppuvegur 2a 780 Höfn í Hornafirði 478-1230
Birki Hafnarbraut 4 780 Höfn í Hornafirði 478-1200
Árnanes Restaurant Árnanes 781 Höfn í Hornafirði 478-1550
Smyrlabjörg sveitahótel Suðursveit 781 Höfn í Hornafirði 4781074
Café Vatnajökull Fagurhólsmýri 785 Öræfi 888-1788
Tryggvaskáli Tryggvatorg 800 Selfoss 4821390
KFC - Kentucky Fried Chicken Austurvegur 46 800 Selfoss 570-6763
HBTS ehf. Eyravegur 32 800 Selfoss 8955010
Kaffi Krús Austurvegur 7 800 Selfoss 4821266
Krisp veitingastaður Eyrarvegur 8 800 Selfoss 482-4099
Vor veitingar Austurvegur 3 800 Selfoss 482-3330
Hestakráin sveitahótel / Land og hestar Húsatóftir 2a 801 Selfoss 486-5616
Minniborgir Cottages Grímsnes 801 Selfoss 863-3592
Dýragarðurinn Slakka Laugarás 801 Selfoss 868-7626
Krían - Sveitakrá Kríumýri 801 Selfoss 899-7643
Tjaldsvæðið Árnesi Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppur 801 Selfoss 698-4342
Þrastalundur Þrastalundur 801 Selfoss 8667781
GÖ Bistro Öndverðarnes 805 Selfoss 8474466
Sveitasetrið Brú Brúarholt 2 805 Selfoss 793-6000
ION Adventure Hotel Nesjavellir 805 Selfoss 578-3720
Golfklúbbur Öndverðarness Öndverðarnes 805 Selfoss 482-3380
Tjaldsvæðið við Faxa Biskupstungur 806 Selfoss 774-7440
Geysir Glíma Geysir, Haukadalur 806 Selfoss 4813003
Við Faxa Heiði 806 Selfoss 7747440
Hótel Gullfoss Brattholt 806 Selfoss 4868979
Skjól Kjóastaðir 806 Selfoss 8994541
Mika Restaurant Skólabraut 4 806 Selfoss 486-1110
Hofland Eatery Sunnumörk 2 810 Hveragerði 537-7800
Matkráin Breiðamörk 10 810 Hveragerði 4831105
Svarti Sauðurinn Unubakki 10 - 12 815 Þorlákshöfn 483-3320
Hafið Bláa Óseyri við ósa Ölfusár 816 Ölfus 483-1000
Gistiheimilið Flúðum Grund 845 Flúðir 5659196
Minilik Eþíópískt veitingahús Gilsbakki 845 Flúðir 846-9798
Kanslarinn Dynskálum 10c 850 Hella 4875100
Hótel Leirubakki Landsveit 851 Hella 487-8700
Hótel Hvolsvöllur Hlíðarvegur 7 860 Hvolsvöllur 4878050
Eldstó Art Café Restaurant Austurvegur 2 860 Hvolsvöllur 482-1011
Hótel Drangshlíð Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang. 861 Hvolsvöllur 765 5544
Black crust pizzeria Austurvegur 16 870 Vík 854-6611
Veitingahúsið Suður-Vík Suðurvíkurvegur 1 870 Vík 487-1515
Ársalir Austurvegur 7 870 Vík 487-1400
Súpufélagið Víkurbraut 5 870 Vík 778-9717
Halldórskaffi Víkurbraut 28 870 Vík 487-1202
Hótel Dyrhólaey Mýrdalur 871 Vík 4871333
Katla hótelrekstur ehf Höfðabrekka 871 Vík 4871208
Systrakaffi Klausturvegi 13 880 Kirkjubæjarklaustur 487-4848
Kaffi Munkar Klausturvegur 1-5 880 Kirkjubæjarklaustur 567-7600
Adventure Hótel Geirland Geirlandi 880 Kirkjubæjarklaustur 487-4677
Magma Hotel Tunga 880 Kirkjubæjarklaustur 420-0800
Hörgsland Hörgsland I 880 Kirkjubæjarklaustur 8612244
Lundinn Veitingahús Kirkjuvegur 21 900 Vestmannaeyjar 860-6959
Kráin Bárustígur 1 900 Vestmannaeyjar 481-3939
Pizza 67 Eyjum Heiðarvegur 5 900 Vestmannaeyjar 4811567
Sæland Vestmannaeyjar Strandvegur 49 900 Vestmannaeyjar 537-1930
Tanginn Básaskersbryggja 8 900 Vestmannaeyjar 414-4420
GOTT veitingastaður Bárustígur 11 900 Vestmannaeyjar 481-3060