Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á svæðinu bjóðum við uppá margskonar skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Til dæmis getur fjölskyldan farið á kayak eða í hestaferð, og í leiðinni notið náttúrunnar á einstakan hátt. 

Upplýsingamiðstöðin á Selfossi (Svæðismiðstöð)
Upplýsingamiðstöðin á Selfossi er til húsa í ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2. Upplýsingamiðstöðin þjónustar íbúa og ferðamenn allt árið um kring. Ókeypis kort með þjónustulista og landakort frá öðrum landshlutum. Frír internetaðgangur og alltaf heitt á könnunni. OpnunartímarVirka daga | 09:00 - 18:00Laugardaga | 10:00 - 14:00Sunnudaga | Lokað
Sundlaugin Stokkseyri
Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni. Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, kajak og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.  Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.  Afgreiðslutími-Sumaropnun:       1. júní -   miðjan ágúst mán - fös     13:00- 21:00 laug - sun     10:00- 17:00 - Vetraropnun: miðjan ágúst - 31. maí   mán -fös 16:30- 20:30 lau - sun   10:00- 15:00 Verð:Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2023Gildir frá 1.janúar 2023 Fullorðnir (18 - 66 ára): Stakt skipti 1250 kr. 10 skipta kort 4.900 kr. 30 skipta kort 9.700 kr. Árskort 35.000 kr.  Börn (10 - 17 ára): Stakt skipti börn 180 kr.* 10 skipta barnakort 1.400 kr. 30 skipta barnakort 3.800 kr. *Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort  Öryrkjar og eldri borgarar: 67 ára og eldri búsettir í Sv. Árborg 0 kr. 67 ára og eldri búsettir utan Árborgar 220 kr. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti  Leiga: Leiga sundfata 950 kr. Leiga handklæða 950 kr. Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1900 kr. 
Sundhöllin Selfossi
Sundhöll Selfoss er staðsett í miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verslun og þjónustu. Við sundlaugina er næg bílastæði allt í kring fyrir gesti. Í Sundhöll Selfoss er barna- og 18 metra innilaug, 25 metra útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, vaðlaug, vatnsgufa, sauna og heitir og kaldir pottar. Fjórir búningsklefar eru við sundhöllina, tveir inniklefar og tveir útiklefar, sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða í inni- og útiklefum. Ný viðbygging var opnuð sumarið 2015 sem gjörbylti allri aðstöðu við Sundhöllina en bætt var við barnalaug inni, nýrri afgreiðslu og stærri búningsklefum. Heilsuræktarstöðin World Class hefur aðstöðu á efri hæð Sundhallarinnar en sameiginleg afgreiðsla er fyrir hana og sundlaugina. Sundhöll Selfoss er ein af stærstu sundlaugum á Suðurlandi en árlega koma um 200 þúsund gestir í laugina.   Opnunartímar: - Sumar (1. júní til 14. ágúst): Virka daga frá 06:30 til 21:30 Helgar frá 09:00 til 19:00 - Vetur (15. ágúst til 31. maí):Virka daga frá 06:30 til 21:30Helgar frá 09:00 til 18:00 Verð:Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2023Gildir frá 1.janúar 2023  Fullorðnir (18 - 66 ára):Stakt skipti 1.250 kr.10 skipta kort 4.900 kr.30 skipta kort 9.700 kr.Árskort 35.000 kr.  Börn (10 - 17 ára):Stakt skipti börn 180 kr.*10 skipta barnakort 1.400 kr.30 skipta barnakort 3.800 kr.*Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort  Öryrkjar og eldri borgarar:67 ára og eldri 220 kr.Eldri borgarar búsettir í Sveitarfélaginu Árborg fá ókeypis aðgangÖryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti  Leiga:Leiga sundfata 950 kr.Leiga handklæða 950 kr.Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1.900 kr. 
Kayakferðir Stokkseyri
Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað.Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka. Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi. Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri. Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi. Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.!Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058 Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig. Komdu á Stokkseyri!
Hellisskógur
Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt utan við Selfoss. Lagðir hafa verið akvegir og göngustígar um svæðið, settir bekkir og borð og Hellirinn grafinn út og útbúinn sem áningarstaður þar sem fólk getur sest niður og fundið sér skjól fyrir veðri og vindum. Hellisskógur hefur smám saman orðið eitt helsta útivistarsvæði Selfyssinga.  Stóri-Hellir í Hellisskógi myndaðist við lok jökulskeiðs á ísöld þegar brim svarf klettinn. Ummerki um hærra sjávarborð og sjávarrof sést á fjölmörgum stöðum í hellinum sem myndaðist í 0,7-3,1 milljón ára gömlu basalti. Innst í hellinum var áður geymt hey en fjárhús var staðsett við hellismunnann að framanverðu. Telja sumir að reimt sé í hellinum, af draug með bláan trefil.  Hér má sjá kort af Hellisskógi
Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka
Fjaran á Eyrum neðst í Flóa, milli Ölfusár og Loftsstaða, er stærsta hraunfjara landsins, endi hins mikla Þjórsárhrauns, sem rann fyrir 8000 árum og er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni eftir ísöld. Ofan fjörunnar eru ótal tjarnir og vötn, aðallega við Stokkseyri. Fjölbreytt fuglalíf er þar allt árið um kring og er svæðið sérstaklega mikilvægt fyrir farfugla, eins og rauðbrysting, lóuþræl, sanderlu, tildru, margæs, rauðhöfðaönd og fleiri endur. Stórt kríuvarp er á svæðinu og nokkur hundruð álftir fella þar flugfjaðrir síðsumars.   Svæðið er hluti af ferðaleiðinni Vitaleiðin sem nær frá Knarrarósvita í austri að Selvogsvita í vestri. Malbikaður göngu- oghjólastígur liggur á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka.  

Aðrir (5)

Dogsledding Iceland Þingvallasvæðið, Mosfellsbær 271 Mosfellsbær 8636733
Golfklúbbur Selfoss Selfossi 800 Selfoss 482-3335
Iceland South Coast Travel Lambastaðir 801 Selfoss 777-0705
Ferðaskrifstofa Egilsstaðir 1 Egilsstaðir 1 801 Selfoss 567-6268
Traustholtshólmi ehf. Traustholtshólmi 803 Selfoss 699-4256