Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Norðurljós eru náttúruleg ljós á himni sem verða til þegar hraðfleygar rafhlaðnar agnir (aðallega rafeindir) frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðar, yfirleitt í um 100 km hæð. Algengustu litir norðurljósa eru gulgrænn, grænn og rauður sem súrefni gefur frá sér en rauðleit og fjólublá litbrigði af völdum niturs sjást líka stundum. 

Lítil ljósmengun og víðáttumikið útsýni í Ölfusi gerir svæðið kjörið til norðurljósaskoðunar.