Lykiltölur um ferðaþjónustu á Suðurlandi
milljón nætur
Skráðar gistinætur 2023
herbergi
Framboð hótelherbergja 2025
milljarðar króna
Launagreiðslur í ferðaþjónustu 2024
milljónir króna
Frá Landsáætlun um uppbyggingu innviða 2023-25
milljónir króna
Frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023-25
Hvað er Áfangastaðaáætlun Suðurlands?

Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð með ferðaþjónustuna sem útgangspunkt. Í henni má finna staðreyndir um áfangastaðinn Suðurland, niðurstöður greininga, framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi ásamt markmiðum og áherslum næstu ára.
Áætlunin styður við ferðaþjónustu á Suðurlandi, þó án lagalegrar skyldu. Hún er afrakstur víðtæks samráðs og endurspeglar sameiginlega sýn íbúa, sveitarfélaga og annarra hagaðila á þróun greinarinnar.
Við gerð áætlunarinnar var farið eftir viðurkenndum greiningaraðferðum sem veita innsýn í stöðu ferðaþjónustu á Suðurlandi, tækifæri og áskoranir. Niðurstöður þeirra nýtast til stefnumótunar og aðgerða.
Fréttir af Suðurlandi
-
Húðflúrferðamennska ryður sér til rúms á Suðurlandi
Stundum skilur upplifun eftir sig spor. Og á Suðurlandi hefur ein menningarupplifun einmitt gert það — á óvæntan og ógleymanlegan hátt. Þrír erlendir gestir upplifðu nýlega Víkingaveisluna hjá Caves of Hella og Hótel Rangá í einum af fornu manngerðu hellunum á Hellu. Veislurnar eru haldnar við kertaljós og um leið gestirnir gæða sér á dýrindis réttum úr staðbundnu hráefni eru þeir leiddir í gegnum sögu svæðisins í tíma og rúmi. Upplifunin varð ansi mögnuð og talaði hún beint til þeirra- dýpra en nokkur bjóst við. -
Markaðsstofur landshlutanna funda á Vestfjörðum
Markaðsstofur landshlutanna áttu sameiginlegan vinnufund dagana 12.-13.nóvember. Að þessu sinni var það Markaðsstofa Vestfjarða sem sá um skipulag fundarins. -
Opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026 frá klukkan 12 til 17. -
Nýr vefur Áfangastaðaáætlunar Suðurlands opnar
Áfangastaðaáætlun hefur nú eignast sinn eigin vef og er þannig mun aðgengilegri öllum sem vilja styðja við sjálfbæra þróun áfangastaðarins Suðurlands.