Fara í efni

Virðiskeðja ferðaþjónustunnar

Virðiskeðjan inniheldur alla þá þætti sem mynda virðið sem ferðaþjónustan skapar til hagsældar fyrir landshlutann. Því stærri hluti virðiskeðjunnar sem verður til á svæðinu þeim mun meira virði og arðsemi skilur varan eða þjónustan eftir á svæðinu. Þannig er tiltölulega auðvelt að sjá hagræn áhrif ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.

Hvernig nýtist virðiskeðjan hagaðilum?

Virðiskeðja vöru, þjónustu eða svæðis er gott greiningartæki til að leggja mat á það hversu stór hluti keðjunnar verður til á svæðinu og hvað verður til fyrir utan það. Þannig má meta hvar tækifæri liggja og greina möguleg göt eða flöskuhálsa í virðiskeðjunni. Þá gefur virðiskeðjan heildaryfirlit yfir hvar virði verður til og hvaða einingar eru til staðar til að stuðla að auknu virði greinarinnar. Þá er einnig mikilvægt að nýta þá stoðþjónustu sem er til staðar líkt og sveitarfélög, SASS og Markaðsstofuna. Gott er að skoða virðiskeðjuna með öðrum greiningatólum og ná þannig fram skýrari mynd af stöðunni.

Virðiskeðja Suðurlands

Virðiskeðja Gullna-hrings svæðisins

Virðiskeðja Kötlu jarðvangs og Vestmannaeyja

Virðiskeðja Ríkis Vatnajökuls