Fara í efni

Gistinætur

Tölur um gistingu ferðamanna gefa ákveðnar vísbendingar um þróun ferðaþjónustu, til dæmis hvernig fólk dreifist um landið og hversu lengi fólk dvelur innan landshlutans. Þá geta tölurnar einnig hjálpað til við að greina tækifæri til nýsköpunar og uppbyggingar. Markmið áfangastaðaáætlunar Suðurlands er meðal annars að lengja dvöl gesta á Suðurlandi í þeim tilgangi að bæta upplifun og öryggi ferðamanna, og jafnframt til að styrkja hag landshlutans af ferðaþjónustu.

 

 
Hagstofa Íslands, 2025

Gistinóttum fer jafnt og þétt fjölgandi á Suðurlandi og er fjöldi gistinótta orðinn meiri en hann var á árunum fyrir heimsfaraldurinn Covid-19.

 

 
Hagstofa Íslands, 2025

 

Gistinóttum á hótelum á Suðurlandi fjölgar og eru nú nærri þriðjungi fleiri en fyrir heimsfaraldurinn Covid-19.

 
Hagstofa Íslands, 2025

Uppbygging hótelrýmis, bæði nýbyggingar og stækkun eldri hótela, hefur verið nokkuð jöfn ár frá ári, ef frá eru talin heimsfaraldurs-árin 2020 og 2021.

 
Hagstofa Íslands, 2025

Herbergjanýting á hótelum var ívið lægri árið 2024 samanborið við árið á undan, þrátt fyrir að heildar fjöldi gistinótta hafi aukist. Athygli vekur þó að síðari hluta árs var herbergjanýtingin betri, og október mánuður var sérstaklega góður. Gistirekendur lýstu vonbrigðum yfir nýtingu í apríl og maí 2024 enda var herbergjanýting í þeim mánuðum dræm í samanburði við árið 2023. Apríl er enn jaðarmánuður á Suðurlandi en sveiflur á þessum árstíma geta ráðist af því hvenær páskarnir eru. Að lokum má lesa úr þessu grafi að árstíðasveifla fér minkandi. Febrúar er sérstaklega vinsæll ferðamánuðurá meðal asískra ferðamanna og sumarvertíðin virðist vera að færast aftar í árið.