Áherslur
Hér er fjallað um þær aðgerðir sem Markaðsstofa Suðurlands getur unnið að í þeim tilgangi að færa landshlutann nær markmiðum sínum í ferðamálum. Aðgerðirnar tengjast helstu áherslum sem komu fram við vinnslu áfangastaðaáætlunarinnar. Áherslurnar styðja við sjö af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Áherslur núgildandi áfangastaðaáætlunar:
- Efnissköpun og upplýsingamiðlun
- Uppbygging
- Gæði og fagmennska
- Öryggi, aðgengi og stýring
- Samtal og samvinna
- Uppbygging eftir heimsfaraldur
- Samfélagið og fólkið
Aðgerðir Markaðsstofu Suðurlands:
Innviðir og þróun
- Vinna að áherslum, verkefnum og eftirfylgni Áfangastaðaáætlunar; Sjálfbær þróun, samtal og samvinna, ábyrgð ferðaþjónusta, öryggi og aðgengi, náttúruvernd, áhrif ferðaþjónustu á samfélög, stýring og dreifing ferðamanna, gæði og gæðamál, upplýsingagjöf, merkingar og fræðsla, fjárfesting og nýsköpun, rannsóknir og hagtölur og samgöngumál.
- Kynning og innleiðing á Áfangastaðaáætlun Suðurlands:
- Áætlunin send í formlega samþykkt hjá sveitarfélögum.
- Áætlunin send til umsagna til stoðeininga sem tengjast ferðaþjónustunni á Suðurlandi
- Útgáfa uppfærðrar áætlunar
- Áætlunin kynnt fyrir sveitarfélögum, ferðaþjónustuaðilum, öðrum stoðeiningum á svæðinu sem og íbúum.
- Samtal og samstarf við sveitarfélög, ferðaþjónustuaðila og landeigendur.
Tengist áherslu: Samtal og samvinna | Sjálfbær þróun
Tengist meginmarkmiði: Virkt samtal og samvinna er innan svæðisins og góður skilningur stjórnvalda á ferðaþjónustu.
Tengist áherslu Sóknaráætlun Suðurlands: Við viljum að ferðaþjónusta á Suðurlandi byggist á sjálfbæru samfélagi
Tengist framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030: Mátast við framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu í heild sinni.
Framkvæmdaraðili: Markaðsstofa Suðurlands
Stuðningsaðili: Sveitarfélög og aðrar stoðeiningar á svæðinu

Fræðsla og þjálfun
- Mótun verkferla eftir samtal og samstarf hagaðila þar sem greina þarf stöðu, þörf og áherslur í fræðslu og þjálfun í ferðaþjónustu á árinu.
- Móta ferla og miðla þeirri fræðslu sem í boði er með áherslu á að draga fram staðbundna fræðsluaðila og auðvelda aðgengi greinarinnar að upplýsingum um það sem er í boði.
- Þátttaka í þróunarverkefnum tengdum fræðslu.
Tengist áherslu: Gæði og fagmennska
Tengist meginmarkmiði: Áhersla er lögð á gæði í ferðaþjónustu á Suðurlandi þar sem góð upplýsingagjöf og fræðsla er í fyrirrúmi.
Tengist áherslu Sóknaráætlun Suðurlands: Við viljum að ferðaþjónusta á Suðurlandi byggist á sjálfbæru samfélagi
Tengist Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030: Fagmennska, gæði og öryggi einkenna íslenska ferðaþjónustu
Framkvæmdaraðili: Markaðsstofa Suðurlands
Stuðningsaðili: Fræðslunet Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands, Hæfnissetur ferðaþjónustunnar

Greiningar
- Mótun verkferla og ramma um svæðisbundnar rannsóknir með samtali og samstarfi við viðeigandi hagaðila. Vinna þarfagreiningu rannsókna og mælinga fyrir landshlutann, þrískiptingu Suðurlands sem og á landsvísu.
- Taka reglulega saman opinberar hagtölur og annað efni sem gagnast greiningum og verkefnum Markaðsstofunnar og miðla til hagaðila.
Tengist áherslu: Rannsóknir og hagtölur
Tengist meginmarkmiði: Virkt samtal og samvinna er innan svæðisins og góður skilningur stjórnvalda á ferðaþjónustu. | Stefna í takt við ferðaþjónustu, samfélag og náttúru þar sem uppbygging byggir á heildarsýn og jafnvægi í samfélaginu.
Tengist áherslu Sóknaráætlun Suðurlands: Við viljum að ferðaþjónusta á Suðurlandi byggist á sjálfbæru samfélagi
Tengist framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030: Aukin framleiðni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni um land allt. - Fagmennska, gæði og öryggi einkenna íslenska ferðaþjónustu.
Framkvæmdaraðili: Markaðsstofa Suðurlands
Stuðningsaðili: SASS, Ráðgjafahópur SASS, Faghópur sveitarfélag um ferðamál, Ferðamálastofa, Íslandsstofa og RMF, svæðisbundnir rannsakendur.

Samvinna við nærsamfélagið
- Samtal, samstarf og ráðgjöf til sveitarfélaga, einnig tengt verkefnum MSS.
- Þátttaka, yfirferð og umsögn í ferðaþjónustutengdum verkefnum sveitarfélaga, s.s. þróunarverkefna, ferðamálakafla aðalskipulaga og annara áætlana, sé þess óskað.
- Samtal, samstarf og ráðgjöf við aðrar staðbundnar stofnanir s.s. Vatnajökulsþjóðgarð, Þjóðgarðinn á Þingvöllum, Kötlu jarðvang, Umhverfisstofnun, SASS og fleira. Einnig aðkoma að ferðaþjónustutengdum áætlunum og verkefnum þeirra, sé þess óskað.
- Samtal við ferðaþjónustufyrirtæki, íbúa og aðra hagaðila, bæði óformlega og á formlegum fundum í tengslum við verkefni MSS, m.a. með því að halda á lofti jákvæðum skilaboðum, greinaskrifum og samtali við íbúa Suðurlands um ferðaþjónustuna.
Tengist áherslu: Samtal og samvinna | Sjálfbær þróun | Áhrif ferðaþjónustu á samfélög | Stýring og dreifing ferðamanna | Öryggi og aðgengi
Tengist meginmarkmiði: Íbúar finna fyrir jákvæðum áhrifum af ferðaþjónustu | Stefna í takt við ferðaþjónustu, samfélag og náttúru þar sem uppbygging byggir á heildarsýn og jafnvægi í samfélaginu | Virkt samtal og samvinna er innan svæðisins og góður skilningur stjórnvald á ferðaþjónustu.
Tengist áherslu Sóknaráætlun Suðurlands: Við viljum að ferðaþjónusta á Suðurlandi byggist á sjálfbæru samfélagi
Tengist framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030: Jákvæð áhrif á nærsamfélag og aukin lífsgæði. | Áhersla á stjórnun og uppbyggingu áfangastaða og að ferðamenn ferðist um landið allt, árið um kring. | Allir landshlutar njóti ávinnings af ferðaþjónustu. | Náttúra, menning og afþreying stuðla að einstakri upplifun gesta. | Jafnvægi milli hagnýtingar og verndar náttúru og uppbyggingu innviða taki mið af því | Virðing fyrir þolmörkum og álagsstýring á áfangastöðum ferðamanna.
Framkvæmdaraðili: Markaðsstofa Suðurlands
Stuðningsaðili: Sveitarfélög á Suðurlandi, SASS, Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Katla jarðvangur, Umhverfisstofnun og aðrar staðbundnar stofnanir er málin varða.
