Efnissköpun fyrir áfangastaðinn Suðurland
Efnissköpun fyrir áfangastaðinn Suðurland: Vöruþróun og upplýsingamiðlun
Verkefnið í hnotskurn:
Öflug kynning á landshlutanum fyrir innlenda og erlenda gesti, fjölmiðla og ferðasala er í forgangi árið 2025 sem fyrri ár. Vefsíða, samfélagsmiðlar, efnissköpun og samskipti skipta þar lykilmáli. Draga fram og halda á lofti orðspori áfangastaðarins, vinna í að viðhalda háu meðmælaskori ferðamanna sem heimsækja Suðurland og mæta hugsanlegum áhyggjum um of mikinn fjölda ferðamanna. Fræðsla til samstarfsfyrirtækja um vöruþróun og aðgreiningu í markaðssetningu verður einnig hluti af starfi ársins, m.a. með þematengdum morgunfundum.
Markmið
Markmið verkefnisins er að viðhalda sýnileika landshlutans og efla samkeppnishæfni Suðurlands sem áfangastaðar. Öll efnissköpun miðar að því að hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar og raunhæfrar væntingastjórnunar í takt við Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Unnið er með markhópana Lífsglaði heimsborgarinn og sjálfstæði landkönnuðurinn, ásamt íslenskum fjölskyldum, vinahópum og pörum.
Árangursmælikvarðar
Viðhalda ánægjuskori landshlutans, fjölga gestum á ný, lengri dvöl og auknar tekjur til samfélagsins.
Lokaafurð
Fjölbreytt efni sem styður við kynningu á landshlutanum, hvort sem það er texti, myndir eða myndbönd. Styrkja tengslin aftur við ferðasala og fjölmiðla. Aukin og fagleg umfjöllun um landshlutann í miðlum og til ferðasala.