Ferðaleiðir
Ferðaleiðir: Vöruþróun, efnissköpun og upplýsingamiðlun
Verkefnið í hnotskurn:
Styðja við og efla ferðaleiðir eins og Gullna hringinn, Suðurströndina, Vitaleiðina, Eldfjallaleiðina og Laugaveginn. Vinna nánari ferðalýsingar og þétta efni sem tengist Eldfjallaleiðinni auk þess að hvetja til meiri tenginga ferðaþjónustuaðila við leiðina. Koma öðrum sjálfstæðum leiðum á framfæri, t.d. Ullarhringinn, Ásgrímsleið og Jöklaleiðina og kynna helstu leiðir fyrir erlendum mörkuðum (B2B/B2C), efla verkfærakistu auk þess að vinna með frásagnir og uppbyggingu innviða á þessum leiðum.
Markmið
Markmið verkefnisins er að efla samkeppnishæfni Suðurlands með því að vekja athygli á hinum fjölmörgu ferðaleiðum sem eru í boði á svæðinu. Það að vekja athygli á og efla fjölbreytni í þjónustu hvetur ferðamenn til að dvelja lengur á svæðinu sem skilar sér í auknum tekjum inn í samfélagið og eykur þar með efnahagslega sjálfbærni svæðisins. Í þessu felst einnig ákveðin stýring og eykur tækifæri á að draga fram einkenni svæðisins og fræða gesti. Þá er markmið að hvetja til vöruþróunar og nýsköpunar.
Árangursmælikvarðar
Aukinn sýnileiki ferðaleiða á Suðurlandi og meiri samvinna hagaðila í kringum þessar leiðir. Lengri dvalartími gesta á svæðinu. Bætt upplifun og þar með bæta eða viðhalda ánægjuskori landshlutans meðal gesta.
Lokaafurð
Lokaafurð þessa áfanga verður aukið efni um leiðirnar s.s. ferðalýsingar, kort og fleira sem tengist þemum leiðanna. Einnig verður safnað saman stoðefni sem sveitarfélög og ferðaþjónustuaðilar geta notað við uppbyggingu og þróun leiðanna. Hugmyndabanki yfir mögulega vöruþróun og nýsköpun á leiðunum.