Fara í efni

Virkt samtal og jákvæð ímynd

Virkt samtal og jákvæð ímynd - upplýsingamiðlun og ráðgjöf

Verkefnið í hnotskurn:

Markaðsstofa Suðurlands leggur ávallt upp úr því að eiga virkt samtal við greinina, enda er það tilgangur stofnunarinnar að efla ferðaþjónustu í sátt við samfélag, náttúru og efnahag landshlutans. Haustið 2023 var skapaður samræðuvettvangur fyrir stjórnendur samstarfsfyrirtækja Markaðsstofunnar og á árinu 2024 jókst samtal við samstarfsfyrirtæki talsvert. Á árinu 2025 verður haldið áfram með þessa vegferð. Eftirfarandi leiðir verða farnar til að halda áfram góðu samtali við greinina:

  1. Reglulegir morgunfundir verða haldnir á Teams þar sem eitt viðfangsefni verður tekið hverju sinni. Samstarfsaðilar Markaðsstofunnar munu velja viðfangsefnin og deila reynslu á fundunum. Dæmi um viðfangsefni sem áhugi er fyrir eru: Nærandi ferðaþjónusta, sögutækni á miðlum, myrkurgæði og svæðisbundin samstarfsverkefni.
  2. Málþing á árshátíð Markaðsstofunnar sem einnig nýtist sem hvati til aukinnar þátttöku í árshátíðinni.
  3. Aukin áhersla á kynningu samstarfsfyrirtækja á samfélagsmiðlum og bloggi, til dæmis í kring um sérstaka viðburði, vöruþróun og áhugaverð framtök hjá fyrirtækjunum.
  4. Kynning á ráðgjafaþjónustu Markaðsstofu Suðurlands, enda hefur hún nýst fyrirtækjum vel við vöruþróun, verkefnamótun og nýsköpun.

Markmið

Að efla samstarf Markaðsstofunnar við ferðaþjónustuna, og skapa aukið samtal á milli ferðaþjónustuaðila.

Árangursmælikvarðar

Morgunfundir hafi verið haldnir a.m.k. fjórum sinnum yfir árið. Skráning á Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands aukist á milli ára. Aðsókn í ráðgjöf aukist á milli ára.

Lokaafurð

Fjölbreytt tækifæri greinarinnar til að eiga samtal innbyrðis.