Menningarperlur Suðurlands
Menningarperlur Suðurlands: Sögur og sýnileiki
Verkefnið í hnotskurn:
Ætlunin með þessu verkefni er að auka sýnileika menningar á Suðurlandi, hvort sem um menningartengda áfangastaði er að ræða, viðburði eða óáþreifanlegan menningararf. Margir ólíkir aðilar annast miðlun þessarar menningar á fjölbreyttan hátt í dag. Markaðsstofa Suðurlands býr yfir sérþekkingu, öflugum miðlum og góðum tengingum innanlands jafnt sem utan til að vekja umtal og koma sunnlenskri menningu betur á framfæri ef fjármagn fæst til að vinna þá grunnvinnu sem verkefnið krefst. Unnið verður að þarfagreiningu og grunnkortlagningu. Haldin verður opin vinnustofa þar sem sunnlensk menning verður kortlögð og verkefnið þróað í nánu samtali við menningartengda ferðaþjónustu, stofnanir og áhugasama íbúa. Í kjölfarið verður boðið upp á fræðsluerindi um sögutækni sem áhrifaríka leið í markaðssetningu. Út frá vinnustofum verður kynningarefni hannað og útfært og því deilt á samfélagsmiðla, kort, blogg og vefi í kjölfarið skv. birtingaráætlun.
Verkefnið er Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands og unnið í samstarfi við SASS og byggðaþróunarfulltrúa á Suðurlandi.
Markmið
Markmið verkefnisins er að efla menningartengda ferðaþjónustu og stuðla að jákvæðu viðhorfi íbúa til menningar á Suðurlandi.
Árangursmælikvarðar
- Í lok árs 2024 skipar menning stærri sess á vef Markaðsstofunnar og SASS
- Birtingaáætlun hefur verið framfylgt og menning orðinn fastur liður í miðlum Markaðsstofu Suðurlands, bæði gagnvart innlendum og erlendum markhópum.
Lokaafurð
Lokaafurð verkefnisins er vel hannað kynningarefni í formi færslna á samfélagsmiðlum, vefsvæðis á south.is og í bloggfærslum. Mynda- og textabanki verður settur upp á þann hátt að MSS og SASS hafi greiðan aðgang að. Hliðarafurð verkefnisins er aukið samtal og samstarf á milli menningartengdra eininga á Suðurlandi