Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Suðurlands er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins í heild. Markaðsstofan markar stefnu fyrir ferðaþjónustu innan landshlutans í gegnum áfangastaðaáætlun ásamt því að sinna fjölþættu kynningarstarfi og ráðgjöf til fyrirtækja varðandi markaðssetningu. Markaðsstofan kemur fram fyrir hönd landshlutans á ferðasýningum og -kynningum innanlands og erlendis og með því eru kynningarmál samhæfð, gerð skilvirkari auk þess að minnka kostnað. Markaðsstofan sinnir hagsmunagæslu fyrir landshlutann þegar kemur að ferðamálum og á í góðu samstarfi við aðila innan svæðis, í öðrum landshlutum, ráðuneyti og opinberar stofnanir. Markaðsstofan vinnur einnig að því að skapa þekkingu, miðla upplýsingum og styðja við nýsköpun í ferðamálum í landshlutanum.

Lesa meira

Helstu verkefni

Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð með ferðaþjónustuna sem útgangspunkt. Í áætluninni er sett fram skýr framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi ásamt markmiðum, áherslum, áskorunum, tækifæri og aðgerðum. Áfangastaðaáætlun skapar því þá umgjörð og ramma sem svæðið leggur áherslu á í uppbyggingu og þróun áfangastaðarins Suðurlands.
Eldfjallaleiðin
Eldfjallaleiðin er leið til að skoða Suðurland og Reykjanes með áherslu á eldfjöll og umhverfi þeirra. Átta eldfjöll vísa leiðina í gegnum söguna af því hvernig þau hafa haft áhrif á land og þjóð.
Vitaleiðin
Síðastliðið ár hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus að nýrri ferðaleið við suðurströndina, Vitaleiðin, auk þess voru aðrir hagsmunaðilar á svæðinu kallaðir að borðinu við kortlagningu leiðarinnar.
Matarauður Suðurlands
Matarauður Suðurlands er matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands þar sem grunnurinn var unninn í samvinnu við Matarauð Íslands. Suðurland er auðugt að fjölbreyttu hráefni, hvort sem er af sjó eða landi og styrkir verkefnið ekki aðeins stoðir undir ferðaþjónustuna heldur einnig landbúnaðinn og sjávarútveginn.
Ráðgjöf MSS
Markaðsstofa Suðurlands er með samstarfssamning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og býður ráðgjafaþjónustu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála auk þess að aðstoða við gerð umsókna í Uppbyggingasjóð Suðurlands. Veitt er aðstoð við mótun hugmynda, gerð viðskiptaáætlana auk þess að leiðbeina um aðra styrki og sjóði.
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna
Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna er árleg ferðasýning/kaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna.

Fréttir úr starfinu

  • Hópmynd frá fundi Markaðsstofa landshlutanna á Vestfjörðum.

    Markaðsstofur landshlutanna funda á Vestfjörðum

    Markaðsstofur landshlutanna áttu sameiginlegan vinnufund dagana 12.-13.nóvember. Að þessu sinni var það Markaðsstofa Vestfjarða sem sá um skipulag fundarins.
  • Opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026

    Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026 frá klukkan 12 til 17.
  • Þórsmörk - Mýrdalsjökull - Eyrarrósir. Mynd: VolcanoTrails

    Nýr vefur Áfangastaðaáætlunar Suðurlands opnar

    Áfangastaðaáætlun hefur nú eignast sinn eigin vef og er þannig mun aðgengilegri öllum sem vilja styðja við sjálfbæra þróun áfangastaðarins Suðurlands.
  • Ný herferð Íslandsstofu

    Í gær fór ný herferð fyrir áfangastaðinn Ísland í loftið sem ber heitið The A.U.R.O.R.A.S. - The Alliance of Ultra Reliable Observers Ready for Aurora Spotting þar sem skrautlegur hópur alþjóðlegs áhugafólks hefur valið að koma til Íslands í leit að norðurljósum.