Fara í efni

Markaðsstofa Suðurlands er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins í heild. Markaðsstofan markar stefnu fyrir ferðaþjónustu innan landshlutans í gegnum áfangastaðaáætlun ásamt því að sinna fjölþættu kynningarstarfi og ráðgjöf til fyrirtækja varðandi markaðssetningu.

Lesa meira

Fréttir úr starfinu

 • Kynningarferðir í tenglsum við VestNorden

  Kynningarferðir í tenglsum við VestNorden

  Ferðasýningin VestNorden var haldin í síðustu viku og þótti hafa heppnast einstaklega vel og mikil fjöldi þátttakenda þetta árið. Í tengslum við VestNorden stóð Markaðsstofa Suðurlands fyrir tveimur ferðum um Suðurland.
 • Vestnorden 2021 á Reykjanesi

  Vestnorden 2021 á Reykjanesi

  Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ferðasýningunni VestNorden Travel Mart sem fram fór á Reykjanesi dagana 5. - 7. október.
 • Mynd af hópnum sem tók þátt í vinnustofu um Jökulsárlón

  Fulltrúar MSS þátttakendur í vinnustofum Vörðu – heildstæð nálgun í áfangastaðastjórnun

  Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands tóku í byrjun september þátt í vinnustofum á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Vinnustofurnar voru liður í undirbúningi á verkefninu Varða sem er ný nálgun á heildr…
 • Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

  Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

  Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbygginarsjóð Suðurlands 2021, seinni úthlutun.

Helstu verkefni

Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð með ferðaþjónustuna sem útgangspunkt. Í áætluninni er sett fram skýr framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi ásamt markmiðum, áherslum, áskorunum, tækifæri og aðgerðum. Áfangastaðaáætlun skapar því þá umgjörð og ramma sem svæðið leggur áherslu á í uppbyggingu og þróun áfangastaðarins Suðurlands.
Vitaleiðin
Síðastliðið ár hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus að nýrri ferðaleið við suðurströndina, Vitaleiðin, auk þess voru aðrir hagsmunaðilar á svæðinu kallaðir að borðinu við kortlagningu leiðarinnar.
Matarauður Suðurlands
Matarauður Suðurlands er matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands þar sem grunnurinn var unninn í samvinnu við Matarauð Íslands. Suðurland er auðugt að fjölbreyttu hráefni, hvort sem er af sjó eða landi og styrkir verkefnið ekki aðeins stoðir undir ferðaþjónustuna heldur einnig landbúnaðinn og sjávarútveginn.
Um Upplifðu.is
Markaðsstofur landshlutanna (MAS) settu af stað samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda fólki að skipuleggja ferðalög um landið og hvetja það til að heimsækja hina ýmsu staði og upplifa fjölbreytta afþreyingu, mat og drykk. Verkefnið er liður í að stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um landið, lengja dvöl þeirra og styðja við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta er stærsta þróunarverkefni sem MAS hefur tekið sér fyrir hendur.
Ráðgjöf MSS
Markaðsstofa Suðurlands er með samstarfssamning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og býður ráðgjafaþjónustu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála auk þess að aðstoða við gerð umsókna í Uppbyggingasjóð Suðurlands. Veitt er aðstoð við mótun hugmynda, gerð viðskiptaáætlana auk þess að leiðbeina um aðra styrki og sjóði.
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna
Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna er árleg ferðasýning/kaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna.