Víða má finna bændamarkaði, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Margir eru aðeins starfræktir á sumrin, en aðrir árið um kring. Þar er hægt að nálgast ferskt grænmeti og ber, kjöt beint frá býli og margt fleira góðgæti.
Bakland að Lágafelli
Íbúðir í friðsælu og fallegu umhverfi í hjarta Suðurlands. Við sérhæfum okkur í móttöku fatlaðs fólk og aðstandenda þeirra og vinnum stöðugt að betra a'gengi fyrir alla. Íbúðir Bakland að Lágafelli eru aðgengilegar fyrir hjólastóla. Íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og ókeypis Wi-Fi aðgangi.
Vörur í boði eru: Alikálfakjöt, broddmjólk, folaldakjöt, og lambaskrokkar.
View
Efsti-Dalur II
Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.
Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!
Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals
Hestaleigan opin maí – september.
View
Græna kannan lífrænt kaffihús
Græna kannan kaffihús/listmunabúð er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum Tröllagarði. Í Grænu könnunni má einnig finna Listmunaverslunina Völu, fallega listmuni, kerti, tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima auk fullt af spennandi vörum sem Íbúar Sólheima búa til.
Sjá má opnunartíma á forsíðu heimasíðu Sólheima. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og er vakin sérstök athygli á facebook síðu Sólheima og einnig á instagram síðu Sólheima þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni. Verið velkomin á Sólheima.
Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco
View
Aðrir (7)
Miðsker | Miðsker 1, Nesjum í Hornafirði | 781 Höfn í Hornafirði | 478-1124 |
Gistihúsið Seljavellir | Seljavellir | 781 Höfn í Hornafirði | 8598801 |
Engi | Engi, Laugarási | 801 Selfoss | 486-8913 |
Heimagisting Fossnesi | Fossnes | 801 Selfoss | 486-6079 |
Langholtskot | Langholtskot, Hrunamannahreppi | 845 Flúðir | 894-4933 |
Kaldbakur | Kaldbakur | 851 Hella | 8621957 |
Hótel Fljótshlíð | Smáratún | 861 Hvolsvöllur | 487-1416 |