Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Íslandi er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar.

Öræfaferðir
Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir. Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson. Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku. Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta. Ferðir í boði á sumrin: Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland. Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu. Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er. Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar. Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM Lengd: 2 og 1/2 tími í allt Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn). Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni. Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar. Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur. Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð. Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is
Into the Wild
Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum. Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
True Adventure
True Adventure svifvængjaflug Okkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum.  True Adventure Teymið Flugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrir fram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið.  Lengd: Ca. 1 klst. Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni. Aldurstakmark: 12 ára. Þyngd: 30 - 120 kg. Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka. Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.is Verð: 35.000 kr. + 5.000 kr. fyrir SD kort með myndum og vídjó.
Iceland Activities
Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár. Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.  Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest. Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru: Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir Brimbrettaferðir og kennsla. Gönguferðir. Hellaferðir. Jeppaferðir. Snjóþrúguferðir Starfsmannaferðir og hvataferðir Skólaferðir Zipline Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík. Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
Árnanes
Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.
Black Beach Tours
ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!   BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.   Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta. Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.   RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum. Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða   Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.   Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.   YOGA Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir. Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika. Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Heimilisfang BLACK BEACH TOURS HAFNARSKEIÐ 17 815 ÞORLÁKSHÖFN   Hafðu samband Sími: +354 556-1500 INFO@BLACKBEACHTOURS.IS WWW.BLACKBEACHTOURS.IS

Aðrir (10)

Snekkjan Ægisgarður 5G 101 Reykjavík 7797779
Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Pristine Iceland Hvaleyrarbraut 24 220 Hafnarfjörður 888-0399
Exploring Iceland Fálkastígur 2 225 Garðabær 519-1555
Glacier Guides Skaftafell 785 Öræfi 659-7000
Kayak & Puffins Fífilgata 8 900 Vestmannaeyjar 777-8159
The Island Guide Búhamar 46 900 Vestmannaeyjar 788-4001
Seabirds and Cliff Adventures Tours ehf. Illugagata 61 900 Vestmannaeyjar 8932150