Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Gerði Gistiheimili
- Gerum tilboð- Náttúruperlur- Um 15 mínútna akstur á Jökulsárlón- Sögustaðir - Persónuleg þjónusta - Jöklaferðir - Hentar einstaklingum og hópum  Gistiheimilið Gerði Suðursveit er staðsett við rætur Vatnajökuls, mitt á milli Skaftafells og Hafnar í Hornafirði.  Gerði státar af einstakri sveitamumgjörð og býður upp á náttúrufegurð á heimsmælikvarða. Opið er allt árið um kring.  Á Gerði eru 38 herbergi, eins-, tveggja-, þriggja- og fjögura manna og boðið er upp á bæði uppábúið og svefnpokapláss. Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Þráðlaust net er í aðalbyggingunni. Þá er veitingastaður og matsalur á Gerði, sameiginlegar setustofur, gestamóttaka og bar. Boðið er upp á morgunmat og kvöldmat. Áhersla er lögð á að nota hráefni úr héraði. Helstu kennileiti eru Vatnajökull og Jökulsárlón, sem er í um 13 km fjarlægð. Þá eru fjölmargar gönguleiðir á svæðinu. Stutt er í næstu hestaleigu og tæplega klukkustundar akstur á Höfn.  Fyrir þá sem vilja njóta þess að dveljast nálægt sjónum, undir stórbrotnum fjöllum með fallegu útsýni yfir Öræfajökul, heimsækja m.a. Jökulsárlón, þjóðgarðinn í Skaftafelli, og fara jafnvel í ferð upp á Vatnajökul, þá er Gerði gistiheimili góður og hagkvæmur kostur – Við höfum tekið á móti Íslendingum og erlendum ferðamönnum í um 30 ár og búum að ómetanlegri reynslu í ferðaþjónustu.  Þá vinnur Gerði gistiheimili náið með jöklafyrirtækinu Blue Iceland sem býður upp á jöklaferðir – jöklagöngur og ferðir í íshella á svæðinu kringum Breiðamerkurjökul. Gestir sem dvelja á Gerði fá afslátt hjá Blue Iceland.  Á Gerði er einnig rekið sauðfjárbú með um fimm hundruð fjár á fóðrun yfir veturinn.  Hjónin Björn og Þórey bjóða þig velkomin á Gerði.  Nánari upplýsingar má nálgast á gerdi.is, með þvi að hringja í síma 478-1905 eða senda okkur tölvupóst á info@gerdi.is .  Gerum tilboð.
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er  mörgum ógleymanleg upplifun. Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
Hali
Hali í Suðursveit er þekktur sögustaður, en þar fæddist Þórbergur Þórðarson rithöfundur (1888 - 1974). Hali er aðeins um 13 km austan Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, miðja vegu milli Hafnar í Hornafirði og Skaftafells. Um 70 km eru til Hafnar og um 73 km í Skaftafell. Á Hala er rekið gistiheimili þar sem boðið er upp á þægilega gistingu á sanngjörnu verði í 35 tveggja og þriggja manna herbergjum í tveimur húsum. Einnig eru í boði tvær 2ja herbergja lúxusíbúðir í sérhúsi. Lokað er í desember og janúar.  Þórbergssetur á Hala er menningarsetur helgað minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Þar eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar. Í Þórbergssetri er veitingahús með vínveitingaleyfi og sætum fyrir 100 manns. Veitingahúsið er opið  frá 8:00 - 21:00. Lokað er í desember og janúar nema fyrir sérpantanir Á Hala er kjörið fyrir hópa að dvelja, njóta útiveru, fræðslu og skemmtunar. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, sagan bíður við hvert fótmál. Hægt er að panta gönguferðir með leiðsögn um fjallendi Suðursveitar.
Hunkubakkar
Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði. Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar. Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli. Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.   Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón. Smellið hér til að bóka gistingu 
Hólmur ferðaþjónusta
Í gamla íbúðarhúsinu eru sex herbergi tveggja og eins manna , fyrir 10 manns Í húsinu er setustofa þar sem möguleiki er að laga kaffi og te. Yfir vetrartímann er opin eldunaraðstaða fyrir gesti í sama rými. Tvö baðherbergi eru í húsinu. Í fjósinu er 2 x þriggja og 1 xfjögra manna fjölskylduherbergi. Í fjósinu eru 2 snyrtingar. Við bjóðum einnig uppá morgunmat og kvöldmat, ásamt léttum veitingum yfir daginn í Jóni ríka veitingastaðnum okkar. Þá erum við einnig með veitingastaðinn og brugghúsið Jón Ríki.
Gistiheimilið Kvöldstjarnan
Gistiheimilið Kvöldstjarnan býður upp á heimilislega gistingu fyrir 6 manns á neðri hæðinni, með aðgangi að salerni með sturtu, fullbúnu eldhúsi, setustofu með snjallsjónvarpi og heitum potti. Íslensk samtímamyndlist prýðir veggi. Á efri hæðinni erum við með íbúð fyrir 5-6 manns, með fullbúnu eldhúsi, setustofu með snjallsjónvarpi og aðgangi að heitum potti. Íslensk samtímamyndlist prýðir marga veggi. Frábært fjallaútsýni. Á Stokkseyri er meðal annars drauga- og álfasafn, sundlaug, veiðisafn og hinn rómaði veitingastaður Fjöruborðið. Þar er einnig hægt að fara í kajakferðir og í næsta nágrenni eru nokkrar hestaleigur. Vinsamlega hafið samband í síma 896 6307 eða með því að senda tölvupóst á info@kvoldstjarnan.is
GlacierWorld
Við hjá Glacier World bjóðum uppá gistingu og heitar laugar í einstöku umhverfi. Heitu náttúrulaugarnar okkar eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er fullkomið að liggja og njóta náttúru Íslands með útsýni yfir Hoffellsjökul, skriðjökul frá Vatnajökli, og safna orku eftir langt ferðalag. Glacier World er staðsett í Hoffelli og þar bjóðum við uppá gistingu í endurgerðum húsum með útsýni fyrir Hoffellsjökul. Við bjóðum upp á tvenns konar herbergi, með sér baði og með sameiginlegu. Boðið er upp á 21 herbergi í heildina og eru 8 af þeim með sameiginlegu baði. Herbergin með sér baði eru svo í húsum sem eru gerð upp. Annað húsið er gömul hlaða sem gerð var upp 2014. Þar er að finna 8 herbergi, morgun- og kvöldverðarsal og sýningarsal. Hitt húsið er gamla fjósið í Hoffelli en það var klárað 2015. Í fjárhúsunum sem eru innangengd úr hlöðunni er morgunverðarsalur með dásamlegu útsýni. Innifalið í gistingunni er aðgangur að heitu laugunum. Einnig eru gönguleiðir sem eru stikaðar í umhverfi Hoffellsjökuls fyrir þá sem vilja. Endilega hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.
Gistiheimilið Lambastöðum
Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna.  Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði. Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum. Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu. Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu. Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying. Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.
Hálendismiðstöðin Hrauneyjar
Hálendið, nær en þú heldur.   Hálendismiðstöðin á Hrauneyjum er síðasti áningarstaður áður en haldið er inn á hálendi Íslands. Hrauneyjar er í nálægð við margar af sérstæðustu náttúruperlum landsins, þ.á.m. Landmannalaugar, Þjórsárdal, Heklu, Sprengisand, Veiðivötn og Fjallabak. Óspillt náttúran og friðsældin lætur engan ósnortinn sem þangað leitar. Hótelið er opið allt árið með 48 notaleg herbergi, kærkominn veitingastaður með heimaelduðum mat, bar, lítil verslun, veiðileyfi og eldsneyti á bílinn. 
Hestheimar
Þessi fjölskyldurekni gististaður er staðsettur á Hestheimum, í 13 km fjarlægð frá miðbæ Hellu og í 2 km fjarlægð frá hringveginum. Boðið er upp á útsýni yfir Heklu og Eyjafjallajökul, hefðbundinn íslenskan veitingastað og 1 heitan pott sem er staðsettur fyrir aftan hótelið með frábæru útsýni. Boðið er upp á ókeypis Wi-Fi-Internet hvarvetna á staðnum. Gistirými á Hestheimum eru kynnt með jarðvarma og þau eru búin myrkvagluggatjöldum. Boðið er uppá rúmgóð herbergi með sér baði og einnig mjög rúmgóð smáhýsi sem eru mismunandi, fyrir allt að 5 manns.  Veitingastaðurinn býður upp á 3ja rétta hlaðborð á kvöldin ef pantað er daginn fyrir eða um morgunin. Einnig bjóðum við upp á ríkulegan morgunverð.  Rúmgóð setustofa og pallur þar sem hægt er að njóta útiveru.  Reykjavík er í 50 mínútna akstursfjarlægð og um 20 mínútur á Selfoss. 
Hestamiðstöðin Sólvangur
Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni. Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu. 
Brú Guesthouse
Við bjóðum upp á gistingu í nýtískulegum smáhýsum fyrir 2-4 gesti í rúmum og svefnsófa. Þau eru vel útbúin með smáeldhúsi, uppábúnum rúmum, svefnsófa, baðherbergi með sturtu, nettengingu, sjónvarpi og aðstöðu til að hlaða rafmagnsbíla. Við erum staðsett á miðju suðurlandi (rétt hjá Seljalandsfossi)  Það er fátt betra en að vakna upp á fallegum morgni, fá sér morgunkaffið og horfa á hina tignarlegu fjallasýn Eyjafjallajökuls, Tindfjallajökuls, Mýrdalsjökuls og yfir til Vestmannaeyja. Það er alla vega óhætt að segja að við séum á einum heitasta stað landsins í orðsins fyllstu merkinu með fimm virkar eldstöðvar sem umkringja okkur á alla kanta. Frá okkur er stutt í allar áttir á suðurlandi hvort sem þú vilt fara í göngu á fallegum stöðum, keyra inn á hálendið, skjótast til Vestmannaeyja, fara í golf, skoða hinar fjölmörgu náttúruperlur suðurstrandarinnar eða bara fara í sund og slaka á .
Hekluhestar
Hekluhestar - Hestaferðir síðan 1981 Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 90 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið. Austvaðsholt er vel í sveit sett, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Bærinn er við hina kyrru og tæru Rangá Ytri auk þess sem frá bæjarhlaðinu sjást Hekla, Tindafjallajökull, Eyjafjallajökull og fleiri formfögur fjöll. Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca. 15 manns). Stuttir reiðtúrar Tími: Allan ársins hring Stuttir reiðtúrar frá 1 klst uppí heilan dag. Riðið er um Landsveitina meðfram Rangá með útsýni á fjöllin í kring. Hægt er að busla í nokkrum lækjum og eru ferðirnar sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig. Miðnæturreiðtúr Tími: Júní Gestir koma til okkar á sveitabæinn Austvaðsholt um kvöldið og lagt er af stað um 20:30 leytið til að sækja hestana. Gestir taka þátt í að bursta hestunum og gera þá tilbúna fyrir reiðtúrinn. Lagt er af stað þegar allt er orðið klárt. Klukkan er eflaust á milli 21:00-21:30. Riðið er af stað frá sveitabænum í átt að Rangá og riðið meðfram henni með útsýnið yfir Heklu og fjallahringinn í kring. Reiðtúrinn varir í tvo til þrjá tíma, á meðan miðnætursólin skartar sínu fegursta. Þegar heim er komið er boðið uppá heitt kakó og heimatilbúið bakkelsi. Svefnpokaplássgisting er innifalinn í gistihúsinu á bænum. Daginn eftir er boðið uppá brunch. Helgarævintýri– 3 dagar    Tími: Maí og Júní Boðið er uppá 3 daga ferðir þar sem riðið er um Landsveitina. Fyrsta daginn er riðið meðfram Rangánni að Landréttum sem er sögulegur staður. Endað á Skarði, hestar skildir eftir þar og keyrt til Austvaðsholts þar sem kvöldmatur er reiddur fram. Annan daginn er riðið í kringum Skarðsfjall og hádegismatur snæddur í stærsta manngerða Helli Íslands að Hellum. Hestar eru á beit á Hellum þangað til daginn eftir. Skellum okkur í smá ökuferð, fossar skoðaðir í nágrenninu og stuttir göngutúrar á forvitnilega staði. Komið við í sundlauginni Hellu áður en snæddur er kvöldmatur. Síðasta daginn er riðið frá Hellum að Austvaðsholti, mjúkir kindaslóðar þræddir í gegnum Stóruvallaland. Hestarnir kvaddir og kaffi og með því verður á boðstólnum þegar heim er komið. 6 og 8 daga hestaferðir Tími: Júní-Ágúst Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur að Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð.    Hægt er að bóka hér eða í síma 869-8953 Finnið okkur á Facebook hér. Fylgist með lífi okkar á instagram  
Farmer´s Guest House
Verið velkomin til Farmer‘s Guest House.  Við höfum að bjóða nýlega uppgert hús þar sem allt að 8 manns geta gist.  Einnig höfum við þrjú smáhýsi 40 fm.  Í hverju smáhýsi geta allt að 4 gestir gist.  Ljósleiðari er tengdur öllum húsum þannig að þar er frítt háhraða WIFI.  Einnig vísum við á heimasíðu okkar www.meiritunga.is til að kanna framboð og þar er einnig hægt að panta gistingu.
Hjarðarból Gistiheimili
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Héraðsskólinn Historic Guesthouse
Héraðsskólinn að Laugarvatni er staðsettur í hjarta Gullna hringsins. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring og þar geta gestir okkar notið þess að dvelja í sögulegri byggingu og notið matarins á veitingastað Héraðsskólans. Stutt er í eina fallegustu náttúru landsins sem býður upp á ótal möguleika tengdri útivist. Gott er að enda daginn á heimsókn í jarðböðin við Laugarvatn.
Hótel Vatnsholt
Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík.  Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið.  Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.
Gesthús gistiheimili
Gesthús eru staðsett á besta stað í miðjum bænum á Selfossi, rétt við íþróttavöllin og sundlaugina.  Við bjóðum smáhýsi til leigu en á staðnum eru einnig gott tjaldsvæði.  Á því er góð aðstaða og má þar nefna vatnssalerni, sturtur, eldhúsaðstaða og matsalur.
Bakland að Lágafelli
Íbúðir í friðsælu og fallegu umhverfi í hjarta Suðurlands. Við sérhæfum okkur í móttöku fatlaðs fólk og aðstandenda þeirra og vinnum stöðugt að betra a'gengi fyrir alla. Íbúðir Bakland að Lágafelli eru aðgengilegar fyrir hjólastóla. Íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og ókeypis Wi-Fi aðgangi. Vörur í boði eru: Alikálfakjöt, broddmjólk, folaldakjöt, og lambaskrokkar.
Brunnhóll
Brunnhóll er gisthús og veitingastaður sem er staðsettur á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum um 50 km austar en Jökulsárlón og 30 km vestan við Höfn í Hornafirði, aðeins 300 m frá hringveginum.  Brunnhóll er fjölskylduvænn staður og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu. Gistiheimilið er með rúm fyrir um 75 manns, í eins-, tveggja-, og þriggja manna herbergjum auk nokkurra fjölskylduherbergja.  Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Hægt er að fá bæði morgunverð og kvöldverð, auk þess léttra veitinga allan daginn. Leitast er við að bjóða upp á afurðir sem framleiddar eru á býlinu eða í næsta nágrenni.  Lögð er áhersla á að hafa ávallt heimabakað brauð á boðstólum og nýbakaðar skonsur og rabbarbarasulta eru einn af föstum liðum á morgunverðarborðinu. Sérstaklega viljum við minna á heimalagaða rjómaísinn Jöklaís, sem framleiddur er og seldur á býlinu. Víðsýnt er úr veitingasalnum.  Salurinn er tvískiptur og tekur hann um 60+ manns í sæti.  Opið er út á skjólgóða verönd þar sem hægt er að njóta stórbrotinnar náttúru og útsýnis um leið og hvers konar veitinga. Á næsta bæ, Árbæ er rekið myndarlegt kúabú.  Við leitumst við að veita gestum innsýn í daglega störf bænda og þeirra vinnuhætti ásamt fræðslu um staðhætti í nágrenninu.  Nokkrir erlendir starfsmenn vinna hjá okkur á hverju ári og verða oftast eins og partur af fjölskyldunni.  Dvöl þeirra eykur á víðsýni og auðgar menningu heimamanna. Opið er frá 1. febrúar til 31. október og um jól og áramót. 
Gistiheimilið Saga
Í Syðra-Langholti er rekið gistiheimili, tjaldsvæði og hestaleigu. Við erum staðsett á fallegum stað miðsvæðis á suðurlandi, stutt er í marga athyglisverða staði á borð við Gullfoss, Geysi og Þjórsárdalinn með Hjálparfoss og Stöng.
South Central Guesthouse
South Central Guesthouse Fallegt og heimilislegt gistiheimili í friðsælu umhverfi á Suðurlandi. Herbergjaskipan er aðallega tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði en einnig má fá fjögurra manna herbergi. Gestir hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og matsal. Húsið er rúmgott með nokkrum setustofum. Skjólsæl verönd og grill.   Tilvalið fyrir litla hópa, gistimöguleiki fyrir allt að 20 manns.   Frá gistiheimilinu er útsýni til Heklu og stutt að heimsækja margar af náttúruperlum Suðurlands.
Skálatjörn gistiheimili
Verið velkomin á gistiheimilið Skálatjörn   Upplifðu íslensku sveitina sem staðsett er á kyrrlátum og rólegum Geitabæ. Þessi bændagisting býður upp á þægilega gistingu. 6 stúdíó íbúðir allar með eldhúsi, sturtu og sjónvarpi, 3 herbergi með sameiginlegu baði í heimagistingu okkar og stóra fjölskyldu íbúð með frábæru útsýni á annari hæð gistihúsins.   Einnig er ókeypis internet, útsýni yfir frægustu eldfjöll á Íslandi, Eyjafjallajökul og Heklu. Skálatjörn er nálægt áhugaverðum stöðum Urriðarfoss 10 mín, Seljalandsfoss 45 min, Skógarfoss 60 mín, Geysir 60 mín, Gullfoss 70 mín, Kerið 25 mín, Reykjadalur 30 mín. Reykjavík 60 mín og fl og fl . Matvöruverslanir og veitingastaðir á Selfossi í aðeins 15 mín keyrslu.   Skálatjörn er fullkominn fyrir ferðalanga sem elska náttúru, dýr og róandi sveit, gestgjafar þínir, Helena og Stefan, láta öllum líða eins og heima hjá sér og að gera dvöl þína sem besta. Hittu vingjarnlegar geitur og loðna vini sem búa á bænum, það er sannarlega frábær staður til að vera í fríinu þínu. Allir okkar gestir njóta þess að hitta geiturnar okkar frítt. Náttúruunnendur munu elska þessa gistingu þar sem umhverfið er fagurt og kyrrlátt andrúmsloft, framúrskarandi dómar á netinu, sem sýnir að gestir elska að gista hjá okkur.  Einkunn gesta á booking.com er 9,4. 
Reykjadalur Guesthouse
Reykjadalur Gistiheimilið er fallegt gistiheimili, vel staðsett í Hveragerði. Gistiheimilið er aðeins innan klukkustundar aksturs frá Reykjavík. Reykjadalur Guesthouse er innan nokkurra km frá vinsælustu ferðamannastöðum á Íslandi. Gullfoss og Geysir eru um klukkutíma akstursfjarlægð og nálægt er hinn fallegi Reykjadalur sem er skemmtilegur útivistastaður fyrir alla fjölskylduna.Herbergin eru með flatskjásjónvarpi. Þú finnur ketil í herberginu. Herbergin eru með sér baðherbergi með sturtu. Við hlökkum til að sjá þig.
Lilja Guesthouse
Lilja Guesthouse er staðsett við rætur Vatnajökuls en þar er boðið upp á gistirými við þjóðveg 1. Höfn er í 28,5 km fjarlægð frá hótelinu og Jökulsárlón er í 51 km fjarlægð. Sumar gistieiningarnar eru með setusvæði, gestum til þæginda. Ókeypis WiFi er hvarvetna á gististaðnum. Á gististaðnum er sameiginleg setustofa. Gististaðurinn er með útsýni til fjalla. Vinsælt er meðal annars að fara í jöklaferðir á svæðinu. Egilsstaðir og Egilsstaðaflugvöllur eru í 205 km fjarlægð. 
Arctic Exclusive Ranch
Arctic Exclusive Ranch er býli á Suðausturlandi, vel í sveit sett til að skoða margar helstu náttúruperlur landsins. Við munum bjóða upp á meiri þjónustu og meiri gistingu á bænum þegar fram líða stundir en meðal annars er í boði að leigja bæinn fyrir allt að 8 manns í hópa.
Mjólkurstöðin
Milk Factory Guesthouse er staðsett í útjaðri Hafnar, í göngufæri frá miðbænum, veitingastöðum og annari  þjónustu. Gistiheimilið er í gömlu mjólkurstöðinni á Höfn. Boðið er uppá 11 tveggjmanna herbergi og 6 fjölskylduherbergi  ( 4.manna ) öll með sér baðherbergi. Te, kaffi og safi er í boði allan sólarhringinn í morgunverðarsal.

Aðrir (110)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Iceblue Grundarhvarf 9 203 Kópavogur 659-1000
Gamla flugfélagið Hafnarbraut 24 780 Höfn í Hornafirði 4781300
Höfn HI Hostel / Farfuglaheimili Hvannabraut 3 780 Höfn í Hornafirði 781-5431
Gistiheimilið Dyngja Hafnarbraut 1 780 Höfn í Hornafirði 896-9852
Gistiheimilið Hafnarnes Hafnarnes 780 Höfn í Hornafirði 844-6175
Höfn Inn Vesturbraut 3 780 Höfn í Hornafirði 478-1544
House On The Hill Fiskhóll 11 780 Höfn í Hornafirði 478-1234
Dima studio apartments Víkurbraut 2 780 Höfn í Hornafirði 8378700
Höfn Guesthouse Hafnarbraut 21 780 Höfn í Hornafirði 844-6038
Gistiheimilið Hvammur Ránarslóð 2 780 Höfn í Hornafirði 478-1544
Rauðaberg II Rauðaberg II 781 Höfn í Hornafirði 893-1826
Setberg gistiheimili Setberg 1 781 Höfn í Hornafirði 859-8109
Skálafell gistiheimili Suðursveit 781 Höfn í Hornafirði 478-1041
Skyrhúsið HI Hostel Hali 781 Höfn í Hornafirði 478-8989
Gistiheimilið Brekku í Lóni Lón 781 Höfn í Hornafirði 849-3589
Lækjarhús gistiheimili Borgarhöfn 781 Höfn í Hornafirði 866-6242
Nýpugarðar Nýpugarðar 781 Höfn í Hornafirði 893-1826
Viking cafe guesthouse Horni 781 Höfn í Hornafirði 478-2577
Stafafell ferðaþjónusta Lón 781 Höfn í Hornafirði 478-1717
Gistiheimilið Dynjandi Dynjandi 781 Höfn í Hornafirði 849-4159
HH Gisting Hellisholt 2 781 Höfn í Hornafirði 820-9619
Gistihúsið Seljavellir Seljavellir 781 Höfn í Hornafirði 8598801
Vesturhús Hostel Hof, Öræfum 785 Öræfi 8545585
Litla-Hof Öræfi 785 Öræfi 478-1670
Bella Apartments & Rooms Austurvegur 35 800 Selfoss 539-3551
BSG apartments Engjavegur 75 800 Selfoss 661-8642
Steinsholt ferðaþjónusta Steinsholt 2 801 Selfoss 486-6069
Geldingaholt gisting Vestra Geldingaholt 801 Selfoss 848 -911
Hestakráin sveitahótel / Land og hestar Húsatóftir 2a 801 Selfoss 486-5616
Klettar Tower Iceland Klettar 801 Selfoss 897-1731
Gistiheimilið Bitra Bitra 801 Selfoss 480-0700
Gistiheimili Sólheima Sólheimar Grímsnesi 801 Selfoss 770-7800
Hólar Hólar 801 Selfoss 893-7389
Brekkugerði Laugarás, Bláskógabyggð 801 Selfoss 7797762
Icelandic Cottages Hraunmörk Flóahreppur 801 Selfoss 898-0728
Geysir Hestar Kjóastaðir 2 801 Selfoss 847-1046
Álftröð Gistiheimili Álftröð 804 Selfoss 5666246
Ásólfsstaðir Ásólfsstaðir 1 804 Selfoss 893-8889
Úlfljótsbær Úlfljótsvatnsbær 805 Selfoss 7839531
Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni Úlfljótsvatn 805 Selfoss 482-2674
The White House Bjarkarbraut 19 806 Selfoss 660-7866
Varmi Gistihús Varmahlíð 15 810 Hveragerði 6995858
Inni - gistiíbúðir Frumskógar 3 810 Hveragerði 6602050
Black beach guesthouse Unubakki 4 815 Þorlákshöfn 556-1600
Cora´s House and Horses / Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi Bjarnastaðir 816 Ölfus 844-6967
SeaSide Cottages Eyrargata 37a 820 Eyrarbakki 898-1197
Skálavík Strandgata 5 825 Stokkseyri 781-1779
Art Hostel Hafnargata 9 825 Stokkseyri 8942910
Gistiheimilið Flúðum Grund 845 Flúðir 5659196
Efra-Sel Home Efra-Sel 845 Flúðir 661-5935
Skyggnir Bed and Breakfast Skyggnir 846 Flúðir 8439172
Hella - Riverbank Þrúðvangur 5 850 Hella 840-6768
Riverfront Boutique Lodge við Hellu Við Rangá 851 Hella 775-1333
Gistiheimilið Álfasteinn Þjóðólfshagi 25 851 Hella 772-8304
Miðhóll gestahús Miðhóll 851 Hella 898-5828
Kaldbakur Kaldbakur 851 Hella 8621957
Holtungar Grásteinsholt 851 Hella 860-0886
Loa's Nest Árbæjarvegur 271 851 Hella 894-9151
Snotra House Ásvegur 3 851 Hella 853-4600
Spói Gisting Hlíðarvegur 15 860 Hvolsvöllur 821-2744
Kennarabústaður Goðaland lóð 861 Hvolsvöllur 892-3817
Ysta-Skála Ysti-Skáli 861 Hvolsvöllur 891-8963
Guesthouse Mið-Mörk Mið-Mörk 861 Hvolsvöllur 487-5050
Fljótsdalur HI Hostel / Farfuglaheimili Fljótshlíð 861 Hvolsvöllur 693-7905
Bergþórshvoll Bergþórshvoll 2 861 Hvolsvöllur 487-7715
Syðri-Rot Syðri-Rot, Sandhólmsvegur 861 Hvolsvöllur
Lindartún Gistiheimili Lindartún 861 Hvolsvöllur 552-5060
Welcome Lambafell Lambafell 861 Hvolsvöllur 487-1212
Skíðbakki Guesthouse Skíðbakki 3 861 Hvolsvöllur 847-3880
Hótel Fljótshlíð Smáratún 861 Hvolsvöllur 487-1416
Nýlenda Nýlenda 861 Hvolsvöllur 864-6002
Vestri-Garðsauki Vestri Garðsauki 861 Hvolsvöllur 867-3440
Horizons Eystra-Seljalandi 861 Hvolsvöllur 8940044
Gistiheimilið Húsið Fljótshlíðarvegur 861 Hvolsvöllur 8923817
Welcome Edinborg Lambafell 861 Hvolsvöllur 487-1212
Rauðuskriður gisting í sveitasælunni Rauðuskriður 861 Hvolsvöllur 659-0662
Guesthouse Carina Mýrarbraut 13 870 Vík 6990961
Puffin Hótel Vik Víkurbraut 26 870 Vík 467-1212
Gistiheimilið Norður-Vík Suðurvíkurvegur 5b 870 Vík 3548672
Ársalir Austurvegur 7 870 Vík 487-1400
Guesthouse Gallerí Vík Bakkabraut 6 870 Vík 487-1231
Ferðaþjónustan Vellir Vellir 871 Vík 4871312
Grand Guesthouse Garðakot Garðakot 871 Vík 8942877
Sólheimahjáleiga Mýrdal 871 Vík 864-2919
Hvammból Guesthouse Hvammból 871 Vík 863-2595
Gistihúsin Görðum Garðar 871 Vík 487-1260
Gistiheimilið Reynir Reyni 871 Vík 894-9788
Farmhouse Lodge Skeiðflöt 871 Vík 3548670
Presthús evening sun guesthouse Presthús 2 871 Vík 7772909
The Barn Norður Foss 871 Vík 779 -166
Skammidalur Gistiheimili Skammidalur 2 871 Vík 863-4310
Giljur Gistihús Giljum 871 Vík 866-0176
Veiðihús/gistihús Seglbúðum Landbroti Seglbúðum 880 Kirkjubæjarklaustur 697-6106
Katla House Hrífunesvegur,880 Kirkjubæjarklaustur 880 Kirkjubæjarklaustur 8256157
Hörgsland Hörgsland I 880 Kirkjubæjarklaustur 8612244
Dalshöfði Giastiheimili Dalshöfði 880 Kirkjubæjarklaustur 487-4781
Flaga 2 guesthouse Flaga 2 880 Kirkjubæjarklaustur 699-4827
Klausturhof Klausturvegur 1-5 880 Kirkjubæjarklaustur 567-7600
Cabin 9 - iceland Stóratorfa 9 880 Kirkjubæjarklaustur 899-5438
Glacier view Guesthouse - Hrífunes Hrífunes 880 Kirkjubæjarklaustur 770-0123
Hrífunes Guesthouse Hrífunes 881 Kirkjubæjarklaustur 791-5544
Lækjaborgir guesthouse Kálfafell 1b 881 Kirkjubæjarklaustur 833-5500
Flaga 1 Flaga 1 881 Kirkjubæjarklaustur 698-5650
Hrífunes Nature Park Hrífunes 881 Kirkjubæjarklaustur 680 7141
Farfuglaheimilið Sunnuhóll Vestmannabraut 28 900 Vestmannaeyjar 481-2900
Gisitihúsið Hamar Herjólfsgata 4 900 Vestmannaeyjar 481-3400
Ofanleiti gistiheimili og smáhýsi Ofanleitisvegur 2 900 Vestmannaeyjar 6942288
Lava Guesthouse Bárustígur 13 900 Vestmannaeyjar 659-5400
Gistiheimilið Árný Illugagata 7 900 Vestmannaeyjar 6909998