Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Norðurljós myndast þegar rafhlaðnar agnir frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðar. Litir ljósanna velta á hæð þeirra yfir jörðinni. Í um 90-200 km hæð, örva agnirnar súrefnisatóm, en það veldur græna eða gulgræna litnum sem er algengastur. Rauð, fjólublá og blá ljós, stafa hins vegar af örvun niturs. Ljósin sjást best á heiðskírum kvöldum og nóttum í myrkri, þar sem ljósmengun er í lágmarki. Að horfa á falleg norðurljós getur verið ævintýri líkast og því eru þau nokkuð sem enginn sem heimsækir Ísland að vetrarlagi ætti að láta fram hjá sér fara. Fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á sérstakar norðurljósaferðir. Hér að neðan eru linkar á vefsíður þar sem skoða má norðurljósaspá.

Norðurljósaspá

Ferðaskrifstofur
Það getur verið gagnlegt að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum.
Ferðasali dagsferða
Þegar ferðast er um Ísland er gott að skoða þá fjölbreytni af dagsferðum sem er í boði. Sjáðu hér hvað heimamenn er að bjóða til að gera heimsókn þína sem eftirminnilegasta.
Dagsferðir
Úrval dagsferða er nánast ótæmandi og þær geta verið hentugur kostur.