Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mörg gistiheimili, einfaldari hótel, farfuglaheimili og aðilar sem reka bændagistingu, bjóða upp á svefnpokapláss, en það er ódýrara en uppábúið rúm.

Tjaldsvæðið Þakgil
Þakgil, 20 km frá Vík í Mýrdal, og svæðið í kring hefur uppá að bjóða stórbrotið landslag allt frá sléttlendi til djúpra gilja og sjálfan Mýrdalsjökul.  Í fjöllunum sem eru græn upp í topp má sjá allskonar kynjamyndir hobbita, álfa, tröll allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins.  Svæðið er tilvalið til gönguferða hvort sem er á sléttlendi í Remundargili og út að Múlakvísl eða sem er meira krefjandi t.d. uppá Mælifell og fram Barð eða upp að jöklinum og út á Rjúpnagilsbrún en þaðan er ægifagurt útsýni yfir Kötlujökulinn, Huldufjöll og undirlendi suð-austurlands.  Þaðan sést m.a. til Lómagnúps og Vatnajökuls.  Síðan er hægt að ganga eftir jöklinum í Huldufjöll en það er krefjandi og krefst sérstaks útbúnaðar og leiðsagnar. Það er skjólsælt á tjaldsvæðinu þar sem það er umkringt fjöllum.  Það er auðvelt að komast þangað þar sem það eru engar ár eða sprænur yfir að fara og er fært öllun  venjulegum bílum  og tækifæri fyrir alla að komast í fjallakyrrðina inná hálendinu. Á tjaldsvæðinu er nýtt WC og sturtuhús með úti uppvöskunaraðstöðu. 
Rjúpnavellir
Rjúpnavellir í Rangárþingi Ytra   Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn. Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring. Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu. Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum. Gisting á RjúpnavöllumGisting er í tveimur skálum sem taka samtals 44 í svefnpokaplássi. Einnig eru 3 smáhýsi sem taka 6-10 manns hvert. Frítt Wifi er á svæðinu. Aðstaða í skálum: Þar er frábær eldunaraðstaða, bekkir og borð fyrir alla. Svefnbálkar eru í sal ásamt einu sérherbergi. Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið. Einnig er aðstaða fyrir tjöld eða ferðahýsi. HestafólkFrá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, því staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því jafn góð bæði fyrir hesta og menn. GPS HNIT: N64° 2' 3.857" W19° 50' 6.233"
Volcano Huts Þórsmörk
Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.  Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is Þjónusta í Húsadal Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi. Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum. Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.  Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal. Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.  Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts. Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is   Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stkSmáhýsi - 4 pers - 8 stkSkálagisting - 34 rúmTjaldstæði 100 +
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er  mörgum ógleymanleg upplifun. Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
Hekluhestar
Hekluhestar - Hestaferðir síðan 1981 Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 90 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið. Austvaðsholt er vel í sveit sett, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Bærinn er við hina kyrru og tæru Rangá Ytri auk þess sem frá bæjarhlaðinu sjást Hekla, Tindafjallajökull, Eyjafjallajökull og fleiri formfögur fjöll. Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca. 15 manns). Stuttir reiðtúrar Tími: Allan ársins hring Stuttir reiðtúrar frá 1 klst uppí heilan dag. Riðið er um Landsveitina meðfram Rangá með útsýni á fjöllin í kring. Hægt er að busla í nokkrum lækjum og eru ferðirnar sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig. Miðnæturreiðtúr Tími: Júní Gestir koma til okkar á sveitabæinn Austvaðsholt um kvöldið og lagt er af stað um 20:30 leytið til að sækja hestana. Gestir taka þátt í að bursta hestunum og gera þá tilbúna fyrir reiðtúrinn. Lagt er af stað þegar allt er orðið klárt. Klukkan er eflaust á milli 21:00-21:30. Riðið er af stað frá sveitabænum í átt að Rangá og riðið meðfram henni með útsýnið yfir Heklu og fjallahringinn í kring. Reiðtúrinn varir í tvo til þrjá tíma, á meðan miðnætursólin skartar sínu fegursta. Þegar heim er komið er boðið uppá heitt kakó og heimatilbúið bakkelsi. Svefnpokaplássgisting er innifalinn í gistihúsinu á bænum. Daginn eftir er boðið uppá brunch. Helgarævintýri– 3 dagar    Tími: Maí og Júní Boðið er uppá 3 daga ferðir þar sem riðið er um Landsveitina. Fyrsta daginn er riðið meðfram Rangánni að Landréttum sem er sögulegur staður. Endað á Skarði, hestar skildir eftir þar og keyrt til Austvaðsholts þar sem kvöldmatur er reiddur fram. Annan daginn er riðið í kringum Skarðsfjall og hádegismatur snæddur í stærsta manngerða Helli Íslands að Hellum. Hestar eru á beit á Hellum þangað til daginn eftir. Skellum okkur í smá ökuferð, fossar skoðaðir í nágrenninu og stuttir göngutúrar á forvitnilega staði. Komið við í sundlauginni Hellu áður en snæddur er kvöldmatur. Síðasta daginn er riðið frá Hellum að Austvaðsholti, mjúkir kindaslóðar þræddir í gegnum Stóruvallaland. Hestarnir kvaddir og kaffi og með því verður á boðstólnum þegar heim er komið. 6 og 8 daga hestaferðir Tími: Júní-Ágúst Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur að Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð.    Hægt er að bóka hér eða í síma 869-8953 Finnið okkur á Facebook hér. Fylgist með lífi okkar á instagram  
Hólaskjól Hálendismiðstöð
Frá þjóðvegi eru 35 km í Hólaskjól þar sem keyrt er á F vegi, engar óbrúaðar brýr eru á leiðinni og því hægt að komast á nánast hvaða bíl sem er yfir sumartímann ef farin er syðri leiðin. Frá Hólaskjóli eru um 7 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er ekki fær nema bílum með drifi á öllum hjólum. Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata. Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum. Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum. Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra Tjaldstæði með salerni og sturtu Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó): Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo Veiðileyfi í Langasjó Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918) Hægt er að bóka hér

Aðrir (13)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði Hafnarbraut 52 780 Höfn í Hornafirði 478-1606
Stafafell ferðaþjónusta Lón 781 Höfn í Hornafirði 478-1717
Litla-Hof Öræfi 785 Öræfi 478-1670
Vesturhús Hostel Hof, Öræfum 785 Öræfi 8545585
Ferðaþjónustan Svínafelli Svínafell 785 Öræfi 8941765
Félagslundur félagsheimili Félagslundur 801 Selfoss 480-4370
Þingborg Þingborg 803 Selfoss 480-4370
Fjallaskálinn Hólaskógi Hólaskógi 1 - v/veg 32 804 Selfoss 868-5569
Árhús Rangárbakkar 6 850 Hella 4875577
Landmannahellir Landmannahelli, 851 Hella 851 Hella 893-8407
Ferðaþjónustan Stóru-Mörk 3 Stóra-Mörk III 861 Hvolsvöllur 487-8903
Hótel Fljótshlíð Smáratún 861 Hvolsvöllur 487-1416