Fyrir þá ævintýragjörnu og aðra áhugasama er köfun spennandi kostur. Ýmsir möguleikar eru í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, bæði í ferskvatni og sjó.
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.
Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.
Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.
Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.
Hellaferðir í Raufarhólshelli.
Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.
Vélsleðaferðir á Langjökli.
Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið.
View
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.
Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/
Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.
www.re.is
View
Ice Guardians Iceland
Við erum fyrirtæki sem sérhæfir sig í ævintýraferðamennsku. Fyrirtækið var stofnað af tveimur alþjóðlega reyndum leiðsögumönnum. Okkar starfsemi fer fram í okkar nánasta umhverfi, í kringum Hornafjörð.
Okkar markmið er að bjóða upp á einstaka og heillandi upplifun á stóra leikvellinum sem er Vatnajökull er. Innan við 100-200 ár munu allir aðgengilegir skriðjöklar hafa hopað að öllu leyti vegna 1-2 °C hlýnunar jarðar.
Ferðirnar okkar ganga út á fræðslu og ævintýri. Við viljum deila okkar þekkingu á jöklafræði, eldfjöllum, loftslagsbreytingum, jarðfræði og fleiru á meðan við sköpum eftirminnilega upplifun.
Bókaðu hjá okkur eða sendu okkur fyrirspurn til að byrja þitt ferðalag i kringum Vatnajökul.
View
Aðrir (7)
| HappyHorses | Skipasund 6 | 104 Reykjavík | 863-7038 |
| Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
| Arctic Advanced | Rjúpnasalir 10 | 201 Kópavogur | 777-9966 |
| Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland | Norðurvangur 44 | 220 Hafnarfjörður | 775-0725 |
| Exploring Iceland | Fálkastígur 2 | 225 Garðabær | 519-1555 |
| Perfect Iceland | Norðurvellir 6 | 230 Reykjanesbær | 821-6569 |
| IE / Icelandic Expeditions / See The Planet | Hafnarstræti | 400 Ísafjörður | 618-3027 |