Ísland státar af fjölda hella, stórum, smáum, djúpum og grunnum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á hellaskoðunarferðir en suma hella er hægt að skoða upp á eigin spýtur.
Iceguide
Iceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland.
Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.
View
Ice Guardians Iceland
Við erum fyrirtæki sem sérhæfir sig í ævintýraferðamennsku. Fyrirtækið var stofnað af tveimur alþjóðlega reyndum leiðsögumönnum. Okkar starfsemi fer fram í okkar nánasta umhverfi, í kringum Hornafjörð.
Okkar markmið er að bjóða upp á einstaka og heillandi upplifun á stóra leikvellinum sem er Vatnajökull er. Innan við 100-200 ár munu allir aðgengilegir skriðjöklar hafa hopað að öllu leyti vegna 1-2 °C hlýnunar jarðar.
Ferðirnar okkar ganga út á fræðslu og ævintýri. Við viljum deila okkar þekkingu á jöklafræði, eldfjöllum, loftslagsbreytingum, jarðfræði og fleiru á meðan við sköpum eftirminnilega upplifun.
Bókaðu hjá okkur eða sendu okkur fyrirspurn til að byrja þitt ferðalag i kringum Vatnajökul.
View
The Lava Tunnel - Raufarhólshellir
Mögnuð upplifun / Hellaferðir í Raufarhólshellir
Raufarhólshellir er einn þekktasti hraunhellir á landinu og er jafnframt sá lengsti utan Hallmundarhrauns. Hellirinn er staðsettur í þrengslunum á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og er því einstaklega aðgengilegur fyrir þá sem eru á leið um suðurland. Einungis er um 30-45 mín akstur í hellinn frá Reykjavík.
Boðið er upp á skoðunarferðir í hellinn með leiðsögumanni og tekur hver ferð u.m.þ.b klukkustund. Þessar ferðir henta vel ævintýraþyrstum einstaklingum, fjölskyldum eða hópum, stórum sem smáum. Leiðsögumaður ræðir sögu hellisins, jarðfræði hans, tenging við Hollywood og ýmislegt annað honum tengt.
Búið er að byggja upp frábæra aðstöðu á svæðinu. Lagðir hafa verið pallar og hlaðnir stígar inn í hellinum auk þess sem búið er að setja upp magnaða lýsingu sem unnið hefur til fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis. Utan dyra er búið að stækka bílaplanið (með aðkomu rútubíla í huga) og byggja þjónustuhús með astöðu fyrir móttöku gesta og fjölda vatnssalerna.
Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og nánast allstaðar er hátt til lofts inn í hellinum eða um 10 metra að jafnaði. Skipulagðar ferðir fara tæplega 400 m inn í hellinn.
Ferðirnar eru við hæfi allra sem geta gengið á ójöfnu og í snjó.
Skipulagðar ferðir á heila tímanum eru alla daga vikunnar. Opið er allt árið um kring og hægt er að panta sérstaklega ferðir utan opnunartíma – þ.m.t kvöldferðir. Hálft gjald er greitt fyrir unglinga (12 – 15 ára) og börn undir 12 ára fá frítt!
Hægt er að bóka beint hér en vinsamlega hafið samband við info@thelavatunnel.is eða í síma 760-1000 fyrir hóppantanir eða frekari upplýsingar.
View
Glacier Journey
Fjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn í Hornafirði. Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999.
Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls.
Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshella eða snjósleða, snjósleðaferðir á þessum tíma eru á Breiðamerkurjökli.
Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Hótel Smyrlabjörg, sem er 45 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er síðan ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul, annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða.
Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum, fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.
Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á info@glacierjourney.is eða skoða heimasíðuna www.glacierjourney.is .
View
Southcoast Adventure
Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár. Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar. Einning við bjóðum unná snjósleðaferðir á Eyjafjallajökli þar sem útsýnið er stórkostlegt, Buggy ferði inn í Þórsmörk hægt er að velja 1klukkustund upp í 5 klukkustund og ekki má gleyma Költu íshellir sem hafa slegið í gegn. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
View
Katlatrack
Katlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins.
View
Laugarvatn Adventure
Laugarvatn Adventure er ungt fyrirtæki sem þó býr yfir mikilli reynslu. Okkar aðalsmerki eru stuttar leiðsagðar ferðir í nágrenni Laugarvatns. Við tökum einnig á móti hópum í hópeflis- og hvataferðir sem við sníðum eftir þörfum hvers hóps fyrir sig.
Hellaskoðunarferðir, jeppaferðir, fjallaskíðaferðir og námskeið.
View
Iceland Activities
Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.
Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.
Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:
Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
Brimbrettaferðir og kennsla.
Gönguferðir.
Hellaferðir.
Jeppaferðir.
Snjóþrúguferðir
Starfsmannaferðir og hvataferðir
Skólaferðir
Zipline
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
View
Southcoast Adventure
Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.
Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.
Einning við bjóðum unná snjósleðaferðir á Eyjafjallajökli þar sem útsýnið er stórkostlegt, Buggy ferði inn í Þórsmörk hægt er að velja 1klukkustund upp í 5 klukkustund og ekki má gleyma Költu íshellir sem hafa slegið í gegn.
Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
View
Local Guide - of Vatnajökull
Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls
www.localguide.isinfo@localguide.issími: 8941317
Um:Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar.
Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga.
Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá.
Opnunartími:Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt áriðÍshellaferðir: október - aprilGönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin
Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið.
View
Atlantsflug - Flightseeing.is
Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.
Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.
Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.
Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.
Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
View
Midgard Adventure
Midgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
DagsferðirVið bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðirVið bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplönVið tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
FyrirtækjapakkarVið erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
SkólahóparVið bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
Heimasíða Midgard Adventure
Heimasíða Midgard Base Camp
Heimasíða Midgard Restaurant
Kynningarmyndbönd Midgard
Midgard Adventure á Facebook
Midgard Base Camp á Facebook
@MidgardAdventure á Instagram
@Midgard.Base.Camp á Instagram
View
Hellarnir við Hellu
Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.
Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðrum sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.
Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu.
View
Glacier Adventure
GLACIER ADVENTUREGlacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.
Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.
Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is
Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.
Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.
Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.
Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.
Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure
View
Aðrir (20)
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions | BSÍ Bus Terminal | 101 Reykjavík | 580-5400 |
Gray Line Iceland | Klettagarðar 4 | 104 Reykjavík | 540-1313 |
Arctic Adventures | Köllunarklettsvegur 2 | 104 Reykjavík | 562-7000 |
Iceland Untouched | Meistaravellir 11 | 107 Reykjavík | 696-0171 |
Aurora Luxury Iceland | Hestavað 7 | 110 Reykjavík | 850-1230 |
Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
Guðmundur Jónasson ehf. | Vesturvör 34 | 200 Kópavogur | 5205200 |
Arctic Advanced | Rjúpnasalir 10 | 201 Kópavogur | 777-9966 |
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland | Norðurvangur 44 | 220 Hafnarfjörður | 775-0725 |
Exploring Iceland | Fálkastígur 2 | 225 Garðabær | 519-1555 |
Eldfjallaferðir | Víkurbraut 2 | 240 Grindavík | 426-8822 |
Glacier Travel | Silfurbraut 21 | 780 Höfn í Hornafirði | 863-9600 |
South East ehf. | Hlíðarberg 1 | 780 Höfn í Hornafirði | 846-6313 |
Heading North | Jökulsárlón | 780 Höfn í Hornafirði | 869-0979 |
Ice Explorers | Jökulsárlón | 781 Höfn í Hornafirði | 866-3490 |
Blue Iceland Suðursveit ehf. | Reynivellir | 781 Höfn í Hornafirði | 694-1200 |
Niflheimar ehf. | Breiðabólsstaður | 781 Höfn í Hornafirði | 863-4733 |
Gistiheimilið Dynjandi | Dynjandi | 781 Höfn í Hornafirði | 849-4159 |
The Cave People | Laugarvatnshellar | 806 Selfoss | 857-2531 |
Ingos Icebreaking Tours | Ketilstaðaskóli | 871 Vík | 773-7343 |