Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða um land eru prýðilegir golfvellir, bæði smáir og stórir.

Ferðaþjónustan Úthlíð
Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan.  Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is  Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur.  Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is  Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti.  Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra. Panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.  
Golfklúbburinn Flúðir
Selsvöllur er staðsettur í nágrenni við Flúðir í Hrunamannahreppi.   Völlurinn er 18 holu golfvöllur og þægilegur í göngu. Mikil uppbygging og endurbætur hafa átt sér stað á vellinum þar sem áhersla er lögð á aðgengi, stígagerð og umhverfi.   Golfklúbburinn Flúðir (GF) er með aðstöðu í golfskálanum þar sem veitingastaðurinn Kaffi-Sel sér um veitingarekstur.   Gisting er í boði í nágrenni við völlinn, annars vegar 6 herbergja gistiheimili (Efra-Sel hostel) og hins vegar í einbýlishúsi sem leigt er út í heild sinni (Efra-Sel home). Efra-Sel home er staðsett nokkrum metrum frá 10. teig vallarins.   Tilvalið er fyrir hópa að bóka golf, gistingu og hlaðborð. Leitið tilboða hjá okkur í síma 486-6454 eða með tölvupósti á netfangið pantanir@kaffisel.is Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par: Selsvöllur 18   70
Ferðaþjónustan Hellishólum
Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Golfklúbbur Hornafjarðar
Velkomin á Silfurnesvöll. Völlurinn er níu holur og er staðsettur á Höfn í Hornafirði.

Aðrir (10)

Golfklúbbur Selfoss Selfossi 800 Selfoss 482-3335
Golfklúbbur Öndverðarness Öndverðarnes 805 Selfoss 482-3380
Golfklúbburinn Kiðjaberg Grímsnes, Árnessýsla 805 Selfoss 486-4495
Golfklúbburinn Geysir Haukadalur 806 Selfoss 790-6800
Golfklúbbur Hveragerðis Gufudalur 810 Hveragerði 483-5090
Golfklúbbur Þorlákshafnar Hafnarsandi 815 Þorlákshöfn 483-3009
Golfklúbburinn Dalbúi Miðdalur 840 Laugarvatn 8624809
Golfklúbbur Hellu Strönd 851 Hella 487-8208
Golfklúbburinn Vík Klettsvegur 870 Vík 841-1772
Golfklúbbur Vestmannaeyja Torfmýravegur 902 Vestmannaeyjar 481-2363