Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sjáðu mikilfengleg norðurljósin í ógleymanlegri kvöldferð!

 

Gravel Travel
Gravel Travel er fjölskyldurekið fyrirtæki og við sérhæfum okkur í að bjóða upp á hágæða ferðaupplifun og persónulegar ævintýraferðir um hið töfrandi landslag Íslands. Með þrjár kynslóðir Íslendinga við stjórnvölinn komum við með mikið af sérfræðiþekkingu í hverja ferð og tryggjum að hver gestur fari með djúpa og varanlega tengingu við eyjuna okkar. Allt frá spennandi dagsferðum til einkaferða og margra daga ævintýra, við sníðum hverja upplifun að þínum þörfum. Ekki missa af flaggskipsferðinni okkar í hinn einstaka íshelli Kötlu – ógleymanleg upplifun í einu af hinum einstöku náttúruundrum Íslands.
Midgard Adventure
Midgard Adventure Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar. DagsferðirVið bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise. Lengri ferðirVið bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure. Sérferðir og ferðaplönVið tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur. FyrirtækjapakkarVið erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér. SkólahóparVið bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér. Vantar þig gistingu?Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.  Áhugaverðir tenglar Heimasíða Midgard Adventure Heimasíða Midgard Base Camp Heimasíða Midgard Restaurant Kynningarmyndbönd Midgard Midgard Adventure á Facebook Midgard Base Camp á Facebook @MidgardAdventure á Instagram @Midgard.Base.Camp á Instagram  
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.  Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.  Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli. Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins. Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni. Hellaferðir í Raufarhólshelli. Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum. Vélsleðaferðir á Langjökli. Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 
Southcoast Adventure
Á Brú bjóðum við upp margskonar verðið sem henta bæði fyirir einstakling og fjösklyldur Buggy ferðir í Þórsmörk er einstök leið til að njóta íslenskrar náttúru og nær yfir nokkra fossa og malarvegaakstur. Töfrandi náttúrulegur leikvöllur næstu klukkustundirnar þar sem þú prófar farartækip þinn umkringdur ótrúlegu landslagi sem aðeins Ísland getur boðið upp á. Þessi tveggja sæta, 4×4 buggy eru fullsjálfvirk, fullskoðuð og lögleg á vegum. Þau eru líka full af frábærum öryggis- og hönnunareiginleikum, eins og veltibúrinu, öryggisbeltum og tvöföldum A-arms fjöðrun að framan. Allt þetta gerir það að verkum að bíll er jafn öruggur og þægilegur. Snjósleði á Eyjafjallajökull,Þó að suðurlandið sé vissulega stórkostlegt „að neðan“ er ekkert betra að upplifa það „að ofan“! Snjósleðaferðir á toppi Eyjafjallajökuls eru óvenjuleg upplifun og ævintýri sem ekki má missa af! Ævintýri okkar hefst þegar við hittumst öll í grunnbúðum Brú okkar skammt frá hinum goðsagnakennda Eyjafjallajökli. Þar mun við útvega þér allan þann búnað sem þú þarft og veita þér stutta öryggisupplýsingu. Þá er kominn tími til að fara á sérhönnuðum ofurjeppa að upphafsstað vélsleðaferðarinnar. Við fullkomnar aðstæður er útsýni stórfenglegt,yfir Vestmannaeyjar, alla suðurströndina alla leið að Ingólfsfjalli og jafnvel stóran hluta hálendisins! Einnig bjópum við upp jeppaferðir og ýmis sér verkefni. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535. Einnig er hægt að skoða heimasíðuna okkar https://southadventure.is/ Eftir hverju ertu að bíða komdu í ævintæyri með okkur 
Iceland Activities
Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár. Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.  Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest. Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru: Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir Brimbrettaferðir og kennsla. Gönguferðir. Hellaferðir. Jeppaferðir. Snjóþrúguferðir Starfsmannaferðir og hvataferðir Skólaferðir Zipline Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík. Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
Into the Wild
Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum. Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
Secret Iceland
Hólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Aðeins 3 tíma akstur frá Reykjavík. Hægt er að fá gistingu á hótelinu, láta dekra við sig í mat og drykk og fara í frábærar ferðir á fjórhjólum og breyttum jeppum. Umhverfið sem við ferðumst um er margbrotið, hraun, sandar, gervigígar, vatn ,fjara og hellar. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs. Við munum gera ævintýraferðina ykkar að ógleymanlegri skemmtun. Í allar fjórhjólaferðir sem fjórhjólaleigan okkar hefur í boði fer leiðsögumaður með í ferðina, kennir ykkur á hjólin og fer yfir öryggisreglur. Hólasport fer einnig í skipulagðar dagsferðir á  jeppanum okkar, sem við köllum Skessuna.  Við bjóðum  upp á ferðir í Lakagíga, þaðan sem eitt stærsta hraun rann á sögulegum tíma.  Einnig förum við í frábærar útsýnisferðir á stórum jeppum í Núpstaðaskóg eftir pöntunum. Einnig tökum við að okkur Sérferðir, hvort sem er á fjórhjólum eða jeppum en þær þarf að panta sérstaklega.  Leyfðu okkur að dekra við þig á alla lund og veittu þér og þínum ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla
Southcoast Adventure
Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár. Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar. Einning við bjóðum unná snjósleðaferðir á Eyjafjallajökli þar sem útsýnið er stórkostlegt, Buggy ferði inn í Þórsmörk hægt er að velja 1klukkustund upp í 5 klukkustund og ekki má gleyma Költu íshellir sem hafa slegið í gegn.  Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.

Aðrir (42)

Wake Up Reykjavik Klapparstígur 25 101 Reykjavík 454-0222
Nordictrails Baldursgata 36 101 Reykjavík 692-0240
Martins Omolu Framnesvegur 7 101 Reykjavík 789-2033
Fully Iceland Skólavörðustígur 41 101 Reykjavík 782-7576
Snekkjan Ægisgarður 5G 101 Reykjavík 7797779
Ober Leigubílar Smyrilshlíð 10 102 Reykjavík 785-9896
Iceland Pro Tour Hvassaleiti 9 103 Reykjavík 894-4069
Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
Enjoy Iceland Tours Stefnisvogur 6 104 Reykjavík 547-7300
Spicy Viking Iceland Langholtsvegur 147 104 Reykjavík 868-4848
Unreal Iceland Mjóahlíð 16 105 Reykjavík 848-8468
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Stefán Svavarsson Sævarland 14 108 Reykjavík 693-4726
NorthStar Travel Rauðagerði 46 108 Reykjavík 655-5792
Aurora Globe / Aurora Globe Tours Háaleitisbraut 117 108 Reykjavík 839-6912
D - Travel ehf. Kaldasel 3 109 Reykjavík 857-6084
Viking Offroad Expeditions Skriðustekkur 14 109 Reykjavík 698-1254
Aurora Luxury Iceland Hestavað 7 110 Reykjavík 850-1230
ExploraIslandia.com Vallarás 5 110 Reykjavík 781-4796
Boreal Austurberg 20 111 Reykjavík 8646489
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Icelands-best.is Veghús 31 112 Reykjavík 888-5132
Ottó the Viking Flétturimi 1 112 Reykjavík 788-3638
Way To Iceland Sjafnarbrunnur 1/201 113 Reykjavík 888-2803
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Icelandic Dream Tours Gulaþing 23A 203 Kópavogur 896-0006
BT Travel Lyngás 1 210 Garðabær 760-8000
Simply Iceland Stekkjarhvammur 33 220 Hafnarfjörður +354 497009
Pristine Iceland Hvaleyrarbraut 24 220 Hafnarfjörður 888-0399
Gummi the guide Furuás 1 221 Hafnarfjörður 692-1114
GlaciGo.com Nónhamar 6 221 Hafnarfjörður 768-2183
Exploring Iceland Fálkastígur 2 225 Garðabær 519-1555
itour.is Bjarkarholt 10 270 Mosfellsbær 855-2550
IE / Icelandic Expeditions / See The Planet Hafnarstræti 400 Ísafjörður 618-3027
Glacier Travel Silfurbraut 21 780 Höfn í Hornafirði 863-9600
East Coast Travel Hlíðartún 4 780 Höfn í Hornafirði 849-3422
Crystal Cave Tours Kirkjubraut 59 780 Höfn í Hornafirði 790-8707
GTS ehf. Fossnes C 800 Selfoss 480-1200
IceThor.is Torfholt 8 806 Selfoss 766-0123
Southcoast Adventure Austurvegur 20 870 Vík 867-3535
Pure Iceland Sléttuvegur 3 870 Vík 772-8595