Úrval dagsferða er nánast ótæmandi og þær geta verið hentugur kostur.
Zipline á Íslandi
Zipline ævintýri í Vík í MýrdalZipline ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir ævintýraþyrsta fjörkálfa. Uppliufunin samanstendur af gönguferð um Grafargil með nokkrum skemmtilegum áningarstöðum og fjórum zipplínum, 30-240 metra löngum. Á þeim er sannkölluð salíbunuferð yfir stórbrotið langslag gilsins fyrir neðan. Ferðin er leiðsögð allan tíman með stórskemmtilegum leiðsögumönnum úr þorpinu sem eru mjög vel að sér í sögu staðarins og svæðinu allt um kring.
Zipline öryggiZipline ferðin okkar er nokkuð auðveld fyrir flesta, það er gengið um kindastíga á ójöfnu landslagi á milli zipplínana sem við rennum okkur á yfir fossa og Víuránna í gilbotninum til að fá hjartað á smá hreyfingu undir öruggri handleiðslu leiðsögumannanna okkar. Línurnar okkar og allur búnaður er vottaður af óháðum evrópskum aðila og skartar CE vottun.
Zipline gædarStofnendur Zipline, stundum leiðsögumenn, hafa öll það sameiginlegt að vera miklir heimshornaflakkarar og hafa áratugi af ævintýrum undir beltinu. Samanlagt hafa þau ferðast til flestra heimshorna og stundað ævintýri eins og svifvængjaflug, köfun, ísklifur, brimbretti og kayak ásamt fleiru.
Zipline ReglurnarFerðin er um 1,5 - 2 klst. Gestirnir okkar þurfa að vera orðin 8 ára eða 30 kg. Markmið okkar er að eiga saman skemmtilega stund hvort sem það er fjölskylda, vinir eða stakir ferðalangar sem heimsækja okkur.
Lengd ferðar: ca.1,5 - 2 klst.Fatnaður: Klæðist eftir veðri, í gönguskóm og fléttið sítt hár.Lágmarks aldur: 8 áraÞyngd: 30 - 120 kg.Mæting: 10-15 mín fyrir ferð að Ránarbraut 1, bakhús.Brottfarartímar: Sjá tímasetningar og hvenær er laust á www.zipline.isVerð: 11.900kr. á mann, börn, 8 - 12 ára greiða 7.900kr. í fylgd fullorðinna. Tilboð eru auglýst á vefsíðunni.Hópar: Hægt er að aðlaga tímasetningar að hópum, vinsamlegast sendi okkur tölvupóst fyrir kjör og hópabókanir: zipline@zipline.is
View
Öræfaferðir
Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.
Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf ásamt frændfólki og nágrönnum úr sveitinni. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar.
Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan og nágrannar þeirra við að sinna ferðaþjónustunni.
Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.
Hvaða þjónusta er í boði?
Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta. Í áratugi hafa Öræfaferðir einnig boðið uppá þjónustu við skólaferðalög.+
Ferðir í boði í sumar:
Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.
Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið
Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.
Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma.
Brottfarir:
Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst
LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM
Lengd: 2 og 1/2 tími
Verð í opna brottför:
9.250 kr. fullorðnir'
2.750 kr. 8-16 ára
Frítt fyrir 7 ára og yngri
-Fjölskylduvæn ferð
-Stilltir hundar leyfðir í taumi
Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða:
Sérstakar brottfarir í júní og ágúst fyrir ljósmyndara
(Aðeins hægt að bóka einkaferðir)
Verð breytilegt eftir fjölda þátttakenda og stærri hópar fá verðtilboð
Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á www.ingólfshöfði.is
Fyrir vetrarferðir smellið hér: https://www.fromcoasttomountains.com
Fyrir Hvannadalshnúk, smellið hér: https://www.fromcoasttomountains.com/hvannadalshnukur
View
Hótel Eldhestar
Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér.
Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.
Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum.
Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.
Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista.
36 vel búin tveggja manna herbergi með baði.
Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði.
Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn.
Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða.
Morgunverður innifalinn.
Sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Útidyr á öllum herbergjum.
Frí Internet tenging á hótelinu.
Heitir pottar.
Bar og notaleg setustofa með arinn.
Veitingastaður fyrir allt að 120 manns.
Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns.
Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar)
Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
View
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.
Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.
Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.
Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.
Hellaferðir í Raufarhólshelli.
Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.
Vélsleðaferðir á Langjökli.
View
Ferðaþjónustan Úthlíð
Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi. Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan.
Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is
Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21. Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is
Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is
Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti.
Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð.
Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra.
Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.
Búnaður: Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi. Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða
Brúarfoss:Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum.
Ferðin tekur liðlega klukkustund. Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana.
Kolgrímshóll:Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta.
Ferðin tekur 1 1/2 tíma.Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana.
Kóngsvegurinn:Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð.
Ferðin tekur um 30 mín. Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.
View
Local Guide - of Vatnajökull
Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls
www.localguide.isinfo@localguide.issími: 8941317
Um:Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar.
Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga.
Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá.
Opnunartími:Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt áriðÍshellaferðir: október - aprilGönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin
Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið.
View
GeoCamp Iceland
GeoCamp Iceland er fræðslu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslutengdum verkefnum og móttöku nemenda- og kennarahópa með áherslu á jarðvísindi, náttúruvísindi, umhverfismál, orkunýtingu og loftslagsbreytingar.
GeoCamp Iceland leggur áherslu á virkt samstarf innlendra og erlendra fræðsluaðila við þróun fræðsluefnis, hönnun verkefna í náttúru Íslands fyrir nemendahópa og gerð handbóka fyrir útikennslu, með það að markmiði að efla mennta- og fræðslutengda ferðaþjónustu á Íslandi.
View
Hellarnir við Hellu
Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.
Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðrum sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.
Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu.
View
Black Beach Tours
ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!
BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.
Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið
Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta.
Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.
RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September
Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum.
Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða
Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.
Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September
Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.
YOGA
Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir.
Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika.
Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik.
Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.
Heimilisfang
BLACK BEACH TOURS
HAFNARSKEIÐ 17
815 ÞORLÁKSHÖFN
Hafðu samband
Sími: +354 556-1500
INFO@BLACKBEACHTOURS.IS
WWW.BLACKBEACHTOURS.IS
View
Norðurflug
Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.
Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.
Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 27.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is
Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.
View
The Lava Tunnel - Raufarhólshellir
Mögnuð upplifun / Hellaferðir í Raufarhólshellir
Raufarhólshellir er einn þekktasti hraunhellir á landinu og er jafnframt sá lengsti utan Hallmundarhrauns. Hellirinn er staðsettur í þrengslunum á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og er því einstaklega aðgengilegur fyrir þá sem eru á leið um suðurland. Einungis er um 30-45 mín akstur í hellinn frá Reykjavík.
Boðið er upp á skoðunarferðir í hellinn með leiðsögumanni og tekur hver ferð u.m.þ.b klukkustund. Þessar ferðir henta vel ævintýraþyrstum einstaklingum, fjölskyldum eða hópum, stórum sem smáum. Leiðsögumaður ræðir sögu hellisins, jarðfræði hans, tenging við Hollywood og ýmislegt annað honum tengt.
Búið er að byggja upp frábæra aðstöðu á svæðinu. Lagðir hafa verið pallar og hlaðnir stígar inn í hellinum auk þess sem búið er að setja upp magnaða lýsingu sem unnið hefur til fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis. Utan dyra er búið að stækka bílaplanið (með aðkomu rútubíla í huga) og byggja þjónustuhús með astöðu fyrir móttöku gesta og fjölda vatnssalerna.
Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og nánast allstaðar er hátt til lofts inn í hellinum eða um 10 metra að jafnaði. Skipulagðar ferðir fara tæplega 400 m inn í hellinn.
Ferðirnar eru við hæfi allra sem geta gengið á ójöfnu og í snjó.
Skipulagðar ferðir á heila tímanum eru alla daga vikunnar. Opið er allt árið um kring og hægt er að panta sérstaklega ferðir utan opnunartíma – þ.m.t kvöldferðir. Hálft gjald er greitt fyrir unglinga (12 – 15 ára) og börn undir 12 ára fá frítt!
Hægt er að bóka beint hér en vinsamlega hafið samband við info@thelavatunnel.is eða í síma 760-1000 fyrir hóppantanir eða frekari upplýsingar.
View
Secret Iceland
Hólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Aðeins 3 tíma akstur frá Reykjavík. Hægt er að fá gistingu á hótelinu, láta dekra við sig í mat og drykk og fara í frábærar ferðir á fjórhjólum og breyttum jeppum.
Umhverfið sem við ferðumst um er margbrotið, hraun, sandar, gervigígar, vatn ,fjara og hellar. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs. Við munum gera ævintýraferðina ykkar að ógleymanlegri skemmtun.
Í allar fjórhjólaferðir sem fjórhjólaleigan okkar hefur í boði fer leiðsögumaður með í ferðina, kennir ykkur á hjólin og fer yfir öryggisreglur. Hólasport fer einnig í skipulagðar dagsferðir á jeppanum okkar, sem við köllum Skessuna. Við bjóðum upp á ferðir í Lakagíga, þaðan sem eitt stærsta hraun rann á sögulegum tíma. Einnig förum við í frábærar útsýnisferðir á stórum jeppum í Núpstaðaskóg eftir pöntunum. Einnig tökum við að okkur Sérferðir, hvort sem er á fjórhjólum eða jeppum en þær þarf að panta sérstaklega.
Leyfðu okkur að dekra við þig á alla lund og veittu þér og þínum ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla
View
Selfoss Town Tours
Selfoss Town Tours er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki staðsett á Selfossi. Við sérhæfum okkur í sögu- og matargönguferðum um bæinn okkar með leiðsögumanni. Við komum við á skemmtilegum stöðum og smökkum gómsætan mat á nokkrum af veitingastöðum bæjarins. Markmið ferðarinnar er að fólk skemmti sér vel, borði góðan íslenskan mat úr héraði og fái að skyggnast inn í merka sögu Selfoss í leiðinni.
View
Ís og Ævintýri / Jöklajeppar
Í meira en 20 ár hafa Ís og ævintýri ehf boðið uppá spennandi snjósleðaferðir á Vatnajökul.
Farið er alla daga frá mars til október frá Vagnsstöðum, keyrt er á sér útbúnum fjallajeppum á vegi F985 áleiðist að Vatnajökli, á leiðinni gefst gestum okkar færi á að skoða kunnuglegt landslag sem birst hefur í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum. Má þar nefna Batman Begins, The Secret Life of Walter Mitty, Tomb Raider: Lara Croft, Amazing Race og Game of Thrones.
Daglegar brottfarir frá Vagnsstöðum kl. 9.30 og 14.00
Ferðin er 3 klst. Þar af 1 klst á jöklinum sjálfum.
Innifalið er snjógalli, stígvél, hjálmur, vettlingar og lambhúshetta
Til þess að keyra snjósleða þarf bílpróf, farþegar á sleðum þurfa ekki að hafa bílpróf.
Hægt er að bóka á heimasíðunni www.glacierjeeps.is eða í síma 478-1000
View
Into the Wild
Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.
Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
View
Glacier Adventure
GLACIER ADVENTUREGlacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.
Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.
Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is
Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.
Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.
Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.
Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.
Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure
View
Laugarvatn Adventure
Laugarvatn Adventure er ungt fyrirtæki sem þó býr yfir mikilli reynslu. Okkar aðalsmerki eru stuttar leiðsagðar ferðir í nágrenni Laugarvatns. Við tökum einnig á móti hópum í hópeflis- og hvataferðir sem við sníðum eftir þörfum hvers hóps fyrir sig.
Hellaskoðunarferðir, jeppaferðir, fjallaskíðaferðir og námskeið.
View
Icelandic Mountain Guides
Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Arcanum bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.
Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.
Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.
Ferðaúrval:
Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 8 ára.
Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).
Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.
Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.
Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.
Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.
Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.
Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.
Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.
View
ORKA TIL FRAMTÍÐAR
Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar er staðsett á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Sýningin samanstendur af fjölbreyttum og fræðandi sýningaratriðum sem veita gestum innsýn í heim raforkunnar og hvernig raforkan er framleidd með því að beisla krafta náttúrunnar.
Líttu við í Ljósafosstöð og upplifðu af eigin raun orkuna sem býr í öllum hlutum.
Opið alla daga yfir sumartímann kl. 10:00-17:00 og frítt inn á sýninguna.
View
Midgard Adventure
Midgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
DagsferðirVið bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðirVið bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplönVið tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
FyrirtækjapakkarVið erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
SkólahóparVið bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
Heimasíða Midgard Adventure
Heimasíða Midgard Base Camp
Heimasíða Midgard Restaurant
Kynningarmyndbönd Midgard
Midgard Adventure á Facebook
Midgard Base Camp á Facebook
@MidgardAdventure á Instagram
@Midgard.Base.Camp á Instagram
View
Arctic Rafting
Við hjá Arctic Rafting höfum siglt með fjölda fólks niður Hvítá með höfuðstöðvar okkar að Drumboddsstöðum / Drumbó frá árinu 1985. Flúðasiglingarnar í Hvítá hafa verið vinsæl afþreying meðal landsmanna, en áin er í senn ævintýraleg og vinaleg. Hún lofar alltaf góðu fjöri en fátt er skemmtilegra eða meira hressandi en að sigla niður flúðirnar yfir sumartímann í góðum hópi og fíling!
Ferðin hefst frá Drumboddsstöðum, þar sem allir þátttakendur fá búnað sem gerir þeim kleift að takast á við ána. Þaðan keyrum við stutta vegalengd alveg að árbakka Hvítár þar sem fjörið hefst. Fyrsta flúðin er rétt handan við hornið og í kjölfarið koma flúðirnar í bunu. Ferðin spannar sjö kílómetra í gegnum skemmtilegar öldur sem leiða okkur niður falleg gljúfur. Við fyllumst undrunar er við fljótum í gegnum hina margrómuðu og fallegu Brúarhlöð. Á þeim stað, ef aðstæður leyfa, höfum við boðið þeim sem vilja að stökkva fram af klettinum í ískalda jökulsánna. Eftir hasarinn er tilvalið að ylja sér í saununni og heitu pottunum og jafnvel njóta í leiðinni veiganna sem í boði eru á veitingastaðnum okkar og bar.
Siglingin hentar flestum aldurshópum og ekki er gerð krafa um fyrri siglingareynslu. Ferðin er fyrir alla sem vilja upplifa ævintýri, sem lætur okkur oftar en ekki brosa út að eyrum!
Ekki er eftir neinu að bíða, grípið í árina og skellum okkur útí jökulvatnsskvetturnar. Allir í bátana!
View
Árnanes
Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.
View
Arctic Exclusive Luxury Travel Solutions
Arctic Exclusive er fjölskyldu fyrirtæki sem býður upp á sérsniðnar ferðir um Ísland ásamt því að bjóða upp á gistingu á fjölskyldu bænum okkar nálægt Kirkjubæjarklaustri. Við sérhæfum okkur í ferðum sem settar eru saman fyrir hvern og einn viðskiptavin ásamt því að vinna með öðrum íslenskum ferðaskrifstofum.
View
Höfn – Staðarleiðsögn
Upplifðu núið
Fræðandi upplifun í anda yndisævintýramennsku og núvitundar í fiskibænum Höfn.
Komdu með í nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu í stórbrotinni og friðsælli náttúru svæðisins. Höfn Staðarleiðsögn býður upp á ferðir þar sem þú færð tækifæri og tíma til að tengja við það samfélag og menningu sem heimsótt er. Þetta er tækifæri til að upplifa núið í útivist og hægja á í erli hins daglega lífs.
Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast sögu, menningu og jarðfræði Hafnar og nágrennis. Sérsniðnar göngur um fjalllendi eða fjörur suðausturlands eru einnig í boði. Þú getur líka valið þér jóga- og núvitundargöngur eða kayakferð í Hornafirðinum. Í öllum ferðum með Höfn staðarleiðsögn kynnist þú matarmenningu svæðisins í einhverri mynd.
Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - Staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.
View
Mountaineers of Iceland
Mountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum.
Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss.
Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf .
Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900
View
Iceguide
Iceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland.
Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.
View
South Center
Verið velkomin í South Center - í hjarta miðbæjar Selfoss! Við erum upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn. Hvort sem þú ert að leita að rjúkandi kaffibolla, ert með brennandi spurningar um svæðið eða ert að spá í að bóka ógleymanlega ferð um Suðurland, þá erum við hér til að leiðbeina þér.
View
Dyrhólaey Riding Tours
Til leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.
View
Megazipline Iceland
Mega Zipline er lengsta og hraðasta sviflína á Íslandi og þótt víðar væri leitað.
Línan er staðsett í Kömbunum við Hveragerði og fylgir Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal. Línurnar eru í raun tvær og liggja samhliða svo tveir geta tekið flugið í einu.
Gilið er lítt þekkt náttúruperla sem skartar fallegum fossum og stórbrotnu útsýni. Móttaka er við kaffihúsið í Reykjadal (inn að Hveragerði) og í boði eru tvær mismunandi leiðir; Frjáls eins og fuglinn eða Fljótur eins og fálkinn. Mega Zipline Ísland er frábær fjölskylduskemmtun og órjúfanlegur hluti af ferðalagi um Suðurland.
View
Local Travel, South Iceland
Local Travel er dagsferða- og viðburðafyrirtæki sem sérhæfir sig í afþreyingu og náttúruupplifun í sínu nærumhverfi.
Fyrirtækið er rekið af hjónunum Möggu og Adda sem ákváðu að söðla um og flytja úr stórborginni í Landsveitina. Magga er söngkona, ferðamálafræðingur, viðburðastjórnandi og náttúruunnandi. Hún er þekkt fyrir að vera þúsundþjalasmiður með reynslu og áhuga á menningu og skapandi greinum. Addi er mikið náttúrubarn sem hefur áralanga reynslu af leiðsögn. Árbakkinn er þó hans uppáhaldsstaður en hann hefur verið ástríðufullur veiðimaður frá barnæsku. Bakgrunnur hans og reynsla liggur í sölu, markaðs og þjónustustjórnun fyrirtækja.
Við tökum að okkur skipulagningu á viðburðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga- gönguferðir, hópefli, vinnufundi, ráðstefnur& brúðkaup. Við bjóðum upp á persónulega þjónustu og klæðskerasníðum ferðir og viðburði að óskum viðskiptavina og mælum með gistimöguleikum sem henta hverjum og einum.
View
Secret Local Adventures ehf.
Secret local adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og er staðsett um 5 km. fyrir utan Flúðir. Fyrirtækið er í eigu vinanna Guðmanns (Manna) og Hjálms (Hjalla) sem sjá einnig um að leiðsegja flúðasiglingaferðum okkar.
Við hjá Secret local adventures bjóðum upp á flúðasiglingaferðir (river rafting) niður Hvítá sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að upplifa magnaða náttúru sem ekki er hægt að sjá nema á báti og lofum alltaf miklu fjöri. Við ferðumst alltaf í litlum og persónulegum hópum og sérsníðum ferðina að þínum hóp. Hvort sem það sé fjölskylduferð, gæsa/steggja hópur, vinahópar eða skólahópar, höfum við alltaf gaman. Bæði er hægt að fara í ferð yfir daginn en nú bjóðum við einnig upp á miðnæturferðir þar sem hægt er að njóta íslensku sumarnóttanna á einstakan hátt!
Secret local adventures er eitt af mjög fáum vatnasports-fyrirtækjum í heiminum sem fer allar sínar ferðir í þurrgöllum. Þeir virka þannig að ekkert vatn á að komast inn fyrir gallann sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar komast 90% þurrir uppúr ánni. Einnig halda gallarnir vel hita svo að kuldi skemmi ekki fyrir öllu fjörinu!
Við erum staðsett í hjarta uppsveita Árnessýslu, við enda gullna hringsins og stutt er í alla þjónustu, svo sem veitingastaði, náttúrulaugar og margt fleira skemmtilegt!
Hægt er aðfinna nánari upplýsingar um aar okkar ferðir, búnað og verð á heimasíðu okkar secretlocal.is. Endilega hafðu samband með því að hringja beint í okkur í síma899-0772 (Manni) eða 865-3511 (Hjalli) eða senda tölvupóst á netfangið
secretlocal@secretlocal.is.
Hlökkum til að eiga frábæran dag í Hvítá með þér!
View
Mr.Iceland
Hestaævintýri og matur með Víkingi
Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.
Hlökkum til að sjá þig!
View
Atlantsflug - flightseeing.is
Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.
Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.
Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.
Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.
Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
View
Vorsabær 2
HestaferðirÍ Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum.
Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.
Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma.
Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn.
Sveitalíf / Heimsókn á bæinnHægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld.
Orlofshús til útleigu á bænumHúsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.
View
Glacier Journey
Fjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn í Hornafirði. Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999.
Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls.
Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshella eða snjósleða, snjósleðaferðir á þessum tíma eru á Breiðamerkurjökli.
Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Hótel Smyrlabjörg, sem er 45 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er síðan ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul, annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða.
Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum, fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.
Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á info@glacierjourney.is eða skoða heimasíðuna www.glacierjourney.is .
View
Ribsafari
Ógleymanleg skemmtun í Vestmannaeyjum. Ribsafari býður upp á snilldar siglingar þar sem við þeysumst um á harðbotna slöngubátum (tuðrum) og njótum þess að sjá náttúruna í kringum eyjarnar fögru. Við stoppum inn á milli og segjum frá áhugaverðum og skemmtilegum staðreyndum og förum inn í sjávarhella sem einungis tuðrur komast inn í.
Þetta er skemmtilegar ferðir fyrir alla aldurshópa en lágmarksaldur er 6 ára.
Þú getur valið um að fara í klukkustundar eða tveggja tíma siglingu þar sem við förum alla leið út í úteyjarnar og jafnvel út í Súlnasker sem er magnaðasta eyjan í Vestmannaeyjum.
View
Southcoast Adventure
Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.
Upphafsstaður fyrir ferðir er við Tjaldsvæðið við Gljúfrabúa (sjá kort) - Vegur 249
Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.
Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
View
Icelandic HorseWorld
Icelandic HorseWorld - Skeiðvellir er hestabúgarður þar sem hægt er komast í náinn kynni við íslenska hestinn, skella sér á hestbak og fræðast um sögu hans á lifandi og skemmtilegan hátt.
Skeiðvellir er stórt hrossaræktarbú sem býður uppá fjölbreytta afþreyingu. Fræðandi heimsókn í hesthúsið, kaffihús, teymingar fyrir krakka og hestaferðir allt árið, bæði fyrir vana og óvana knapa. Einnig er hægt að panta gistingu fyrir allt að 10 manns í 3 húsum. Staður sem býður uppá skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
Opið alla daga frá 09:00 - 18:00
View
True Adventure
True Adventure svifvængjaflugOkkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum.
True Adventure TeymiðFlugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrirfram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið.
Lengd: ca. 1 klst.Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni.Aldurstakmark: 12 ára.Þyngd: 30 - 120 kg.Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka.Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.isVerð: ISK 35.000kr. per person.
View
Iceland Activities
Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.
Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.
Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:
Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
Brimbrettaferðir og kennsla.
Gönguferðir.
Hellaferðir.
Jeppaferðir.
Snjóþrúguferðir
Starfsmannaferðir og hvataferðir
Skólaferðir
Zipline
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
View
Guide to Iceland
Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.
Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021.
View
Jökulsárlón
Hjólabátur
Við bjóðum upp á skemmtilegar bátsferðir um Jökulsárlón á einum af fjórum hjólabátunum okkar. Meðan á skoðunarferðinni stendur er siglt á milli risavaxinna ísjaka í fallegu síbreytilegu landslagi, Hjólabáturinn er tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Ef heppnin er með ykkur, gætuð þið séð seli.
Um borð í bátnum er leiðsögumaður sem segir frá sögu Jökulsárlóns, hvernig lónið varð til og ýmsar tölulegar staðreyndir um lónið.
Ferðin tekur 30 – 40 mínútur og þurfa gestir sem eiga nú þegar bókað að innrita sig í miðasölunni um 20 mínútum fyrir brottför. Mæta þarf við bátinn 5 mínútum fyrir brottför. Gestir fá björgunarvesti um borð í bátnum en ekki annan hlífðarfatnað. Bátarnir eru opnir og því er mikilvægt að klæða sig eftir veðri.
Ferðin er róleg og hentar því öllum aldri og eru engin aldurstakmörk í hjólabátferðinni
Zodiac ferðir
Á Zodiac bátunum ( RIB gúmmibátar) komumst við yfir stórt svæði á Jökulsárlón og komust nær ísjökunum en við getum á hjólabátunum.
Við förum nánast alla leið upp að Jöklinum ef aðstæður leyfa( Eins nálægt og öruggt er). Zodiac ferðin tekur um 1 klukkustund, mæta þarf 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla.
Þú munt upplifa einstaka fegurð Jökulsárlón í mikilli nánd við lónið. Ferðin er á persónulegu nótunum þar sem okkar frábæru skipstjórar spjalla við ykkur og útskýra leyndardóma Jökulsárlóns.
Ferðin er útsýnisferð þrátt fyrir að bátarnir fari hratt hluta ferðarinnar. Aldurstakmark í Zodiac ferðirnar er 10 ára börn þurfa að hafa náð 130 cm hæð að lágmarki.
View
Icebike adventures
Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér.
Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf. Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni. Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200.
View
Hótel Grímsborgir
Hótel Grímsborgir er glæsilegt vottað fimm stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Hótelið býður upp á gistingu í 68 superior herbergjum, 7 svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum.
Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins. Hótelið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir ýmiss konar funda- og viðburðarhöld og er aðeins í 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík
Veitingahúsið Grimsborgir Restaurant tekur 170 manns í sæti. Kjörinn staður til að halda upp á afmælið, brúðkaupsveislu, ættarmót og ýmiskonar mannfagnaði.
Hringið í síma 555 7878 eða sendið okkur e-mail info@grimsborgir.com og fáið nánari upplýsingar um verð og aðstöðuna hjá okkur.
View
Katlatrack
Katlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins.
View
Sleipnir Glacier Tours Iceland
Sleipnir Tours Iceland býður upp á ógleymanlegar jökla- og íshellaferðir á næst stærsta jökli Íslands - Langjökli. Stærstu jökla trukkar í heimi munu fara með þig í öruggustu og þægilegustu ferð um íslenska hálendið.
Teymið okkar mun bjóða upp á stórkostlegt ævintýri. Markmið okkar er að bjóða möguleika fyrir alla að upplifa náttúrufegurð íslenskra jökla á sem öruggastan og þægilegan hátt.
Stórbrotinn ferð með Sleipnir Tours IcelandVið höfum reynslu að taka á móti bæði litlum og stórum hópum, einstaklings- eða hóp bókunum, stöðluðum eða sérsniðnum ferðum. Við erum sveigjanleg í að veita persónulega þjónustu fyrir hvern hóp til að fara fram úr væntingum viðskiptavina okkar og vera stöðugt að bæta okkur eftir endurgjöf kúnna.
Öruggasta leiðin til að upplifa hið glæsilega náttúrulandslag.Sleipnir er eina farartækið á Íslandi sem keyrir upp hálendislandslag Langjökuls - næststærsta jökuls landsins.Við förum reglulega í skoðunar leiðangra til að tryggja öryggi allra farþega okkar meðan á leiðangrinum stendur.
Teymið okkar með yfir 30 ára reynslu.Í teyminu okkar eru sérfræðingar með brennandi áhuga á Íslandi. Við leiðbeinum og fræðum viðskiptavini okkar í ferðinni til að gæta hinsta öryggis. Þegar fólk er komið um borð hittir þú fróða leiðsögumenn okkar sem munu afhjúpa nokkur af okkar íslensku leyndarmálum.
Lúxus og þægilegasti ferðamátinn.Sérsmíðaðir jöklatrukkar Sleipnis veita hámarks þægindi og öryggi jafnvel í erfiðum veðurskilyrðum.
Sveigjanlegur til að mæta kröfuhörðustu væntingum.Teymið okkar er alltaf tilbúið til að komast á móts við sérstökum beiðnum. Undanfarin ár höfum við unnið með nokkrum fyrirtækjum í ferða- og kvikmyndabransanum.
View
Aðrir (116)
Icelandic Events Management and Travel Advisor | 565-5800 | ||
TourDesk | Lækjartorg 5 | 101 Reykjavík | 5534321 |
AE86 | Barónsstígur 27 | 101 Reykjavík | 659-8550 |
Volcano Air ehf. | 101 Reykjavík | 863-0590 | |
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions | BSÍ Bus Terminal | 101 Reykjavík | 580-5400 |
Óskar Haraldsson | Rafræn þjónusta / Web service | 101 Reykjavík | 892-0301 |
Snekkjan | Ægisgarður 5G | 101 Reykjavík | 7797779 |
DIVE.IS | Hólmaslóð 2 | 101 Reykjavík | 578-6200 |
Asgard ehf. | Dugguvogur 42 | 104 Reykjavík | 779-6000 |
Gray Line Iceland | Klettagarðar 4 | 104 Reykjavík | 540-1313 |
A little trip to Iceland slf. | Súðarvogur 36 | 104 Reykjavík | 899-6626 |
FLÓKI TOURS | Flókagata 1 | 105 Reykjavík | 853-7575 |
Iceland Unlimited ehf. | Borgartún 27 | 105 Reykjavík | 415-0600 |
Þín leið | 105 Reykjavík | 899-8588 | |
Unreal Iceland | Mjóahlíð 16 | 105 Reykjavík | 848-8468 |
Iceland Untouched | Meistaravellir 11 | 107 Reykjavík | 696-0171 |
Ice Tourism | Síðumúli 29 | 108 Reykjavík | 5888900 |
Gnarly Adventures / Ice Pick Journeys / Icelands Hardest / Ice Climbing Iceland | Hlíðargerði 25 | 108 Reykjavík | 767-0841 |
Hey Iceland | Síðumúli 2 | 108 Reykjavík | 570-2700 |
D - Travel ehf. | Kaldasel 3 | 109 Reykjavík | 857-6084 |
Kristjáns Tours - Kristján Haraldsson | Jakasel 9 | 109 Reykjavík | 894-1107 |
WeTravel | Tangabryggja 12a | 110 Reykjavík | 779-5787 |
TREX - Hópferðamiðstöðin | Hestháls 10 | 110 Reykjavík | 587-6000 |
Boreal | Austurberg 20 | 111 Reykjavík | 8646489 |
Tours in Iceland | Fýlshólar 9 | 111 Reykjavík | 788-5618 |
Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
FishIceland.com | Lundur 11, íbúð 503 | 200 Kópavogur | 899-4247 |
Guðmundur Jónasson ehf. | Vesturvör 34 | 200 Kópavogur | 5205200 |
Iceland Driver | Holtagerði 78 | 200 Kópavogur | 898-3999 |
Sjónarspil á Íslandi ehf. | Lundur 8 | 200 Kópavogur | 566-6557 |
Season Tours | Fífuhjalli 19 | 200 Kópavogur | 8634592 |
Arctic Exposure | Skemmuvegur 12 (blá gata) | 200 Kópavogur | 617-4550 |
Arctic Advanced | Rjúpnasalir 10 | 201 Kópavogur | 777-9966 |
My Iceland Guide | Dalvegur 18 | 201 Kópavogur | 696-1196 |
Adventure Patrol sf. | Flesjakór 13 | 203 Kópavogur | 666-4700 |
Cool Travel Iceland | Tröllakór 20 | 203 Kópavogur | 5172665 |
Iceblue | Grundarhvarf 9 | 203 Kópavogur | 659-1000 |
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland | Norðurvangur 44 | 220 Hafnarfjörður | 775-0725 |
Exploring Iceland | Fálkastígur 2 | 225 Garðabær | 519-1555 |
Eldfjallaferðir | Víkurbraut 2 | 240 Grindavík | 426-8822 |
Private Hire Iceland | Vallarás 5 | 260 Reykjanesbær | 539-3990 |
BackyardIceland | Njarðarbraut 3 | 260 Reykjanesbær | 421-6353 |
Dogsledding Iceland | Þingvallasvæðið, Mosfellsbær | 271 Mosfellsbær | 8636733 |
South East ehf. | Hlíðarberg 1 | 780 Höfn í Hornafirði | 846-6313 |
Glacier Travel | Silfurbraut 21 | 780 Höfn í Hornafirði | 863-9600 |
Glacier Trips ehf. | Álaugarvegur 2 | 780 Höfn í Hornafirði | 779-2919 |
Frozen Giants | Hólabraut 10 | 780 Höfn í Hornafirði | 693-5953 |
East Coast Travel | Hlíðartún 4 | 780 Höfn í Hornafirði | 849-3422 |
Local Icelander ehf. | Álaugarvegi 2 | 780 Höfn í Hornafirði | 867-7325 |
Marina Travel ehf. | Hólabraut 20 | 780 Höfn í Hornafirði | 857-8726 |
Vatnajökull Travel | Bugðuleira 3 | 780 Höfn í Hornafirði | 894-1616 |
Gistiheimilið Dynjandi | Dynjandi | 781 Höfn í Hornafirði | 849-4159 |
Adventure Point | Hæðagarður 18 | 781 Höfn í Hornafirði | 899-2248 |
Hornhestar | Horn 1 | 781 Höfn í Hornafirði | 868-4042 |
Niflheimar ehf. | Breiðabólsstaður | 781 Höfn í Hornafirði | 863-4733 |
Blue Iceland Suðursveit ehf. | Reynivellir | 781 Höfn í Hornafirði | 694-1200 |
Ice Explorers | Jökulsárlón | 781 Höfn í Hornafirði | 866-3490 |
Glacier and Volcano expeditions | Malarás | 785 Öræfi | 777-4815 |
Öræfahestar ehf. | Svínafell 3, Sel 2 | 785 Öræfi | 847-0037 |
Icefall | Skaftafell | 785 Öræfi | 6166794 |
Glacier Guides | Skaftafell | 785 Öræfi | 659-7000 |
Fjallsárlón | Fjallsárlón | 785 Öræfi | 666-8006 |
GTIce ehf. | Lágengi 26 | 800 Selfoss | 534-4446 |
Travel North | Sunnuvegur 5 | 800 Selfoss | 776-8707 |
Tryadventure Travel | Fífumói 3 | 800 Selfoss | 616-2466 |
GeoAdventures Island | Austurmýri 5 | 800 Selfoss | 781-3520 |
Maverick Pavilion ehf. | Ástjörn 7 | 800 Selfoss | 697-9280 |
GTS ehf. | Fossnes C | 800 Selfoss | 480-1200 |
Arctic Trail Tours | Víðivellir 1 | 800 Selfoss | 860-7110 |
Nskt destination | Tryggvagata 13 | 800 Selfoss | 898-6463 |
Katla Adventure ehf. | Knarrarholt | 801 Selfoss | 823-6119 |
Núpsverk ehf. | Stóri-Núpur | 801 Selfoss | 848-1618 |
Geysir Hestar | Kjóastaðir 2 | 801 Selfoss | 848-0969 |
Siggaferðir | Hamarskot | 801 Selfoss | 772-6010 |
Between the Rivers | Norðurbraut 33 | 801 Selfoss | 822-3345 |
Kristján Einir Traustason | Einiholt 2 | 801 Selfoss | 898-7972 |
Hestakráin sveitahótel / Land og hestar | Húsatóftir 2a | 801 Selfoss | 486-5616 |
Iceland South Coast Travel | Lambastaðir | 801 Selfoss | 777-0705 |
Iceland A-Z Travel | Hoftún 2 | 801 Selfoss | 888-8050 |
SPS-ferðir ehf. | Stekkholt land 1 | 803 Selfoss | 856-5255 |
Minibus.is / Guided tours | Önundarholt | 803 Selfoss | 7813000 |
Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ | Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi | 804 Selfoss | 866-7420 |
Vesturkot - hrossarækt og hestaferðir | Vesturkot | 804 Selfoss | 846-1575 |
ION Adventure Hotel | Nesjavellir | 805 Selfoss | 578-3720 |
Ferðaþjónusta Skjótur | Kjóastöðum | 806 Selfoss | 8451566 |
IceThor.is | Torfholt 8 | 806 Selfoss | 766-0123 |
Upplýsingamiðstöð Suðurlands (Landshlutamiðstöð) | Sunnumörk 2-4 | 810 Hveragerði | 483-4601 |
Landferðir ehf. | Lyngheiði 10 | 810 Hveragerði | 647-4755 |
L.F.C Island ehf. | Egilsbraut 4 | 815 Þorlákshöfn | 690-1111 |
Cora´s House and Horses / Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi | Bjarnastaðir | 816 Ölfus | 844-6967 |
Mountain Excursion / Víkurhús slf - | Lindarbæ | 816 Ölfus | 897-7737 |
Buggy Iceland | Skíðaskálinn Hveradölum | 816 Ölfus | 849-0511 |
Bakkahestar | Stekkjarvað 5 | 820 Eyrarbakki | 823-2205 |
Erlingur Gíslason / Toptours | Þrúðvangur 36a | 850 Hella | 487-5530 |
Buggy X-Treme ehf. | Fossalda 1 | 850 Hella | 772-9922 |
Hella horses | Hesthúsavegur 4 | 850 Hella | 888-8777 |
MudShark | Freyvangur 22 | 850 Hella | 6911849 |
Þjóðólfshagi ehf. | Þjóðólfshagi 1 | 851 Hella | 898-3038 |
FG Private Tours | Dufþaksbraut 7a | 860 Hvolsvöllur | 774-2339 |
Seljaland TAXI | Eystra Seljaland | 861 Hvolsvöllur | 894-1595 |
Outdoor Activity | Skálakot | 861 Hvolsvöllur | 782-1460 |
Hestaleigan Ytri-Skógum | Ytri-Skógar 3 | 861 Hvolsvöllur | 487-8832 |
Óbyggðaferðir ehf. | Lambalækur | 861 Hvolsvöllur | 6612503 |
Guðrún Inga Sveinsdóttir | Skógar Fosstún | 861 Hvolsvöllur | 846-0781 |
Vík Horse Adventure ( Makki ehf. ) | Smiðjuvegur 6 | 870 Vík | 787-9605 |
Vivid Iceland | Ytri-Sólheimar | 871 Vík | 768-1847 |
Ingi Már Björnsson | Suður-Foss | 871 Vík | 894-9422 |
Labbað og rabbað með frænda | Farmehouse Lodge, Skeiðflöt | 871 Vík | 699-2682 |
Ingos Icebreaking Tours | Ketilstaðaskóli | 871 Vík | 7737343 |
EagleRock tours | Arnardrangur | 881 Kirkjubæjarklaustur | 848-2157 |
Odin Travel | Brekastíg 7A | 900 Vestmannaeyjar | 8624885 |
Seabirds and Cliff Adventures Tours ehf. | Illugagata 61 | 900 Vestmannaeyjar | 8932150 |
SSH ehf. - Einsi kaldi | Vestmannabraut 28 | 900 Vestmannaeyjar | 777-0521 |
Kayak & Puffins | Fífilgata 8 | 900 Vestmannaeyjar | 777-8159 |
EyjaTours | Básaskersbryggja | 900 Vestmannaeyjar | 852-6939 |
Lyngfell hestaleiga - Ása Birgisdóttir | Lyngfell | 900 Vestmannaeyjar | 898-1809 |