Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Local Guide - of Vatnajökull

- Dagsferðir

Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls

www.localguide.is
info@localguide.is
sími: 8941317

Um:
Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar.

Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga.

Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá. 

Opnunartími:
Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt árið
Íshellaferðir: október - april
Gönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin

Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið. 

Local Guide - of Vatnajökull

Local Guide - of Vatnajökull

Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls www.localguide.isinfo@localguide.issími: 8941317 Um:Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðaustur
Öræfaferðir

Öræfaferðir

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar
Fosshótel Jökulsárlón

Fosshótel Jökulsárlón

Stórkostlegt umhverfi og mikil náttúrufegurð Fosshotel Jökulsárlón er staðsett á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls. Hnappavellir eru á milli Skaftafe

Aðrir (2)

Glacier Guides Skaftafell 785 Öræfi 659-7000
Litla-Hof Öræfi 785 Öræfi 478-1670