Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Matarauður Kötlu jarðvangs og Vestmannaeyja

Katla jarðvangur (Katla UNESCO Global Geopark) einkennist af sérstæðu náttúrufari, eldvirkni í bland við jöklaumhverfi, fossa, fjölbreyttar bergmyndanir og jarðminjar með mikilvægi á heimsvísu. Þrjú sveitarfélög mynda jarðvanginn, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Vilja þau líta á svæðið sem eina heild þannig að gestir fái að upplifa menningu, sögu, jarðfræði og samfélagið á svæðinu í heild sinni.

Vestmannaeyjar samanstanda af 15 eyjum auk 30 dranga og einkennast einnig af eldvirkni, stórbrotinni sögu um eldgos í byggð og fjölskrúðugu fuglalífi. Ferðaþjónustan hefur aukist mikið undanfarin ár sem hefur skilað sé í aukinni gistingu, betri, fleiri og fjölbreyttari veitingastöðum sem bjóða upp á mat úr héraði.

Á svæði Kötlu jarðvangs og Vestmannaeyja er hefð fyrir landbúnað ýmiskonar, kornrækt, ræktun rótargrænmetis og sjávarútvegur sem dæmi. Helstu sérkenni svæðisins er nýting á fugli og eggjatínsla.