Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um allt land er fjöldinn allur af sundlaugum, stórum og smáum og þær eru allar upphitaðar. Flestar eru útilaugar en þó er ein og ein innilaug. Íslenskar sundlaugar eru opnar allan ársins hring og eru gríðarlega vinsælar jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum.

Sundlaugin Laugalandi
Sundlaugin að Laugalandi er 8x16 m. Við sundlaugina eru tveir heitir pottar og rennibraut.  Opnunartímar eru á vefsíðu. 
Sundlaugin Höfn
Sundlaugin á Höfn samanstendur af 25 x 8,5 m. sundlaug, vaðlaug, tveimur heitum pottum (annar þeirra er nuddpottur), saunabaði, þremur rennibrautum mishröðum og háum. Sundlaugin er í klasa íþróttamannvirkjanna á Höfn og í næsta nágrenni við tjaldstæðið og aðra almenna þjónustu. Sund, vatn og vellíðan er kjörorð sundlaugarinnar.
Sundlaugin Hvolsvelli
Sjá opnunartíma á vefsíðu.
Íþróttamiðstöðin í Reykholti
Íþróttamiðstöðin í Reykholti samanstendur af sundlaug með rennibraut, tveim heitum pottum og köldu keri, íþróttahúsi og líkamsræktarstöð. Opnunartímar sumar: Mánudaga-föstudaga: 12-20 Laugardaga-sunnudaga: 12-18   Opnunartímar vetur: Mánudaga og miðvikudaga: 14:00 - 20:00Þriðjudaga og Fimmtudaga: 14:00 - 22:00Föstudaga: 13:00 - 17:00Laugardaga: 10:00 - 18:00Sunnudagar: Lokað
Sundlaugin Árnesi
Íþróttamiðstöðin Borg
Afgreiðslutími Sumar: 1. júní - 24. ágústVirka daga: 10:00 - 22:00 Helgar: 10:00 - 19:00 Vetur: 25. ágúst - 1. júníMánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga: 14:00 - 22:00Föstudaga: LokaðLaugardaga og sunnudaga: 11:00 - 18:00
Sundlaugin Stokkseyri
Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni. Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, kajak og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.  Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.  Afgreiðslutími-Sumaropnun:       1. júní -   miðjan ágúst mán - fös     13:00- 21:00 laug - sun     10:00- 17:00 - Vetraropnun: miðjan ágúst - 31. maí   mán -fös 16:30- 20:30 lau - sun   10:00- 15:00 Verð:Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2023Gildir frá 1.janúar 2023 Fullorðnir (18 - 66 ára): Stakt skipti 1250 kr. 10 skipta kort 4.900 kr. 30 skipta kort 9.700 kr. Árskort 35.000 kr.  Börn (10 - 17 ára): Stakt skipti börn 180 kr.* 10 skipta barnakort 1.400 kr. 30 skipta barnakort 3.800 kr. *Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort  Öryrkjar og eldri borgarar: 67 ára og eldri búsettir í Sv. Árborg 0 kr. 67 ára og eldri búsettir utan Árborgar 220 kr. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti  Leiga: Leiga sundfata 950 kr. Leiga handklæða 950 kr. Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1900 kr. 
Sundlaugin Flúðum
Sundlaugin Kirkjubæjarklaustri
Eina sundlaugin með útsýni á foss úr heita pottinum ! Íþróttamiðstöðin á Kirkjubæjarklaustri er í miðju þorpsins þar sem einnig er Kirkjubæjarskóli á Síðu. Í Íþróttamiðstöðinni er sundlaug með heitum potti og vaðlaug, tækjasalur og íþróttasalur. Íþróttasalurinn er til útleigu. Vinsamlegast hafið samband í síma 487 4656. Opnunartímar og gjaldskrá á klaustur.is 
Sundlaugin í Vík
Sundhöllin Selfossi
Sundhöll Selfoss er staðsett í miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verslun og þjónustu. Við sundlaugina er næg bílastæði allt í kring fyrir gesti. Í Sundhöll Selfoss er barna- og 18 metra innilaug, 25 metra útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, vaðlaug, vatnsgufa, sauna og heitir og kaldir pottar. Fjórir búningsklefar eru við sundhöllina, tveir inniklefar og tveir útiklefar, sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða í inni- og útiklefum. Ný viðbygging var opnuð sumarið 2015 sem gjörbylti allri aðstöðu við Sundhöllina en bætt var við barnalaug inni, nýrri afgreiðslu og stærri búningsklefum. Heilsuræktarstöðin World Class hefur aðstöðu á efri hæð Sundhallarinnar en sameiginleg afgreiðsla er fyrir hana og sundlaugina. Sundhöll Selfoss er ein af stærstu sundlaugum á Suðurlandi en árlega koma um 200 þúsund gestir í laugina.   Opnunartímar: - Sumar (1. júní til 14. ágúst): Virka daga frá 06:30 til 21:30 Helgar frá 09:00 til 19:00 - Vetur (15. ágúst til 31. maí):Virka daga frá 06:30 til 21:30Helgar frá 09:00 til 18:00 Verð:Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2023Gildir frá 1.janúar 2023  Fullorðnir (18 - 66 ára):Stakt skipti 1.250 kr.10 skipta kort 4.900 kr.30 skipta kort 9.700 kr.Árskort 35.000 kr.  Börn (10 - 17 ára):Stakt skipti börn 180 kr.*10 skipta barnakort 1.400 kr.30 skipta barnakort 3.800 kr.*Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort  Öryrkjar og eldri borgarar:67 ára og eldri 220 kr.Eldri borgarar búsettir í Sveitarfélaginu Árborg fá ókeypis aðgangÖryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti  Leiga:Leiga sundfata 950 kr.Leiga handklæða 950 kr.Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1.900 kr. 
Sundlaugin Hellu
Sundlaugin á Hellu er 25 x 11 metrar og er lögleg sem keppnislaug. Við laugina eru 5 heitir pottar; 1 nuddpottur, 2 heitir pottar og 2 vaðlaugar. Við laugina eru einnig 3 rennibrautir; 2 stórar og 1 lítil. Eimbað er við laugina. Sundlaugin er sambyggð við íþróttahúsið og myndar skemmtilega heild fyrir margvíslegar íþróttagreinar.
Laugarvatn Fontana
Laugarvatn Fontana er frábær staður til að stoppa við á, á ferðalaginu um landið, og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði. Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun í hinni einstöku GUFU sem er beint yfir náttúrulegum gufuhverum sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur beint við Laugarvatn og þú upplifir einstaka fjallasýn á meðan þú endurnærist á þessum heilsuvæna stað. Opnunartími: Alla daga : 10:00 – 21:00 Verðskrá:Fullorðnir (17+) 4990 kr.Unglingar (10-16) 2990 kr.Börn (0-9) frítt með fullorðnumEldri borgarar 2990 kr.Öryrkjar 2990 kr. Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar. Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni. Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og reyktum silungi. Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa.  Verð 2.990 kr. á mann.Frítt fyrir 12 ára og yngri. Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur. Við erum á facebookVið erum á instagram
Sundlaugin á Laugarvatni
Sundlauginn á Laugarvatni er 25 metra löng með þremur heitum pottum, köldu kari og gufubaði.  Sumaropnun:Mánudaga – fimmtudaga: 10:00 – 21:00Föstudaga – sunnudaga:  10:00 – 18:00 Vetraropnun:Mánudaga – fimmtudag: 14:00 – 21:00Föstudaga:  14:00 – 18:00Laugardaga: 13:00 – 18:00 Sunnudaga:  13:00 – 18:00 Til að finna okkur á Facebook, smellið hér .
Sundlaugin Brautarholti

Aðrir (5)

Sundlaugin Hveragerði Laugaskarði 810 Hveragerði 483-4113
Sundlaugin Laugaskarði Laugaskarð 810 Hveragerði 483-4113
Sundlaugin Þorlákshöfn Hafnarberg 41 815 Þorlákshöfn 480-3890
Gamla laugin - Secret Lagoon Hvammsvegur 845 Flúðir 8533033
Sundlaugin Vestmannaeyjum v/Brimhólabraut 900 Vestmannaeyjar 488-2400