Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hornafjörður

Miklar jökultungur setja svip sinn á svæðið og er fágætt að finna jökla svo nálægt byggðalagi. Hér má finna hreindýrahjarðir, sérstaklega á veturna og snemma á vorin, þá halda þær sig helst á láglendinu.

Þetta er eitt vatnsmesta svæði landsins, bæði vegna úrkomu og vegna bráðnunar frá Vatnajökli. Making it pure, fresh and sustainable.

Höfn er þekkt fyrir humarinn sinn en þar má einnig finna grænmeti ræktað í héraði, framleiddur sveitaís og kjötvörur.

Í Austur Skaftafellssýslu hefur hert lúra eða koli verið vinsæl. Kolinn er þurrkaður, settur á eldvél og bakaður báðum megin. Næst var honum nuddað milli handanna og settur undir kalt vatn og borinn á borð. Þótti herramannsmatur.