Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fyrir fjölskyldufólk eru húsdýragarðar skemmtilegur valkostur. Annar valkostur er að heimsækja bóndbæ sem býður gestum að fylgjast með dýrunum á bænum og jafnvel gefa þeim og klappa. Slíkar heimsóknir eru ekki síst vinsælar hjá yngstu kynslóðinni.  

Friðheimar
Matarupplifun Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi!  Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum.  Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar  Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsiðEinnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar!  Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana.  Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu.  Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 
Vorsabær 2
HestaferðirÍ Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum. Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni. Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma. Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn. Sveitalíf / Heimsókn á bæinnHægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld. Orlofshús til útleigu á bænumHúsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.
Skálatjörn | Heimsækja íslensku geitina
Við höfum tekið á móti gestum að skoða Geiturnar okkar núna í 3 ár og erum með mikla reynslu með hæstu einkunn inn á airbnb sem er 5, hægt er að lesa usagnir þar.  Best er að panta í gegnum airbnb undir vist icelandic goat. Ath Geitaskoðun er alla dag á sumrin kl 17.30 og eftir þörfum á veturnar. Skoða nánar   Það sem er gert í geitaskoðun, við förum inn á tún til þeirra og inn í geitahús ef slæmt er veður fræðumst um sögu íslenskra geita hvernig þær voru fluttar til Íslands og hvernig þær voru notaðar. Einnig er gaman að klappa þeim gefa hey og hjálpa mér við vinnuna ef fólk vill. Gaman er líka að taka selfie með geit eða kiðling. Skoðun getur tekið frá 45 mín til 60 mín. Þessi upplifun er kjörin fyrir börn þar sem geiturnar eru allar góðar og hægt er að treysta þeim. Íslenska geitin er tegund í útrýmingarhættu og við erum ein af bændunum sem vinna að því að vernda og viðhalda geitastofninum á Íslandi. Talið er að geitfé hafi fyrst borist til Íslands með landnámsmönnum og hafi verið hér án innblöndunar í um 1100 ár. Ekki er mikið vitað um stöðu íslenska geitfjárstofnsins fyrstu árhundruð Íslandsbyggðar, enda lítið fjallað um geitfé í rituðum heimildum. Þó er minnst á geitfé í fornbókmenntum til dæmis í Snorra-Eddu, Ljósvetningasögu og Landnámu. Í Snorra-Eddu er sagt frá því að þrumuguðinn Þór átti tvo hafra þá Tanngrisnir og Tanngnjóstur sem drógu vagninn hans. Þar segir einnig frá geitinni Heiðrúnu en úr spenum hennar rann mjöður mikill sem bardagamenn Valhallar drukku af góðri lyst. Örnefni dregin af geitum eru algeng um landið eins og til dæmis Geitafell, Geitasandur, Hafursá, Kiðafell og Kiðjaberg. Fornleifafræðilegar greiningar á dýrabeinum sýna að á 9. og 10. öld voru geitur á flestum bæjum en þeim fór fækkandi eftir það. Við upphaf 13. aldar voru geitur orðnar sjaldgæfar en á móti fjölgaði sauðfé. Í dag finnast geitur í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum og er geitfjáreign afar dreifð. Geitastofninn telst vera í útrýmingarhættu en í árslok 2016 taldi stofninn 1188 vetrarfóðraðar geitur í 104 hjörðum (tekið af vefsíðu geit.is).
SEA LIFE Trust Beluga Whale Sanctuary

Aðrir (3)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Dýragarðurinn Slakka Laugarás 801 Selfoss 868-7626
Sveitagarðurinn Stóri-Háls 801 Selfoss 898-1599