Sem samstarfsfyrirtæki ert þú hluti af öflugu tengslaneti ferðaþjónustunnar með aukinn sýnileika, aðgang að sérfræðiþekkingu og þátttökurétt í ýmsum verkefnum og viðburðum Markaðsstofunnar. Við bjóðum fyrirtæki sem starfa á Suðurlandi í beinum eða óbeinum tengslum við ferðaþjónustu, velkomin í hópinn.
Hver er ávinningurinn?
Aukinn sýnileiki
- Sér svæði um þitt fyrirtæki á south.is
- Samstarf á samfélagsmiðlum
- Miðlun á nýjungum í fréttabréfum innanlands og erlendis
Sterkt tengslanet
- Þátttökuréttur á Mannamótum
- Aðgangur að morgunfundum, málþingum og árshátíð
- Tækifæri til að kynnast öðrum samstarfsaðilum og styrkja tengsl
Viðskiptatækifæri
- Aðgangur að tengiliðalista ferðaheildsala
- Þátttaka í FAM-ferðum, fjölmiðlaferðum og áhrifavaldaverkefnum
- Sérkjör á auglýsingum og kynningum Markaðsstofunnar
Fræðsla og stuðningur
- Markaðsgreiningar og rannsóknir
- Upplýsingar um frá ráðstefnum og kynningum
- Ráðgjöf og stuðningur frá starfsfólki Markaðsstofunnar