Um Markaðsstofu Suðurlands
Markaðsstofa Suðurlands vinnur að því að styrkja ímynd og samkeppnishæfni Suðurlands sem áfangastaðar. Við leiðum samstarf ríkis, sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi, og sinnum markaðssetningu, upplýsingamiðlun og þróunarverkefnum sem styðja við ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Helstu hlutverk okkar:
- Markaðssetning áfangastaðarins Suðurlands innanlands og á erlendum mörkuðum
- Samræming kynningarmála og ímyndarsköpun fyrir Suðurland
- Sérhæfður stuðningur við sveitarfélög og fyrirtæki er varðar ferðaþjónustu
- Greining og miðlun upplýsinga til hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar


