Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna er árleg ferðasýning/kaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamóti gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá.

Markaðsstofur landshlutanna sjá um að senda út rafrænboðskort auk þess sem viðburðurinn er vel auglýstur á Facebook. Við hvetjum samstarfsfyrirtæki okkar til að taka þátt í viðburðinum og deila viðburðinum á sínum samfélagsmiðlum.

Sýnendur
Athugið að aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofa landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Vægt þátttökugjald er fyrir sýnendur. 

Gestir
Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Við biðjum þó þá sem ætla að koma sem gestir að skrá sig svo hægt sé að áætla fjöldann.

Nánar upplýsingar er hægt að finna hér