Húðflúrferðamennska ryður sér til rúms á Suðurlandi
Stundum skilur upplifun eftir sig spor. Og á Suðurlandi hefur ein menningarupplifun einmitt gert það — á óvæntan og ógleymanlegan hátt.
Þrír erlendir gestir upplifðu nýlega Víkingaveisluna hjá Caves of Hella og Hótel Rangá í einum af fornu manngerðu hellunum á Hellu. Veislurnar eru haldnar við kertaljós og um leið gestirnir gæða sér á dýrindis réttum úr staðbundnu hráefni eru þeir leiddir í gegnum sögu svæðisins í tíma og rúmi. Upplifunin varð ansi mögnuð og talaði hún beint til þeirra- dýpra en nokkur bjóst við.