Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðablogg

Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverki geimfara sem ber saman kosti þess að ferðast til Íslands og fer…

Ísland er betri áfangastaður en geimurinn

Íslandsstofa hefur sett af stað nýja herferð - Mission: Iceland. Herferðin er hluti af markaðsaðgerðum Ísland – saman í sókn. Í herferðinni eru tilvonandi geimferðamenn hvattir til að spara pening og heimsækja Ísland frekar. Um er að ræða markaðs- og kynningarverkefni fyrir áfangastaðinn Ísland á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu.

Sumar afþreying

Uppbygging við Þingvelli

Þingvellir hafa á þessu ári náð að vinna ýmis verkefni sem bæta aðstöðu gesta þjóðgarðsins. Þar ber helst að nefna nýjan útsýnispall í austurhluta þjóðgarðsins við Hrafnagjá og nýr búðastígur í hjarta þinghelgarinnar.
Matarauður Suðurlands

Matarkort Suðurlands

Matarauður Suðurlands er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að síðasta árið með styrk frá Matarauði Íslands. Verkefnið fólst í því að kortleggja Matarauð Suðurlands í sambandi við matarhefðir, veitingastaði sem eru starfandi í landshlutanum og þá matvælaframleiðslu sem er á Suðurlandi.

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

Markaðsstofur landshlutanna hafa ýtt úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.

Frozen II innblásin af sunnlenskri náttúru

Nýjasta teiknimynd Disney, Frozen 2, var heimsfrumsýnd 22. nóvember síðastliðinn. Teiknimyndin er innblásin af sunnlenskri náttúru.