Ferðablogg

Uppbygging við Þingvelli
Þingvellir hafa á þessu ári náð að vinna ýmis verkefni sem bæta aðstöðu gesta þjóðgarðsins. Þar ber helst að nefna nýjan útsýnispall í austurhluta þjóðgarðsins við Hrafnagjá og nýr búðastígur í hjarta þinghelgarinnar.

Matarkort Suðurlands
Matarauður Suðurlands er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að síðasta árið með styrk frá Matarauði Íslands. Verkefnið fólst í því að kortleggja Matarauð Suðurlands í sambandi við matarhefðir, veitingastaði sem eru starfandi í landshlutanum og þá matvælaframleiðslu sem er á Suðurlandi.