Það getur verið gagnlegt að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum.
Exploring Iceland
Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í rútu- og gönguferðum fyrir hópa.
Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.
View
Guide to Iceland
Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.
Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021.
View
Víking Ferðir
Viking Tours er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á hina ýmsu afþreygingarmöguleika í Vestmannaeyjum.
Viking Tours býður upp á einkaferðir um eyjuna í lúxus bílum, rútuferðir fyrir hópa, göngur um hraunið og fjallgöngur upp á Eldfell með leiðsögn. Eingöngu heimamenn sjá um leiðsögn hjá Viking Tours. Í ferðunum okkar er farið yfir sögu Vestmannaeyja, jarðfræði, samfélagið og sérstaklega er fjallað um Heimaeyjargosið á persónulegum nótum. Leiðsögumenn Viking Tours segja dramatískar og fyndnar sögur úr gosinu ásamt eigin upplifunum eða upplifunum fjölskyldumeðlima.
Viking Tours býður einnig upp á samsettar ferðir með hinum ýmsu samstarfsaðilum í Vestmannaeyjum. Helst má nefna dagsferðir þar sem dagurinn er skipulagður fyrir hópa og það eina sem þarf að gera er að mæta á eyjuna fögru. Haldið er vel utan um hópana frá komu til brottfarar. Í samsettu ferðunum okkar er til dæmis farið í bátsferðir, rútuferðir, göngur, út að borða, farið á söfn og jafnvel er kíkt í bjórkynningu eða matarupplifanir. Allt eftir áhuga og þörfum hvers hóps.
Viking Tours skipuleggur einnig helgarferðir, starfsmanna- og/eða skemmtiferðir til Vestmannaeyja. Í þeim ferðum má einnig finna, auk þess sem áður hefur verið talið, þjóðhátíðarstemningu í hvítu tjaldi, króar-partý, árshátíðir og fleira fjör.
Við mælum með að fólk kynni sér heimasíðuna okkar https://vikingferdir.is/ og mæti svo hress með besta hópnum sínum í skemmtilega dagskrá í Eyjum.
View
2Go Iceland Travel
Um 2Go Iceland Travel
Ferðaskrifstofa staðsett í Reykjanesbæ með fullt starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Okkar helsta markmið er að kynna og sýna einstaka íslenska náttúru og menningu fyrir ferðamönnum í einkaferðum, litlum hópaferðum og lengri ferðum um landið. Skipuleggjum einnig sérferðir fyrir litla hópa sem vilja fara ótroðnar slóðir.
Við höfum einnig mikla reynslu í skipulagningu lúxusferða og hvataferða þar sem áhersla er lögð á að vinna hlutina öðruvísi. Ísland er einstakt land bæði þegar kemur að náttúrufegurð og menningu. Við viljum að heimurinn kynnist okkar landi og þjóð með því að koma í heimsókn hingað. Það hvetur okkur áfram að gera allar okkar ferðir einstakar.
View
Hestamiðstöðin Sólvangur
Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni.
Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu.
View
Midgard Adventure
Midgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
DagsferðirVið bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðirVið bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplönVið tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
FyrirtækjapakkarVið erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
SkólahóparVið bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
Heimasíða Midgard Adventure
Heimasíða Midgard Base Camp
Heimasíða Midgard Restaurant
Kynningarmyndbönd Midgard
Midgard Adventure á Facebook
Midgard Base Camp á Facebook
@MidgardAdventure á Instagram
@Midgard.Base.Camp á Instagram
View
Fosshótel Núpar
Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur, svo sem Lakagíga, Systrastapa, Dverghamra, Lómagnúp, Núpsstað, Skaftafell og Jökulsárlón.
Á hótelinu er að finna veitingahús sem býður upp á magnað útsýni yfir hraunbreiðurnar. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti.
Herbergi: Single / Double / Twin / Triple / Aðgengi fyrir hreyfihamlaðaFjöldi: 99 herbergi
Á Fosshótel Núpum bjóðum við upp á falleg og stílhrein herbergi með öllum þeim þægindum sem fylgja 3 stjörnu hóteli. Að auki fylgir öllum herbergjum lítill sólpallur sem veitir þér aðgengi að stórbrotinni náttúru í kringum hótelið og er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta morgun- eða kvöldsólarinnar.
Hluti af Íslandshótelum.
View
Nordic Green Travel ehf.
Nordic Green Travel er íslensk ferðaskrifstofa sem hjálpar þér að ferðast á ábyrgari og sjálfbærari máta. Við sérhæfum okkur í að skapa einstakar ferðaupplifanir á Íslandi fyrir okkar gesti.
Okkar markmið er að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamennska getur haft og vera leiðandi afl í því að færa ferðaþjónustuna til sjálfbærari framtíðar. Allar ferðir seldar hjá okkur verða kolefnisjafnaðar í gegnum skógræktarsjóðinn okkar (www.plantatreeiniceland.is). F
yrir frekari upplýsingar um okkur og til að skoða ferðir okkar um Ísland, vinsamlegast heimsækið bókunarsíðuna okkar www.nordicgreentravel.is.
View
Mountaineers of Iceland
Mountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum.
Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss.
Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf .
Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900
View
Fosshótel Jökulsárlón
Stórkostlegt umhverfi og mikil náttúrufegurð
Fosshotel Jökulsárlón er staðsett á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands en þar er eitt vinsælasta göngusvæði landsins. Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta.
Herbergjategundir:Economy standard, standard, deluxe, triple, family deluxe, suite og executive suite með svölum og prívat heitum potti
125 herbergi
Veitingastaður og bar
Ókeypis þráðlaust net
Ókeypis bílastæði
Morgunmatur opinn 7:30 – 09:30, pantaður af lista við komu
Kvöldverðarþjónusta á la carte 18:00 – 22:00 alla daga
Bar matseðill frá 12:00 – 22:00 alla daga
Barinn er opinn frá 12:00 – 00:00 alla daga
Þvottaþjónusta gegn gjaldi
Þurrgufa opin frá 07:00 – 12:00 og 15:00 – 00:00 alla daga
Þurrgufa innifalin í herbergjaverði
Móttakan er opin allan sólahringinn
Happy alla daga 16:00 – 18:00
Hluti af Íslandshótelum.
View
Hótel Eldhestar
Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér.
Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.
Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum.
Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.
Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista.
36 vel búin tveggja manna herbergi með baði.
Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði.
Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn.
Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða.
Morgunverður innifalinn.
Sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Útidyr á öllum herbergjum.
Frí Internet tenging á hótelinu.
Heitir pottar.
Bar og notaleg setustofa með arinn.
Veitingastaður fyrir allt að 120 manns.
Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns.
Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar)
Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
View
Hekluhestar
Hekluhestar - Hestaferðir síðan 1981
Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 90 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið. Austvaðsholt er vel í sveit sett, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Bærinn er við hina kyrru og tæru Rangá Ytri auk þess sem frá bæjarhlaðinu sjást Hekla, Tindafjallajökull, Eyjafjallajökull og fleiri formfögur fjöll.
Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca. 15 manns).
Stuttir reiðtúrar Tími: Allan ársins hring
Stuttir reiðtúrar frá 1 klst uppí heilan dag. Riðið er um Landsveitina meðfram Rangá með útsýni á fjöllin í kring. Hægt er að busla í nokkrum lækjum og eru ferðirnar sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig.
Miðnæturreiðtúr Tími: Júní
Gestir koma til okkar á sveitabæinn Austvaðsholt um kvöldið og lagt er af stað um 20:30 leytið til að sækja hestana. Gestir taka þátt í að bursta hestunum og gera þá tilbúna fyrir reiðtúrinn. Lagt er af stað þegar allt er orðið klárt. Klukkan er eflaust á milli 21:00-21:30. Riðið er af stað frá sveitabænum í átt að Rangá og riðið meðfram henni með útsýnið yfir Heklu og fjallahringinn í kring. Reiðtúrinn varir í tvo til þrjá tíma, á meðan miðnætursólin skartar sínu fegursta. Þegar heim er komið er boðið uppá heitt kakó og heimatilbúið bakkelsi. Svefnpokaplássgisting er innifalinn í gistihúsinu á bænum. Daginn eftir er boðið uppá brunch.
Helgarævintýri– 3 dagar Tími: Maí og Júní
Boðið er uppá 3 daga ferðir þar sem riðið er um Landsveitina. Fyrsta daginn er riðið meðfram Rangánni að Landréttum sem er sögulegur staður. Endað á Skarði, hestar skildir eftir þar og keyrt til Austvaðsholts þar sem kvöldmatur er reiddur fram. Annan daginn er riðið í kringum Skarðsfjall og hádegismatur snæddur í stærsta manngerða Helli Íslands að Hellum. Hestar eru á beit á Hellum þangað til daginn eftir. Skellum okkur í smá ökuferð, fossar skoðaðir í nágrenninu og stuttir göngutúrar á forvitnilega staði. Komið við í sundlauginni Hellu áður en snæddur er kvöldmatur. Síðasta daginn er riðið frá Hellum að Austvaðsholti, mjúkir kindaslóðar þræddir í gegnum Stóruvallaland. Hestarnir kvaddir og kaffi og með því verður á boðstólnum þegar heim er komið.
6 og 8 daga hestaferðir Tími: Júní-Ágúst
Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur að Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð.
Hægt er að bóka hér eða í síma 869-8953
Finnið okkur á Facebook hér. Fylgist með lífi okkar á instagram
View
Sólhestar ehf.
Sólhestar eru staðsettir í Borgargerði í Ölfusi. Við bjóðum uppá hestaferðir fyrir bæði byrjendur og lengra komna, í Sólhestum er hugsað um gæði í bæði þjónustu og afþreyingu og hver ferð er sniðin eftir getu hvers og eins.
Boðið er uppá hestaferðir allt árið um kring.
View
Understand Iceland
Understand Iceland is a family owned and fully licenced travel agency. We specialize in educational tours to Iceland for people of all ages. We lead you away from the tourist throngs to unique destinations and provide unforgettable experiences at every step.
We will introduce you to the locals, to Icelandic nature and culture as you travel through beautiful landscapes away from the crowds. With Understand Iceland you will get to know the real Iceland.
We provide tours based on your interest; knitting tours, book-club tours, outdoor activity tours, cultural heritage tours and many more.
Please contact us for a custom made tour at understandiceland@understandiceland.is or check out the pre made tours provided at www.understandiceland.is
View
Iceland Activities
Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.
Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.
Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:
Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
Brimbrettaferðir og kennsla.
Gönguferðir.
Hellaferðir.
Jeppaferðir.
Snjóþrúguferðir
Starfsmannaferðir og hvataferðir
Skólaferðir
Zipline
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
View
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.
Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.
Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.
Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.
Hellaferðir í Raufarhólshelli.
Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.
Vélsleðaferðir á Langjökli.
View
Iceland Bike Farm
Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og bjóðum upp á fjallahjólaferðir, fjallahjólanámskeið sem og ýmsa aðra viðburði. Við erum svo lánsöm að vera með heimsklassa hjólaslóða í bakgarðinum okkar, sem kindurnar hafa lagt grunninn að síðustu aldirnar, og eru enn að.
Hjólaferðirnar okkar henta flestum sem hafa eitthvað hjólað áður, allt frá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallahjóli til reyndra fjallahjólara. Við bjóðum upp á hálfan dag og heilsdags ferð með leiðsögn, hvort sem þú kemur með þitt eigið fjallahjól eða leigir fulldempað hjól hjá okkur.
Frá og með sumrinu 2020 bjóðum við upp á gistingu í litlum A-húsum með uppábúnum rúmum og aðgengi að notalegri nýuppgerðri hlöðu þar sem hjólafólk getur átt góðar stundir saman í lok hjóladags. Þar er líka sauna sem gott er að láta líða úr sér eftir hjólaferð. Sameiginlegt sturtu- og salernisaðstaða og eldunar- og grillaðstaða.
Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur, hvort sem það eru enstaklingar, fjölskyldur eða hópar
Sumar 2021 verð á mann:Hálfur dagur (~3 klst): 6.500 krHeill dagur (~6 klst): 17.000 kr /14.500 fyrir 14 ára og yngriFjölskylduvæn ferð (~4 klst): 15.000 kr fyrir fullorðna og 12.500 fyrir börn
Gisting í uppábúnu rúmi í smáhýsi: 20.000 kr fyrir 1-2 / 30.000 fyrir 3-4Leiga á fulldempuðu rafmagnshjóli: 15.000 kr
View
Ís og Ævintýri / Jöklajeppar
Í meira en 20 ár hafa Ís og ævintýri ehf boðið uppá spennandi snjósleðaferðir á Vatnajökul.
Farið er alla daga frá mars til október frá Vagnsstöðum, keyrt er á sér útbúnum fjallajeppum á vegi F985 áleiðist að Vatnajökli, á leiðinni gefst gestum okkar færi á að skoða kunnuglegt landslag sem birst hefur í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum. Má þar nefna Batman Begins, The Secret Life of Walter Mitty, Tomb Raider: Lara Croft, Amazing Race og Game of Thrones.
Daglegar brottfarir frá Vagnsstöðum kl. 9.30 og 14.00
Ferðin er 3 klst. Þar af 1 klst á jöklinum sjálfum.
Innifalið er snjógalli, stígvél, hjálmur, vettlingar og lambhúshetta
Til þess að keyra snjósleða þarf bílpróf, farþegar á sleðum þurfa ekki að hafa bílpróf.
Hægt er að bóka á heimasíðunni www.glacierjeeps.is eða í síma 478-1000
View
Hótel Rangá
Hótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum Íslendinga innanlands auk þess sem hótelið er vinsæll áfangastaður gesta víðsvegar að úr heiminum. Hótelið er vel staðsett fyrir ráðstefnur, brúðkaup og glæsilegar veislur.Á Hótel Rangá eru 52 herbergi, þar af átta fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er búið koníaksstofu, tveimur börum og tveimur ráðstefnusölum sem báðir eru búnir allri nauðsynlegri tækni til nútímalegs ráðstefnuhalds. Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slaka þar á um leið og þeir njóta útsýnisins til Eystri Rangár sem rennur þar rólega hjá. Ekki spillir fyrir stjörnubjartur himininn og norðurljósin þegar þau sjást. Hægt er að gera dvölina á hótelinu enn ánægjulegri með því að fá nudd í slakandi sveitaumhverfinu.
Gps punktarnir okkar eru: 63°46'50.53"N og 20°17'58.86"W.
View
Icebike adventures
Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér.
Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf. Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni. Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200.
View
GeoCamp Iceland
GeoCamp Iceland er fræðslu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslutengdum verkefnum og móttöku nemenda- og kennarahópa með áherslu á jarðvísindi, náttúruvísindi, umhverfismál, orkunýtingu og loftslagsbreytingar.
GeoCamp Iceland leggur áherslu á virkt samstarf innlendra og erlendra fræðsluaðila við þróun fræðsluefnis, hönnun verkefna í náttúru Íslands fyrir nemendahópa og gerð handbóka fyrir útikennslu, með það að markmiði að efla mennta- og fræðslutengda ferðaþjónustu á Íslandi.
View
Landscape Photography iceland
Ljósmyndaferðir með litla hópa, 3-4 einstaklinga í hvert sinn. Einstaklingsmiðuð kennsla, fallegir ljósmyndastaðir og akstur í 4x4 jeppa. Hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
View
Vatnajökull Travel
Vatnajökull Travel er ferðaþjónusta er Guðbrandur Jóhannsson stofnaði í júlí 2005. Hann er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sérhæfir sig í ferðum í og við Vatnajökul allt árið um kring.
Yfir sumarmánuðina (júní fram í ágúst) eru í boði magnaðar jöklaferðir á snjóbíl og ógleymanleg sigling um Jökulsárlón í kjölfarið. Ekki er síðri upplifun að sjá norðurljósin bera við jökulinn á skammdegiskvöldum (október - apríl)! Eftir ævintýraferðir vetrarins býðst gestum að taka sér bað í hveralaug og njóta lífsins og góðra veitinga. Vatnajökull Travel býður hvers ferðir sem sérsniðnar eru að óskum einstaklinga og hópa.
Skoðunarferðir skv. beiðni allt árið.
View
Into the Wild
Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.
Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
View
Icelandic Mountain Guides
Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Arcanum bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.
Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.
Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.
Ferðaúrval:
Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 8 ára.
Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).
Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.
Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.
Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.
Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.
Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.
Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.
Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.
View
Southcoast Adventure
Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.
Upphafsstaður fyrir ferðir er við Tjaldsvæðið við Gljúfrabúa (sjá kort) - Vegur 249
Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.
Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
View
Gistiheimilið Saga
Í Syðra-Langholti er rekið gistiheimili, tjaldsvæði og hestaleigu. Við erum staðsett á fallegum stað miðsvæðis á suðurlandi, stutt er í marga athyglisverða staði á borð við Gullfoss, Geysi og Þjórsárdalinn með Hjálparfoss og Stöng.
View
Eldhestar
Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa Hengilssvæði og þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna, eins og Reykjadal, Marardal, Kattartjarnir svo fátt eitt sé nefnt.
Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölmargar hálfdags- og dagsferðir í næsta nágrenni við jörðina Velli í Ölfusi. Ferðirnar eru mjög fjölbreyttar og má t.d. nefna ferð 3C- Horses and Hot Springs, sem býður upp á fallegt útsýni yfir Ölfusið og fjölbreytta reiðleið meðfram Reykjafjalli. Einnig ferð 3B- Soft River Banks. Þessi ferð er eingöngu ætluð vönum reiðmönnum og liggur að Ölfusárbökkum. Ferð 5A – The Hot Springs Tour er ein af dagsferðum Eldhesta í Reykjadal, ein af vinsælustu hestaferðum landsins. Annars bjóða Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. Allar hestaferðir fyrirtækisins hefjast á Völlum, hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Sumarið 2019 voru Eldhestar með 380 hross á Völlum, þannig að alltaf eru til hestar við allra hæfi. Athugið að Eldhestar eru staðsettir á Völlum í Ölfusi, einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak að morgni og síðan í einn af eftirfarandi möguleikum; flúðasiglingar, hvalaskoðun, gönguferð í Reykjadal, sem og hjólreiðaferð um Reykjavík svo fátt eitt sé nefnt. Veitingar eru innifaldar í hluta af hestaferðum fyrirtæksins. Léttur hádegisverður er innifalinn í öllum samsettum ferðum fyrirtæksins, auk þess sem boðið er upp á fiskisúpu í vissum ferðum sem og kaffi og heimabakað í ferð 2A – The Heritage Tour.
Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel. Hótel Eldhestar er í dag búið 36 tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, ásamt matsal sem tekur um 120 manns. Heitir pottar eru við hótelið. Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Hótel Eldhestar býður upp á þægilegt andrúmsloft, kyrrð og ró sveitasælunnar, en samt aðeins í seilingarfjarlægð frá Reykjavík.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is
Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
View
Aðrir (63)
Top Iceland Tours ehf. | 626-9000 | ||
Tour Desk | Lækjartorg 5 | 101 Reykjavík | 5534321 |
DIVE.IS | Hólmaslóð 2 | 101 Reykjavík | 578-6200 |
Scuba Iceland ehf. | Fiskislóð 26 | 101 Reykjavík | 892-1923 |
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions | BSÍ Bus Terminal | 101 Reykjavík | 580-5400 |
Pink Iceland | Hverfisgata 39 | 101 Reykjavík | 562-1919 |
Asgard ehf. | Súðarvogur 54 | 104 Reykjavík | 779-6000 |
Gray Line Iceland | Klettagarðar 4 | 104 Reykjavík | 540-1313 |
Þín leið | 105 Reykjavík | 899-8588 | |
Iceland Unlimited ehf. | Borgartún 27 | 105 Reykjavík | 415-0600 |
Iceland Untouched | Meistaravellir 11 | 107 Reykjavík | 696-0171 |
Hey Iceland | Síðumúli 2 | 108 Reykjavík | 570-2700 |
Gnarly Adventures / Ice Pick Journeys / Icelands Hardest / Ice Climbing Iceland | Hlíðargerði 25 | 108 Reykjavík | 767-0841 |
Ice Tourism | Síðumúli 29 | 108 Reykjavík | 5888900 |
Visit Travel Iceland ehf. / Go To Iceland / Conoce Islandia / www.visit.is | Akrasel 9 | 109 Reykjavík | 419 1600 |
Safaris ehf. | Selásblettur 18a | 110 Reykjavík | 822-0022 |
TREX - Hópferðamiðstöðin | Hestháls 10 | 110 Reykjavík | 587-6000 |
En Route ehf. | Krókháls 6 | 110 Reykjavík | 868-2238 |
Season Tours | Fífuhjalli 19 | 200 Kópavogur | 8634592 |
Guðmundur Jónasson ehf. | Vesturvör 34 | 200 Kópavogur | 5205200 |
Elite Travel ehf. | Hamraborg 1 | 200 Kópavogur | 550-3100 |
Arctic Exposure | Skemmuvegur 12 (blá gata) | 200 Kópavogur | 617-4550 |
HL Adventure ehf. | Vesturvör 30b | 200 Kópavogur | 568-3030 |
Arctic Advanced | Rjúpnasalir 10 | 201 Kópavogur | 777-9966 |
Adventure Patrol sf. | Flesjakór 13 | 203 Kópavogur | 666-4700 |
Lax-á | Akurhvarf 16 | 203 Kópavogur | 531-6100 |
Cool Travel Iceland | Tröllakór 20 | 203 Kópavogur | 5172665 |
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland | Norðurvangur 44 | 220 Hafnarfjörður | 775-0725 |
Pristine Iceland | Hvaleyrarbraut 24 | 220 Hafnarfjörður | 888-0399 |
This is Iceland | Hvaleyrarbraut 24 | 220 Hafnarfjörður | 8985689 |
Reykjavík Private Cars ehf. | Gjáhella 3 | 221 Hafnarfjörður | 892-0888 |
Iceland Adventure Tours | Stamphólsvegi 3 | 240 Grindavík | 7832500 |
Volcano Huts | Desjamýri 8 | 270 Mosfellsbær | 419-4000 |
Soleil de Minuit | Brekkugata 13 | 600 Akureyri | 847-6389 |
Smyril Line | Fjarðargata 8 | 710 Seyðisfjörður | 470-2803 |
Ferðafélag Austur-Skaftfellinga | Hlíðartún 29 | 780 Höfn í Hornafirði | 868-7624 |
Marina Travel ehf. | Hólabraut 20 | 780 Höfn í Hornafirði | 857-8726 |
Shy Ptarmigan | Svínafell 1 | 785 Öræfi | 7849355 |
Tindaborg | Lambhagi, Svínafell | 785 Öræfi | 866-1503 |
Glacier Guides | Skaftafell | 785 Öræfi | 659-7000 |
Ökuland ehf. | Tryggvagata 13 | 800 Selfoss | 583-4040 |
GTS ehf. | Fossnes C | 800 Selfoss | 480-1200 |
Norðurslóðir Ferðaskrifstofa ehf. | Sunnuvegur 5 | 800 Selfoss | 770-0023 |
Kolumbus Ævintýraferðir | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | 783-9300 |
Flow of Iceland | Smáratúni 3 | 800 Selfoss | 7845840 |
Núpshestar | Breiðanes | 801 Selfoss | 852-5930 |
Hestakráin sveitahótel / Land og hestar | Húsatóftir 2a | 801 Selfoss | 486-5616 |
Thor Nordic ehf. | Heimahagi 8 | 801 Selfoss | 781-0800 |
Ride With Locals ehf. | Strokkhólsvegur 7 | 801 Selfoss | 699-5777 |
Steinsholt ferðaþjónusta | Steinsholt 2 | 801 Selfoss | 486-6069 |
Klettahlíð ehf. | Ölvisholti 1 | 801 Selfoss | 892-1340 |
Ferðaskrifstofa Egilsstaðir 1 | Egilsstaðir 1 | 801 Selfoss | 567-6268 |
Ferdin.is | Brú | 806 Selfoss | 893-8808 |
David The Guide | Eyrargata 33 | 820 Eyrarbakki | 6167130 |
Íslenskar hestaferðir ehf. | Ás 1 | 851 Hella | 897-3064 |
Agent Anna / Women Safe Travel | Öldugerði 8 | 860 Hvolsvöllur | 694-1193 |
Skálakot ferðaþjónusta | Skálakot | 861 Hvolsvöllur | 487-8953 |
IcePath ehf. | Hamar | 861 Hvolsvöllur | 868-6165 |
Iceland Europe Travel | Sámstaðir | 861 Hvolsvöllur | 8976603 |
River Horses - Riding Adventure | Bakkakot | 861 Hvolsvöllur | 896-9980 |
Icetrek ehf. | Hólaskjól | 880 Kirkjubæjarklaustur | 855-5812 |
Iceland National Park Tours | Klausturvegur 6 | 880 Kirkjubæjarklaustur | 478-1400 |
Vestmannaeyjar - Icelandair | Vestmannaeyjaflugvöllur | 900 Vestmannaeyjar | 505-0300 |