Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Margar skemmtilegar gönguleiðir er að finna í Ölfusi og Hengilssvæðið er það vinsælasta. Á Hengilssvæðinu eru um 125 km af merktum gönguleiðum sem eru litamerktar eftir erfiðleikastigum. Fjölbreytt landslag og litadýrð einkenna gönguleiðirnar.

Upplýsingar um gönguleiðir í Ölfusi

Gönguferð í fjörunni er góð leið til þess að láta stressið líða úr sér og njóta þess að hlusta á sjávarniðinn. Hafnarnes er útivistarsvæði sunnan við byggðina í Þorlákshöfn þar sem stórbrotnir klettar og öldurnar heilla alla sem þangað fara. Útsýnisskífa er á svæðinu þar sem útsýnið er einstakt og hægt er að fylgjast með brimbrettaköppum spreyta sig á öldunum með Eyjafjallajökul í baksýn. Hafnarnesviti stendur við endann á Hafnarnesinu, hann er ekki opinn almenningi en fallegt er að mynda hann þegar öldurnar umlykja hann.

Í Þrengslunum eru nokkrar skemmtilegar gönguleiðir eins og Litli Meitill, Stóri Meitill og Eldborgir við Lambafell.

Skemmtileg heilsdagsferð væri að ganga frá Strandakirkju til Þorlákshafnar. Gengið er meðfram sjónum á fallegum klettabjörgum og hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Fara skal með aðgát á klettunum en einnig er hægt að ganga á slóða lengra frá sjónum.