Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Skjól Center
Á Skjól Center er hlýlegur og fjölskylduvænn veitingastaður þar sem gestir geta notið góðra rétta í notalegu umhverfi. Hann er kjörinn staður til að hvíla sig og fá sér orku á ferð um Gullna hringinn, rétt við Gullfoss og Geysi. Yfir sumarmánuðina býður Skjól Center upp á fjölbreytta og spennandi afþreyingu. Þar má nefna buggy-ferðir um stórbrotna náttúru svæðisins, hestaferðir á íslensku hestunum og hjólaferðir þar sem hægt er að kanna nærumhverfið á eigin hraða. Einnig er hægt að bóka ýmsa aðra afþreyingu í nágrenninu í gegnum Skjól Center og gera dvölina enn meira eftirminnilega. Tjaldsvæðið við Skjól Center er opið allan ársins hring og býður upp á góða aðstöðu fyrir bæði tjöld, húsbíla og ferðavagna. Svæðið er rúmgott, fallegt og hentar vel þeim sem vilja njóta íslenskrar náttúru í friðsælu og þægilegu umhverfi. 
Icebike adventures
Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér.  Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf. Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni.  Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200. 

Aðrir (1)

True Adventure Bike Víkurbraut 5 870 Vík 698-8890