Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Icebike adventures
Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér.  Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf. Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni.  Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200. 
Iceland Bike Farm
Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og bjóðum upp á fjallahjólaferðir, fjallahjólanámskeið sem og ýmsa aðra viðburði. Við erum svo lánsöm að vera með heimsklassa hjólaslóða í bakgarðinum okkar, sem kindurnar hafa lagt grunninn að síðustu aldirnar, og eru enn að. Hjólaferðirnar okkar henta flestum sem hafa eitthvað hjólað áður, allt frá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallahjóli til reyndra fjallahjólara. Við bjóðum upp á hálfan dag og heilsdags ferð með leiðsögn, hvort sem þú kemur með þitt eigið fjallahjól eða leigir fulldempað hjól hjá okkur. Frá og með sumrinu 2020 bjóðum við upp á gistingu í litlum A-húsum með uppábúnum rúmum og aðgengi að notalegri nýuppgerðri hlöðu þar sem hjólafólk getur átt góðar stundir saman í lok hjóladags. Þar er líka sauna sem gott er að láta líða úr sér eftir hjólaferð. Sameiginlegt sturtu- og salernisaðstaða og eldunar- og grillaðstaða. Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur, hvort sem það eru enstaklingar, fjölskyldur eða hópar Sumar 2021 verð á mann:Hálfur dagur (~3 klst): 6.500 krHeill dagur (~6 klst): 17.000 kr /14.500 fyrir 14 ára og yngriFjölskylduvæn ferð (~4 klst): 15.000 kr fyrir fullorðna og 12.500 fyrir börn Gisting í uppábúnu rúmi í smáhýsi: 20.000 kr fyrir 1-2 / 30.000 fyrir 3-4Leiga á fulldempuðu rafmagnshjóli: 15.000 kr