Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.
Mr.Iceland
Hestaævintýri og matur með Víkingi
Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.
Hlökkum til að sjá þig!
View
Hótel Eldhestar
Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér.
Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.
Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum.
Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.
Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista.
36 vel búin tveggja manna herbergi með baði.
Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði.
Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn.
Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða.
Morgunverður innifalinn.
Sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Útidyr á öllum herbergjum.
Frí Internet tenging á hótelinu.
Heitir pottar.
Bar og notaleg setustofa með arinn.
Veitingastaður fyrir allt að 120 manns.
Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns.
Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar)
Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
View
Gistiheimilið Lambastöðum
Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna.
Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði.
Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum.
Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu.
Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu.
Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying.
Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.
View
Aðrir (15)
Hey Iceland | Síðumúli 2 | 108 Reykjavík | 570-2700 |
Dalbraut 8 | Dalbraut 8 | 780 Höfn í Hornafirði | 845-5730 |
Kálfafellstaður gistiheimili | Kálfafellstaður | 781 Höfn í Hornafirði | 4788881 |
Haukaberg House | Hraunhóll 7 | 781 Höfn í Hornafirði | 845-4146 |
Steinsholt ferðaþjónusta | Steinsholt 2 | 801 Selfoss | 486-6069 |
Vacation house | Höfðatún | 801 Selfoss | 844-8597 |
Brekkugerði | Laugarás, Bláskógabyggð | 801 Selfoss | 7797762 |
1A Guesthouse | Vatnsholt 1A | 803 Selfoss | 899-9684 |
Fosssel | Fosssel | 816 Ölfus | 899-7879 |
SeaSide Cottages | Eyrargata 37a | 820 Eyrarbakki | 898-1197 |
Gistiheimilið Heba | Íragerði 12 | 825 Stokkseyri | 565-0354 |
Skálavík | Strandgata 5 | 825 Stokkseyri | 781-1779 |
Öldubakki | Öldubakki 31 | 860 Hvolsvöllur | 544-8990 |
Guesthouse Gallerí Vík | Bakkabraut 6 | 870 Vík | 487-1231 |
Hörgsland | Hörgsland I | 880 Kirkjubæjarklaustur | 8612244 |