Fara í efni

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Gistiheimilið Lambastöðum
Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna.  Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði. Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum. Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu. Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying. Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.
SeaSide Cottages
Seaside cottages býður upp á tvö dásamlega rómantísk og vel útbúin hús til leigu í lengri eða skemmri tíma. Húsin Suðurgata og Vesturgata eru staðsett við sjávarkambinn á Eyrarbakka og leigjast með uppábúnum rúmum, handklæðum, kertum, baðolíum og sápum. Ef þú ert í rómantískum hugleiðingum og eða vilt skipta um umhverfi og komast í rólegheit og afslöppun þá erum við með lausnina og hlökkum til að taka á móti þér. Þess má geta að veitingastaðurinn Rauða húsið er í göngufæri.  
Hótel Eldhestar
Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér. Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.   Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum. Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.   Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista.  36 vel búin tveggja manna herbergi með baði. Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði. Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn. Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Morgunverður innifalinn. Sjónvarp inn á öllum herbergjum. Útidyr á öllum herbergjum. Frí Internet tenging á hótelinu. Heitir pottar. Bar og notaleg setustofa með arinn. Veitingastaður fyrir allt að 120 manns. Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns. Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar)  Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
Miðás
Við Gísli Sveinsson og Ásta Begga Ólafsdóttir bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til okkar í sveitina okkar, Miðás.  Þar rekum við gistingu á heimilinu okkar 2 herbergi, ásamt því að vera með tvö lítil hús með sér herbergjum. Gisting fyrir allt að 10 manns. Við rekum hestabú og getum tekið á móti allt að 30 manna hópum í veitingar auk ýmis konar afþreyingu og upplifunar.  Tilvalið fyrir fjölskyldur, starfsmannahópa, vina- og vinkonuhópa, eldriborgara eða aðra að koma í dagsferðir eða lengri dvöl. Við sníðum dvölina eftir óskum hvers og eins. Endilega hafið samband ef þið eruð með sérstakar óskir eða viljið fá hugmyndir fyrir ykkar hóp.  Hestar: Við bjóðum upp á ýmis konar hestatengda afþreyingu og upplifun, til dæmis:  Hestaleiga með leiðsögn, frá 1 klukkustund og upp í dagsferðir Sveitadvöl þar sem hægt er að ríða út frá kl. 10-18, auk þess að vera í fullu fæði og gistingu á staðnum.  Frábær inniaðstaða fyrir hestamennsku. Við getum útvegað reiðkennara til að kenna á staðnum.  Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Ýmsar útfærslur í boði.  Fólk getur komið með eigin hross, notið frábærra reiðleiða hér í kring og fengið leigð hross á staðnum ef það vantar fyrir einhverja í hópnum/fjölskyldunni.  Við erum með mikið af góðum hrossum til sölu, hægt er að koma og prófa eða dvelja hjá okkur og kynnast hrossunum áður en þau eru keypt. Hægt er að ganga að hrossunum okkar út í haga stutt frá og klappa þeim. Við erum meðal annars með hryssur með folöld.  Taka þátt í daglegum störfum í kringum hrossin, svo sem smala, gefa, hirða og annað sem fylgir hestamennskunni. Matur Við leggjum mikla áherslu á góða upplifun gestanna okkar og reynum að mæta óskum gesta eins og hægt er.  Við bjóðum upp á fullt fæði allan daginn fyrir gesti sem dvelja hjá okkur. Morgunverð, morgunkaffi, hádegismat, miðdegiskaffi, kvöldmat og kvöldkaffi.  Við getum tekið á móti allt að 30 manns í hádegisverðarhlaðborð, kaffihlaðborð, kvöldverðarhlaðborð.  Við erum einnig með veisluþjónustu og getum tekið að okkur ýmis konar veislur svo sem brúðkaup, fermingar, afmælisveislur, ættarmót, ráðstefnur, fundi eða annað.  Við bjóðum upp á matreiðslu og bakstursnámskeið, bæði hjá okkur í Miðási eða annars staðar. Dæmi um námskeið: Brauðbakstur, salatgerð, eftirréttir, hefðbundið íslenskt kaffibakkelsi, sunnudagssteikin, grænmetisfæði eða annað sem hentar hópnum.  Önnur afþreying og upplifun í Miðási  Við bjóðum upp á ýmis konar afþreyingu á svæðinu og reynum að mæta þörfum og óskum gesta og þeirra hópa sem dvelja hjá okkur.  Gönguferðir í Miðási eða nágrenni, með eða án leiðsagnar.  Í Miðási búa hreinræktaðar íslenskar tíkur, Pitla og Píla sem eru frábærir félagar. Þær eignast reglulega hvolpa sem gaman er að klapp og halda á. Pitla og Píla syngja líka með harmonikkuspili fyrir flesta okkar gesti.  Kötturinn Pollý býr einnig í Miðási og er frábær starfskraftur í hesthúsinu.  Við bjóðum upp á frábæra aðstöðu til að njóta kyrrðarinnar í sveitinni við lestur, prjón, púsl eða annað sem hentar.  Dóttir okkar, Inga Berg Gísladóttir er náms- og starfsráðgjafi auk þess að vera búin að ljúka grunnnámi í markþjálfun. Hún býður upp á námskeið/vinnustofur fyrir einstaklinga eða hópa þar sem unnið er með styrkleika, vellíðan og þakklæti.  Afþreying í nágrenni við Miðás:  Við eigum frábæra nágranna sem gaman er að heimsækja auk þess sem ýmsir skemmtilegir staðir eru í nágrenninu, hér koma nokkur dæmi:  Nágrannar: Eftirfarandi aðilar bjóða upp á vörur til sölu sem mjög gaman er að skoða. Við getum boðið upp á reiðtúr eða göngutúr til þeirra með eða án leiðsagnar:  Spunaverksmiðja Uppspuna: Spunnið garn úr íslenskri ull, ýmis konar handverk til sölu - www.uppspuni.is  Renniverkstæði Lækjartúni: Heimagert handverk úr tré.  Sútunarverkun Hárlaugsstöðum: Sútun á skinnum og ýmis konar handverk úr ull, heimagerðar sápur og ýmislegt fleira - silla@emax.is  Fjarlægir frá fallegum og áhugaverðum stöðum til að heimsækja:  Urriðafoss: 7 km  Landmannalaugar: 131 km  Gjáin og Stöng: 65 km  Laugaland (sundlaug): 16 km  Hellirinn á Hellum: 34 km  Þórsmörk: 79 km  Vík: 110 km  Seljalandsfoss: 50 km  Skógafoss: 79 km  Landeyjahöfn: 60 km  Selfoss: 20 km  Þingborg: 15 km  Gullfoss: 75 km  Geysir: 65 km  Laugarvatn: 62 km    Við hlökkum til að heyra frá ykkur.  Verið hjartanlega velkomin í Miðás.
Herríðarhóll Reittouren ehf.

Aðrir (20)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Dalbraut 8 Dalbraut 8 780 Höfn í Hornafirði 845-5730
Gistihús GST Bjarnahól 9 780 Höfn í Hornafirði 898-9733
Bogaslóð 6 Bogaslóð 6 780 Höfn í Hornafirði
Sólgerði Hafnarbraut 20 780 Höfn í Hornafirði 782-0808
Kálfafellstaður gistiheimili Kálfafellstaður 781 Höfn í Hornafirði 4788881
Dýhóll Dýhóll 781 Höfn í Hornafirði
Biddy´s Bed and Breakfast Hæðagarður 6 781 Höfn í Hornafirði 478-1737
Skáldahús, Selfoss Þórsmörk 2 800 Selfoss 849-0237
BSG Apartments Engjavegur 75 800 Selfoss 486-8642
Vacation house Höfðatún 801 Selfoss
Steinsholt ferðaþjónusta Steinsholt 2 801 Selfoss 486-6069
Brekkugerði Laugarás, Bláskógabyggð 801 Selfoss 7797762
1A Guesthouse Vatnsholt 1A 803 Selfoss 899-9684
Fosssel Fosssel 816 Ölfus 899-7879
Gistiheimilið Heba Íragerði 12 825 Stokkseyri 565-0354
Fótboltagolf Markavöllur Dalbær III 845 Flúðir 7863048
Öldubakki Öldubakki 31 860 Hvolsvöllur 544-8990
Guesthouse Gallerí Vík Bakkabraut 6 870 Vík 487-1231
Hörgsland Hörgsland I 880 Kirkjubæjarklaustur 8612244