Fara í efni

Bæjarganga

Fáðu þér göngutúr um bæinn með leiðsögumanni sem segir þér frá heillandi sögu bæjarins.

Höfn – Staðarleiðsögn
Upplifðu núið Fræðandi upplifun í anda yndisævintýramennsku og núvitundar í fiskibænum Höfn.  Komdu með í nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu í stórbrotinni og friðsælli náttúru svæðisins. Höfn Staðarleiðsögn býður upp á ferðir þar sem þú færð tækifæri og tíma til að tengja við það samfélag og menningu sem heimsótt er. Þetta er tækifæri til að upplifa núið í útivist og hægja á í erli hins daglega lífs.  Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast sögu, menningu og jarðfræði Hafnar og nágrennis. Sérsniðnar göngur um fjalllendi eða fjörur suðausturlands eru einnig í boði. Þú getur líka valið þér jóga- og núvitundargöngur eða kayakferð í Hornafirðinum. Í öllum ferðum með Höfn staðarleiðsögn kynnist þú matarmenningu svæðisins í einhverri mynd.  Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - Staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.  
Víking Ferðir
Viking Tours er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á hina ýmsu afþreygingarmöguleika í Vestmannaeyjum.  Viking Tours býður upp á einkaferðir um eyjuna í lúxus bílum, rútuferðir fyrir hópa, göngur um hraunið og fjallgöngur upp á Eldfell með leiðsögn. Eingöngu heimamenn sjá um leiðsögn hjá Viking Tours. Í ferðunum okkar er farið yfir sögu Vestmannaeyja, jarðfræði, samfélagið og sérstaklega er fjallað um Heimaeyjargosið á persónulegum nótum. Leiðsögumenn Viking Tours segja dramatískar og fyndnar sögur úr gosinu ásamt eigin upplifunum eða upplifunum fjölskyldumeðlima.  Viking Tours býður einnig upp á samsettar ferðir með hinum ýmsu samstarfsaðilum í Vestmannaeyjum. Helst má nefna dagsferðir þar sem dagurinn er skipulagður fyrir hópa og það eina sem þarf að gera er að mæta á eyjuna fögru. Haldið er vel utan um hópana frá komu til brottfarar. Í samsettu ferðunum okkar er til dæmis farið í bátsferðir, rútuferðir, göngur, út að borða, farið á söfn og jafnvel er kíkt í bjórkynningu eða matarupplifanir. Allt eftir áhuga og þörfum hvers hóps.  Viking Tours skipuleggur einnig helgarferðir, starfsmanna- og/eða skemmtiferðir til Vestmannaeyja. Í þeim ferðum má einnig finna, auk þess sem áður hefur verið talið, þjóðhátíðarstemningu í hvítu tjaldi, króar-partý, árshátíðir og fleira fjör. Við mælum með að fólk kynni sér heimasíðuna okkar https://vikingferdir.is/ og mæti svo hress með besta hópnum sínum í skemmtilega dagskrá í Eyjum.
Exploring Iceland
Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa. Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Aðrir (5)

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Kristjáns Tours - Kristján Haraldsson Jakasel 9 109 Reykjavík 894-1107
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200