Fara í efni

Upplýsingamiðstöðvar ferðamála má finna víðsvegar um landið. Starfsfólk þeirra veitir meðal annars upplýsingar um veður, áhugaverða staði, aðstoðar við bókanir og margt fleira. Þar er einnig hægt að nálgast kort og bæklinga.

LAVA centre
LAVA – Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands er allsherjar afþreyingar- og upplifunarmiðstöð sem helguð er þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum síðan og eru enn að. LAVA centre gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa þessi náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir; Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar. LAVA er “glugginn” inn í  jarðvanginn, Katla Geopark, ásamt því að vera alhliða upplýsinga, sölu- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. LAVA kemur einnig á framfæri, með beinum hætti, upplýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í samvinnu við Almannavarnir, Veðurstofu Íslands og lögreglu. LAVA er kjörinn viðkomustaður fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um jarðfræði Íslands, sjá og finna fyrir kraftinum sem liggur undir landinu. Lifandi og skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna! Aðgangsverð fyrir sýningu, 12 mínútna kvikmynd og útsýnispall er 3590 kr og fjölskyldu pakki er á 8975 kr (fullorðnir + 1 barn 6-15 ára greiða, aðrir 15 ára og yngri fá frítt). Allar upplýsingar um verð má finna á heimasíðunni www.lavacentre.is og þar er einnig hægt að kaupa miða fyrirfram. Einnig er auðvelt og fljótlegt að kaupa miða við innganginn. 
Þingvellir
Á tjaldsvæði má finna, salerni, sturtur, þvottaaðstöðu, útivaska og kolagrill. Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða. Þar er einnig seld tjald- og veiðileyfi. Sumaropnunartími (júní-ágúst):09:00 - 20:00Vetraropnunartími (september - maí):Upplýsingahlið gestastofu: 09:00-16:00Verslun og þjónustumiðstöð á Leirum: 09:00-18:00
Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, Skaftárstofa
Upplýsingamiðstöð ferðamanna er staðsett í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Upplýsingamiðstöðin er rekin af  Vatnajökulsþjóðgarði í samstarfi við Skaftárhrepp, Kirkjubæjarstofu og Frið og frumkrafta. Við Skaftárstofu byrjar skemmtilegur fræðslustígur fyrir fjölskylduna sem endar við sundlaugina á Kirkjubæjarklaustri. Sýning um mosann – Mosar um Mosa frá Mosum til Mosa Stuttmyndir:Eldgosið í Grímsvötnum 2011Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Opnunartímar gestastofu Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.
Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli, Skaftafellsstofa
Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni. Upplýsingar um opnunartíma má finna hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/skaftafell/skipuleggja-heimsokn/skaftafellsstofa Gönguleiðir á svæðinu eru margar og fjölbreyttar. Hér má nálgast yfirlit gönguleiða í Skaftafelli. Yfir sumarið bjóða landverðir uppá fræðslugöngur og barnastundir.  Í Skaftafellsstofu eru upplýsingar um jarðfræði og náttúru í Skaftafelli. Sýnd er mynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á opnunartíma Skaftafellsstofu. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952. Í Skaftafellstofu er minjagripaverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Þar er einnig hægt að kaupa fræðslumynd um flóð Skeiðarárjökuls árið 1996. Veitingasala og sölubásar ferðaþjónustuaðila er á svæðinu ásamt stoppistöð áætlunarbíla.  Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli er WC, (líka fyrir hreyfihamlaða), rennandi vatn (heitt og kalt), sturtuaðstaða, aðstaða fyrir losun húsbílasalerna, útigrill, þvottavél, þurrkari og nettenging. Þjónustumiðstöð í nágrenninu og margskonar tækifæri.  Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring. Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.
Katla Jarðvangur / Katla Geopark
Katla Jarðvangur Í Kötlu jarðvangi eru margar merkilegar jarðminjar, sumar á heimsvísu.  Yfir 150 eldgos hafa verið skráð þar frá landnámi. Eldvirknin hefur mótað landið og haft áhrif á búsetu manna eins og öskugosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 sanna. Einstaklega kvik og síbreytileg náttúra hefur mótað sögu og mannlíf jarðvangsins í aldanna rás.   Katla jarðvangur nær yfir land þriggja sveitarfélaga, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Flatarmál hans er 9542 km2 eða rúm 9 % af heildarflatarmáli Íslands. Íbúafjöldi er um 2700 manns. Kvikfjárrækt hefur verið megin atvinnuvegur svæðisins en síðustu ár hefur kornrækt aukist. Hvolsvöllur, Vík og Kirkjubæjarklaustur eru helstu þjónustukjarnar fyrir sveitirnar. Undanfarin ár hefur mikilvægi ferðaþjónustu aukist gríðarlega í atvinnulífi svæðisins.   Jarðfræði Ísland er á Mið-Atlantshafshryggnum þar sem tveir jarðskorpuflekar gliðna í sundur á svokölluðu rekbelti. Auk þess er möttulstrókur undir landinu með miðju undir Vatnajökli. Samspil rekbeltis og möttulstróks veldur flókinni og fjölbreyttri eldvirkni á Suðurlandi. Sérstaða Kötlu jarðvangsins felst í þessari eldvirkni og víðfeðmum áhrifum hennar á landmótun og náttúrufar. Einkennandi eru megineldstöðvar, gígar og gossprungur, gervigígar, hraunbreiður, móbergsfjöll og móbergshryggir sem hafa sömu stefnu og rekbeltið. Eldstöðvakerfin Hekla, Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga eru virkust við landmótunina. Jöklar eru einnig áberandi í landslagi þar sem þeir þekja hæstu eldfjöll. Frá þeim falla skriðjöklar og jökulár. Jökulgarðar og jökullón eru einnig áberandi. Hamfaraflóð vegna eldgosa undir jökli mynduðu sandana á láglendi. Elsta bergið er um 2,5 milljón ára gamalt og finnst við rætur Lómagnúps sem er gamall sjávarhamar og eitt hæsta standberg landsins (671 m). Aðrar áhugaverðar myndanir í jarðvanginum eru steingervingar í hnyðlingum og gjóskulög sem hafa reynst vel við aldursákvarðanir. 
Upplýsingamiðstöðin á Selfossi (Svæðismiðstöð)
Upplýsingamiðstöðin á Selfossi er til húsa í ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2. Upplýsingamiðstöðin þjónustar íbúa og ferðamenn allt árið um kring. Ókeypis kort með þjónustulista og landakort frá öðrum landshlutum. Frír internetaðgangur og alltaf heitt á könnunni. OpnunartímarVirka daga | 09:00 - 18:00Laugardaga | 10:00 - 14:00Sunnudaga | Lokað
Sagnheimar - byggðasafn
Sagnheimar - byggðasafnSagnheimar eru nýtt safn sem byggir á gömlum merg byggðasafnsins. Margmiðlun er nýtt í viðbót við safnmuni til að segja  einstaka sögu Vestmannaeyja, má þar nefna: Heimaeyjargosið 1973 Aðfararnótt 23. janúar hófst eldgos í Heimaey. Þá um nóttina voru nær allir íbúarnir, um 5.300 manns, fluttir til lands. Af um 1345 húsum fór um þriðjungur undir ösku og annar þriðjungur skemmdist.  Á sýningunni getur að líta fjölda ljósmynda auk þess sem unnt er að hlusta á viðtöl. Tyrkjaránið 1627 16. júlí 1627 læddust þrjú skip upp að austurströnd Heimaeyjar og á land stigu 300 sjóræningjar. Í þrjá daga æddu þeir um eyjuna með hrópum og köllum, hertóku fólk og drápu miskunnarlaust. Af um 500 íbúum höfðu sjóræningjarnir með sér 242 fanga til skips og seldu á þrælamarkaði í Alsír. Saga Tyrkjaránsins er sögð í formi teiknimynda. Hættulegasta starf í heimi? Sjómennskan og fiskvinnsla skipa mikilvægasta sessinn í lífi Eyjamanna. Fjallað er um þróun fiskveiða, sjómannslífið, hættur og hetjudáðir, björgunarstörf, vinnslu í landi og verbúðarlíf í máli og myndum í viðbót við gamla muni. Í gamalli talstöð má heyra bæjarbúa segja sögu sjóslysa. Opnunartími 1. maí - 30. september: alla daga frá 10:00-17:00 1. október - 30. apríl: Laugardaga 13:00-16:00, aðra daga lokað (opið eftir samkomulagi)  

Aðrir (9)

Almenningssamgöngur - upplýsingasíða Klapparstígur 5a 101 Reykjavík 864-2776
Eldfjallaferðir Víkurbraut 2 240 Grindavík 426-8822
Verslunin Árborg - Grill Árbær 801 Selfoss 864-3890
Upplýsingamiðstöð Suðurlands (Landshlutamiðstöð) Sunnumörk 2-4 810 Hveragerði 483-4601
Upplýsingamiðstöð Ölfuss Hafnarberg 41 815 Þorlákshöfn 480-3890
Sveitabúðin UNA Austurvegur 4 860 Hvolsvöllur 544-5455
Fossbúð Ytri Skógar 861 Hvolsvöllur 487-8843
Hótel Skógar Ytri Skógar 861 Hvolsvöllur 487-4880
Sagnheimar Náttúrugripasafn Heiðarvegur 12 900 Vestmannaeyjar 488-2050