Víking Ferðir
Viking Tours er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á hina ýmsu afþreygingarmöguleika í Vestmannaeyjum.
Viking Tours býður upp á einkaferðir um eyjuna í lúxus bílum, rútuferðir fyrir hópa, göngur um hraunið og fjallgöngur upp á Eldfell með leiðsögn. Eingöngu heimamenn sjá um leiðsögn hjá Viking Tours. Í ferðunum okkar er farið yfir sögu Vestmannaeyja, jarðfræði, samfélagið og sérstaklega er fjallað um Heimaeyjargosið á persónulegum nótum. Leiðsögumenn Viking Tours segja dramatískar og fyndnar sögur úr gosinu ásamt eigin upplifunum eða upplifunum fjölskyldumeðlima.
Viking Tours býður einnig upp á samsettar ferðir með hinum ýmsu samstarfsaðilum í Vestmannaeyjum. Helst má nefna dagsferðir þar sem dagurinn er skipulagður fyrir hópa og það eina sem þarf að gera er að mæta á eyjuna fögru. Haldið er vel utan um hópana frá komu til brottfarar. Í samsettu ferðunum okkar er til dæmis farið í bátsferðir, rútuferðir, göngur, út að borða, farið á söfn og jafnvel er kíkt í bjórkynningu eða matarupplifanir. Allt eftir áhuga og þörfum hvers hóps.
Viking Tours skipuleggur einnig helgarferðir, starfsmanna- og/eða skemmtiferðir til Vestmannaeyja. Í þeim ferðum má einnig finna, auk þess sem áður hefur verið talið, þjóðhátíðarstemningu í hvítu tjaldi, króar-partý, árshátíðir og fleira fjör.
Við mælum með að fólk kynni sér heimasíðuna okkar https://vikingferdir.is/ og mæti svo hress með besta hópnum sínum í skemmtilega dagskrá í Eyjum.
View