Fara í efni

Rútuferðir

Rútur ganga um allt landið. Sumar leiðir er ekið allan ársins hring, en aðrar eru aðeins opnar yfir sumartímann. Hægt er að nálgast kort sem sýna allar rútu- og strætisvagnaferðir um  landið, meðal annars á upplýsingamiðstöðvum ferðamála.

Víking Ferðir
Viking Tours er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á hina ýmsu afþreygingarmöguleika í Vestmannaeyjum.  Viking Tours býður upp á einkaferðir um eyjuna í lúxus bílum, rútuferðir fyrir hópa, göngur um hraunið og fjallgöngur upp á Eldfell með leiðsögn. Eingöngu heimamenn sjá um leiðsögn hjá Viking Tours. Í ferðunum okkar er farið yfir sögu Vestmannaeyja, jarðfræði, samfélagið og sérstaklega er fjallað um Heimaeyjargosið á persónulegum nótum. Leiðsögumenn Viking Tours segja dramatískar og fyndnar sögur úr gosinu ásamt eigin upplifunum eða upplifunum fjölskyldumeðlima.  Viking Tours býður einnig upp á samsettar ferðir með hinum ýmsu samstarfsaðilum í Vestmannaeyjum. Helst má nefna dagsferðir þar sem dagurinn er skipulagður fyrir hópa og það eina sem þarf að gera er að mæta á eyjuna fögru. Haldið er vel utan um hópana frá komu til brottfarar. Í samsettu ferðunum okkar er til dæmis farið í bátsferðir, rútuferðir, göngur, út að borða, farið á söfn og jafnvel er kíkt í bjórkynningu eða matarupplifanir. Allt eftir áhuga og þörfum hvers hóps.  Viking Tours skipuleggur einnig helgarferðir, starfsmanna- og/eða skemmtiferðir til Vestmannaeyja. Í þeim ferðum má einnig finna, auk þess sem áður hefur verið talið, þjóðhátíðarstemningu í hvítu tjaldi, króar-partý, árshátíðir og fleira fjör. Við mælum með að fólk kynni sér heimasíðuna okkar https://vikingferdir.is/ og mæti svo hress með besta hópnum sínum í skemmtilega dagskrá í Eyjum.
Rent a Bus

Aðrir (8)

Skybus ehf Hólmaslóð 12 101 Reykjavík 421-4446
Almenningssamgöngur - 101 Reykjavík -
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
GTS ehf. Fossnes C 800 Selfoss 480-1200
Siggaferðir Hamarskot 801 Selfoss 772-6010
Between the Rivers Norðurbraut 33 801 Selfoss 822-3345