Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Í flestum þéttbýliskjörnum eru krár og á stærri stöðum eru þær margar. Í mörgum stórum byggðarlögum eru einnig skemmtistaðir eða klúbbar af ýmsum gerðum og gæðum. Þeir sem hafa gaman að slíku ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ströndin
Ströndin er nútímaleg krá í Vík þar sem þú getur komið og slakað á eftir langan dag.  Einstök staðsetning við ströndina skapar notalegt andrúmsloft þar sem gestir geta t.d. setið og fylgst með sólinni setjast á bakvið Reynisdranga á meðan þeir gæða sér á dýrindis vetingum.
Landhótel
Verið velkomin á Landhotel sem er staðsett í friðsælu umhverfi Landsveitar á Suðurlandi. Þegar þú nálgast hótelið tekur á móti þér töfrandi fjallasýn til austurs þar sem Hekla rís tignarlega í fjarska. Þegar þú kemur inn á hótelið tekur á móti þér hlýtt og aðlaðandi andrúmsloft sem lætur þér strax líða vel. Hótelið er innréttað í notalegum Rustic stíl, með sambland af viðar- og steinveggjum og nútímalegum húsgögnum.  Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin, með þægilegum rúmum, hágæða rúmfötum og öllum þeim þægindum sem þú þarft fyrir afslappandi dvöl. Öll herbergin eru einnig með setusvæði, þar sem þú getur notið töfrandi útsýnis til fjalla eða sveita. Hótelið býður upp á úrval af afþreyingu til að hjálpa þér að slaka á og tengjast náttúrunni.  Í SPA-inu okkar eru tvær saunur, ein infrafauð og ein gufu sauna. Einnig erum við með heitan pott á frábærum útsýnisstað fyrir utan gufubaðsaðstöðu okkar. Gestir hafa einnig aðgang að líkamsrækt okkar og leikherbergi með billjard og pílu. Hér er svo sannarlega hægt að slaka á og njóta. Fyrir þá sem vilja fara í ævintýragírinn þá getur hótelið skipulagt skoðunarferðir með leiðsögn um Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabak Syðra og aðra ævintýralega staði. Veitingastaður hótelsins býður upp á ljúffenga, staðbundna matargerð í notalegu og rómantísku umhverfi. Á matseðlinum er úrval rétta sem eru úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar það sem fæst úr nánast umhverfi. Starfsfólk okkar er alltaf reiðubúið til að mæla með uppáhaldsréttunum sínum og drykkjum. Við Landhótel eru tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem eru einungis ætlaðar fyrir gesti hótelsins. Hvort sem þú ert að leita að notalegri gistingu, útivistarævintýri eða rómantísku fríi, þá er Landhótel fullkominn áfangastaður fyrir þig.
Hótel Kría
Hótel Kría opnaði sumarið 2018 í Vík í Mýrdal. Hótelið samanstendur af 72 herbergjum og einni svítu, bar og veitingarstað. Öll herbergin eru rúmgóð, björt og með þægindin í fyrirrúmi. Vík í Mýrdal einkennist af einstakri náttúru þar sem jöklar, svartar strendur og grænar hlíðar mætast. Það er eitthvað fyrir alla að finna í Mýrdalshrepp, hvort sem að það eru gönguferðir, zip-line ævintýri eða tekið hring á golfvellinum!
Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið hótel í eigu Hreiðars Hermannssonar sem stendur einnig vaktina sem hótelstjóri. Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins. Starfsfólkið okkar í móttökuni veitir gestum með glöðu geði aðstoð við að finna áhugaverða staði til göngu- eða skoðunarferða og ef fólk er að leitast eftir annarskonar ferðum erum við í samsstarfi við fjölda ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og afþreyingu. Eftir útiveruna er tilvalið að snæða góðan mat en Bistroið okkar leggur upp með að notast við hráefni úr næsta nágrenni og er það opið frá 11:30 – 22:00. Við mælum eindregið með að gestir ljúki deginum með slökun í heitu pottum og sánum sem allir gestir hafa aðgang að án endurgjalds. Verslun með vönduðum íslenskum gjafavörum ásamt hlýjum fatnaði má finna á neðri hæð hótelsins.  Finnnið okkur á Facebook hér.
Umi Hótel
UMI hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem opnaði í ágúst 2017. Hótelið er staðsett við rætur Eyjafjallajökuls og bíður upp á einstakt útsýni á eldfjallið ásamt því að vera í nálægð við allar helstu perlur suðurlands og er því kjörin staður til að gista og njóta góðra veitinga eftir að hafa skoðað þær náttúruperlur sem Ísland hefur uppá að bjóða. Hótelið býður upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir brúðkaup, veislur og ráðstefnur. UMI hótel býður upp á 28 herbergi og þar af eru 4 superior herbergi, veitingarstað og bar.  Til að bóka beint: e-mail: info@umihotel.is (Ef bóka á sérstök tilboð)Bókunarsíðan okkar: https://property.godo.is/booking2.php?propid=124956 
Smiðjan brugghús
Smiðjan brugghús er handverksbrugghús og veitingastaður sem vara stofnað af hópi af fjölskyldu og vinum árið 2017. Smiðjan er staðsett í hjarta Víkur í eldra iðnaðarhúsnæði, þar getur þú notið útsýnis upp í fallegar hlíðar Reynisfjalls eða inn í brugghús á meðan þú slakar á og færð þér mat og fyrsta flokks handverksbjór.  Við erum einstaklega stolt af bjórnum okkar og mat. Okkar sérgrein eru þykkir og safaríkir hamborgarar, vængir og grísa spare ribs elduð upp úr Stuck at home milk stout.  Við bjóðum upp á brugghústúra þar sem við leiðum ykkur í gegnum brugghúsið og segjum ykkur söguna af því hvernig Smiðjan varð til og sögu fyrirtækisins. Við segjum ykkur frá sögu bjórsins og kynnum ykkur fyrir bruggferli bjórs. Á meðanbrugghústúrnum stendur bjóðum við ykkur bjórsmakk af hinum ýmsu bjórum sem framleiddir eru á staðnum. Túrinn tekur um 30-45 min og þarf að bóka fyrirfram.  Matseðilinn okkar er aðgengilegur hér .
Grímsborgir veitingastaður
Hótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað og bar í aðalbyggingu hótelsins. Staðurinn, sem er innréttaður í fáguðum sveitastíl er afar rúmgóður og tekur allt að 240 manns í sæti. Veitingastaðurinn er opinn daglega frá 7.00 til 22.00. Á A la Carte matseðlinum okkar má finna fjölbreytt úrval af íslenskum og alþjóðlegum gourmet réttum og fínum vínum. Lifandi tónlist, sýningar og uppákomur um helgar og eftir óskum. Hið höfðinglega morgunverðarhlaðborð er staðsett í sal veitingarstaðarins og er ávallt innifalið í gistingu á hótelinu en opið fyrir alla. Á hlaðborðinu má finna heimabakað brauð og bakkelsi, álegg, ferskt grænmeti, marmelaði og sultu, jógúrt, súrmjólk, músli og ferska ávexti, sem og heita rétti eins og hrært egg, pulsur, beikon og hafragraut. Morgunverðarhlaðborðið er opið alla daga frá kl. 7:00 – 10:00. Barinn okkar er opinn alla daga og við erum með happy hour alla daga frá kl 16:00 – 18:00.
Ölverk Pizza & Brugghús
Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett  í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins. Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.   Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum.  Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.
Lindin Restaurant
Opið allt árið. Staðsett við hlið gufubaðsins, Fontana.
Héraðsskólinn Historic Guesthouse
Héraðsskólinn að Laugarvatni er staðsettur í hjarta Gullna hringsins. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring og þar geta gestir okkar notið þess að dvelja í sögulegri byggingu og notið matarins á veitingastað Héraðsskólans. Stutt er í eina fallegustu náttúru landsins sem býður upp á ótal möguleika tengdri útivist. Gott er að enda daginn á heimsókn í jarðböðin við Laugarvatn.
Veitingahúsið Hvönn
Veitingahúsið Hvönn er staðsett í Skálholti og er opið frá kl. 11:30-21:00. Þar er mikil áhersla lögð á að vinna matinn úr íslensku hráefni og erum við í blómlegu samtarfi við ræktendur og matvælaframleiðendur á svæðinu. Á Hvönn getur þú notið íslenskrar matargerðar matreidda á framúrstefnulegan hátt og við leggjum metnað okkar í að hafa matinn okkar heimalagaðan að hætti hússins. Við vinnum mikið með gerjaðar vörur og erum meðal annars að búa til okkar eigið Kombucha og súrkál, svo eitthvað sé nefnt. Við hlökkum til að taka á móti ykkur og bjóða ykkur velkomin.

Aðrir (7)

Kaffi Hornið Hafnarbraut 42 780 Höfn í Hornafirði 478-2600
ÚPS - Restaurant Hafnarbraut 34 780 Höfn í Hornafirði 8464985
Hestakráin sveitahótel / Land og hestar Húsatóftir 2a 801 Selfoss 486-5616
Krían - Sveitakrá Kríumýri 801 Selfoss 897-7643
Kanslarinn Dynskálum 10c 850 Hella 4875100
Veitingahúsið Suður-Vík Suðurvíkurvegur 1 870 Vík 487-1515
Lundinn Veitingahús Kirkjuvegur 21 900 Vestmannaeyjar 860-6959