Gisting á bóndabæ er alveg sérstök upplifun og fyrir þá sem vilja reyna eitthvað nýtt og komast nær fólkinu í landinu er bændagisting frábær kostur.
Mr.Iceland
Hestaævintýri og matur með Víkingi
Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.
Hlökkum til að sjá þig!
View
Hali
Hali í Suðursveit er þekktur sögustaður, en þar fæddist Þórbergur Þórðarson rithöfundur (1888 - 1974). Hali er aðeins um 13 km austan Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, miðja vegu milli Hafnar í Hornafirði og Skaftafells. Um 70 km eru til Hafnar og um 73 km í Skaftafell.
Á Hala er rekið gistiheimili þar sem boðið er upp á þægilega gistingu á sanngjörnu verði í 35 tveggja og þriggja manna herbergjum í tveimur húsum. Einnig eru í boði tvær 2ja herbergja lúxusíbúðir í sérhúsi. Lokað er í desember og janúar.
Þórbergssetur á Hala er menningarsetur helgað minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Þar eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar. Í Þórbergssetri er veitingahús með vínveitingaleyfi og sætum fyrir 100 manns. Veitingahúsið er opið frá 8:00 - 21:00. Lokað er í desember og janúar nema fyrir sérpantanir
Á Hala er kjörið fyrir hópa að dvelja, njóta útiveru, fræðslu og skemmtunar. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, sagan bíður við hvert fótmál. Hægt er að panta gönguferðir með leiðsögn um fjallendi Suðursveitar.
View
Forsæti 3
Húsið er í Vestur Landeyjum, nálægt Hvolsvelli. Íbúðin er 120 fm og tekur 5 manns. Rólegur og dásamlegur staður til að slaka á.
3 svefnherbergi, rúmgóð og opin stofa og eldhús, baðherbergi með sturtu og þvottavél. 60 fm verönd fyrir utan með húsgögnum. Eldhúsið er fullbúið með uppþvottavél, ísskáp, eldavél, ofn, örbylgjuofn, kaffivél, katli og brauðrist. Hnífapör fyrir 5 manns.
View
Hunkubakkar
Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.
Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.
Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.
Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.
Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón.
Smellið hér til að bóka gistingu
View
Ferðaþjónustan Hellishólum
Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu. Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík.
Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Hólmur ferðaþjónusta
Í gamla íbúðarhúsinu eru sex herbergi tveggja og eins manna , fyrir 10 manns Í húsinu er setustofa þar sem möguleiki er að laga kaffi og te.
Yfir vetrartímann er opin eldunaraðstaða fyrir gesti í sama rými. Tvö baðherbergi eru í húsinu.
Í fjósinu er 2 x þriggja og 1 xfjögra manna fjölskylduherbergi. Í fjósinu eru 2 snyrtingar.
Við bjóðum einnig uppá morgunmat og kvöldmat, ásamt léttum veitingum yfir daginn í Jóni ríka veitingastaðnum okkar.
Þá erum við einnig með veitingastaðinn og brugghúsið Jón Ríki.
View
Hótel Laki
Hótel Laki er fjölskyldurekið hótel staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í einungis þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs.Við bjóðum uppá 64 hótelherbergi og glæsilegan veitingastað og bar.
Hægt er að fá aðgengi að glæsilegu veiðivatni í göngufæri við hótelið.
Hægt er að bóka beint á hotellaki@hotellaki.is
View
Brunnhóll
Brunnhóll er gisthús og veitingastaður sem er staðsettur á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum um 50 km austar en Jökulsárlón og 30 km vestan við Höfn í Hornafirði, aðeins 300 m frá hringveginum.
Brunnhóll er fjölskylduvænn staður og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu.
Gistiheimilið er með rúm fyrir um 75 manns, í eins-, tveggja-, og þriggja manna herbergjum auk nokkurra fjölskylduherbergja. Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Hægt er að fá bæði morgunverð og kvöldverð, auk þess léttra veitinga allan daginn.
Leitast er við að bjóða upp á afurðir sem framleiddar eru á býlinu eða í næsta nágrenni. Lögð er áhersla á að hafa ávallt heimabakað brauð á boðstólum og nýbakaðar skonsur og rabbarbarasulta eru einn af föstum liðum á morgunverðarborðinu. Sérstaklega viljum við minna á heimalagaða rjómaísinn Jöklaís, sem framleiddur er og seldur á býlinu.
Víðsýnt er úr veitingasalnum. Salurinn er tvískiptur og tekur hann um 60+ manns í sæti. Opið er út á skjólgóða verönd þar sem hægt er að njóta stórbrotinnar náttúru og útsýnis um leið og hvers konar veitinga.
Á næsta bæ, Árbæ er rekið myndarlegt kúabú. Við leitumst við að veita gestum innsýn í daglega störf bænda og þeirra vinnuhætti ásamt fræðslu um staðhætti í nágrenninu. Nokkrir erlendir starfsmenn vinna hjá okkur á hverju ári og verða oftast eins og partur af fjölskyldunni. Dvöl þeirra eykur á víðsýni og auðgar menningu heimamanna.
Opið er frá 1. febrúar til 31. október og um jól og áramót.
View
Giljagisting
Giljaland er staðsett við veg 208 í Skaftártungu á mjög fallegum stað í skógi vöxnu landi. Við leigjum 4-5 mjög vel búin sumarhús fyrir 3 til 5 manns í húsi. Giljaland er mjög vel í sveit sett til að skoða náttúruperlur suður og suðausturlands og eða til að njóta lífsins í frábærlega fallegu og skjólgóðu umhvefi. Giljaland hefur fullt rekstrarleyfi fyrir útleigu til ferðamanna. Frábærar göngu og reiðleiðir í nágrenninu.
Verið velkomin í Giljaland.
View
Lambhús
Lambhús
Í Lambhúsum er boðið upp á gistingu í smáhýsum. Þau eru staðsett við bæinn Lambleiksstaði, 30 km vestan við Höfn.
Smáhýsin eru eitt rými með gistipláss fyrir allt að 4 gesti. Þau eru tilvalin fyrir pör eða fjölskyldur. Húsin eru búin eldhúskrók, þráðlausu neti og snyrtingu með sturtu. Öll húsin hafa útsýni til Vatnajökuls.
Gestir geta komið með eigin mat og matreitt einfaldar máltíðir. Einnig eru fjölmargir veitingastaðir í nágrenninu sem bjóða upp á matvæli úr héraði.
Lambhús er staður fyrir náttúruunnendur sem sæjast eftir ró og óspilltri náttúru. Göngufólk hefur úr fjölda gönguleiða að velja. Jafnframt er fjölbreytt afþreying í boði í nágrenninu eins og til dæmis snjósleðaferðir á Vatnajökli, bátsferðir á Jökulsárlóni og heitir pottar í Hoffelli.
Í Höfn má finna gott úrval veitingastaða, sundlaug, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, matvöruverslun o.fl.
Nánari upplýsingar um héraðið: www.visitvatnajokull.is
View
Farmer´s Guest House
Verið velkomin til Farmer‘s Guest House. Við höfum að bjóða nýlega uppgert hús þar sem allt að 8 manns geta gist. Einnig höfum við þrjú smáhýsi 40 fm. Í hverju smáhýsi geta allt að 4 gestir gist.
Ljósleiðari er tengdur öllum húsum þannig að þar er frítt háhraða WIFI. Einnig vísum við á heimasíðu okkar www.meiritunga.is til að kanna framboð og þar er einnig hægt að panta gistingu.
View
Hálendismiðstöðin Hrauneyjar
Hálendið, nær en þú heldur.
Hálendismiðstöðin á Hrauneyjum er síðasti áningarstaður áður en haldið er inn á hálendi Íslands. Hrauneyjar er í nálægð við margar af sérstæðustu náttúruperlum landsins, þ.á.m. Landmannalaugar, Þjórsárdal, Heklu, Sprengisand, Veiðivötn og Fjallabak. Óspillt náttúran og friðsældin lætur engan ósnortinn sem þangað leitar.
Hótelið er opið allt árið með 48 notaleg herbergi, kærkominn veitingastaður með heimaelduðum mat, bar, lítil verslun, veiðileyfi og eldsneyti á bílinn.
View
Vorsabær 2
HestaferðirÍ Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum.
Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.
Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma.
Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn.
Sveitalíf / Heimsókn á bæinnHægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld.
Orlofshús til útleigu á bænumHúsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.
View
GlacierWorld
Við hjá Glacier World bjóðum uppá gistingu og heitar laugar í einstöku umhverfi.
Heitu náttúrulaugarnar okkar eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er fullkomið að liggja og njóta náttúru Íslands með útsýni yfir Hoffellsjökul, skriðjökul frá Vatnajökli, og safna orku eftir langt ferðalag.
Glacier World er staðsett í Hoffelli og þar bjóðum við uppá gistingu í endurgerðum húsum með útsýni fyrir Hoffellsjökul. Við bjóðum upp á tvenns konar herbergi, með sér baði og með sameiginlegu. Boðið er upp á 21 herbergi í heildina og eru 8 af þeim með sameiginlegu baði. Herbergin með sér baði eru svo í húsum sem eru gerð upp. Annað húsið er gömul hlaða sem gerð var upp 2014. Þar er að finna 8 herbergi, morgun- og kvöldverðarsal og sýningarsal. Hitt húsið er gamla fjósið í Hoffelli en það var klárað 2015.
Í fjárhúsunum sem eru innangengd úr hlöðunni er morgunverðarsalur með dásamlegu útsýni.
Innifalið í gistingunni er aðgangur að heitu laugunum.
Einnig eru gönguleiðir sem eru stikaðar í umhverfi Hoffellsjökuls fyrir þá sem vilja.
Endilega hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.
View
Gistiheimilið Lambastöðum
Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna.
Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði.
Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum.
Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu.
Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu.
Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying.
Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.
View
Árnanes
Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.
View
Hótel Vatnsholt
Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík.
Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið.
Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.
View
Efsti-Dalur II
Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.
Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!
Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals
Hestaleigan opin maí – september.
View
Dyrhólaey Riding Tours
Til leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.
View
Hótel Eldhestar
Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér.
Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.
Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum.
Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.
Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista.
36 vel búin tveggja manna herbergi með baði.
Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði.
Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn.
Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða.
Morgunverður innifalinn.
Sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Útidyr á öllum herbergjum.
Frí Internet tenging á hótelinu.
Heitir pottar.
Bar og notaleg setustofa með arinn.
Veitingastaður fyrir allt að 120 manns.
Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns.
Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar)
Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
View
Country Hótel Anna - Moldnúpur
Country hotel Anna býður uppá gistingu í 7 vel útbúnum herbergum, með sjónvarpi/gervihnetti, síma og internet tengingu. Hótelið er í hinu rómaða umhverfi Eyjafjalla og býður upp á persónulega þjónustu.
Afslöppunaraðstaða með heitum nuddpotti og sauna er til staðar fyrir gesti. Veitingasalur sem rúmar allt að 60 manns.
Matseðill fyrir litla og stærri hópa.
View
Aðrir (37)
Hey Iceland | Síðumúli 2 | 108 Reykjavík | 570-2700 |
Smyrlabjörg sveitahótel | Suðursveit | 781 Höfn í Hornafirði | 4781074 |
Skálafell gistiheimili | Suðursveit | 781 Höfn í Hornafirði | 478-1041 |
Dilksnes | Dilksnes | 781 Höfn í Hornafirði | 478-1920 |
Nýpugarðar | Nýpugarðar | 781 Höfn í Hornafirði | 893-1826 |
Gistiheimilið Stekkatún | Skálafell 2 | 781 Höfn í Hornafirði | 474-1255 |
Kálfafellstaður gistiheimili | Kálfafellstaður | 781 Höfn í Hornafirði | 4788881 |
Adventure Hótel Hof | Austurhús | 785 Öræfi | 478-2260 |
Litla-Hof | Öræfi | 785 Öræfi | 478-1670 |
Hestakráin sveitahótel / Land og hestar | Húsatóftir 2a | 801 Selfoss | 486-5616 |
Gistiheimilið Bitra | Bitra | 801 Selfoss | 480-0700 |
Heimagisting Fossnesi | Fossnes | 801 Selfoss | 486-6079 |
Icelandic Cottages | Hraunmörk Flóahreppur | 801 Selfoss | 898-0728 |
Stay for a tree - Studio Lodge | Ásamýri 2 | 801 Selfoss | 857-1976 |
Steinsholt ferðaþjónusta | Steinsholt 2 | 801 Selfoss | 486-6069 |
Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ | Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi | 804 Selfoss | 866-7420 |
Hótel Gullfoss | Brattholt | 806 Selfoss | 4868979 |
Cora´s House and Horses / Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi | Bjarnastaðir | 816 Ölfus | 844-6967 |
Núpar Cottages | Núpar | 816 Ölfus | 857-2040 |
Garður Stay Inn | Hvammsvegur | 845 Flúðir | 853-3033 |
Hvítárdalur | Hvítárdalur | 845 Flúðir | 781-2599 |
Hótel Drangshlíð | Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang. | 861 Hvolsvöllur | 765 5544 |
Rauðuskriður gisting í sveitasælunni | Rauðuskriður | 861 Hvolsvöllur | 659-0662 |
Hótel Fljótshlíð | Smáratún | 861 Hvolsvöllur | 487-1416 |
Nýlenda | Nýlenda | 861 Hvolsvöllur | 864-6002 |
Ásólfsskáli | V-Eyjafjöllum | 861 Hvolsvöllur | 861-7489 |
Ferðaþjónustan Stóru-Mörk 3 | Stóra-Mörk III | 861 Hvolsvöllur | 487-8903 |
Fagrahlíð Guesthouse | Fljótshlíð | 861 Hvolsvöllur | 863-6669 |
Skammidalur Gistiheimili | Skammidalur 2 | 871 Vík | 863-4310 |
Hótel Dyrhólaey | Mýrdalur | 871 Vík | 4871333 |
Giljur Gistihús | Giljum | 871 Vík | 866-0176 |
Norður-Hvammur gisting | Norður-Hvammur | 871 Vík | 698-9381 |
Eystri Sólheimar | Mýrdalur | 871 Vík | 692-8800 |
Hótel Búrfell | Mýrdalur | 871 Vík | 4874660 |
Sólheimahjáleiga | Mýrdal | 871 Vík | 864-2919 |
Dalshöfði Giastiheimili | Dalshöfði | 880 Kirkjubæjarklaustur | 487-4781 |
Adventure Hótel Geirland | Geirlandi | 880 Kirkjubæjarklaustur | 487-4677 |