Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofu Suðurlands 2025
Mikið var um dýrðir á Hótel Geysi föstudaginn 16. maí þar sem ferðaþjónustan á Suðurlandi fagnaði sem, fyrst með aðalfundi Markaðsstofu Suðurlands og síðar um daginn með árshátíð ferðaþjónustunnar.
Markaðsstofan bauð upp á súpu og brauð í hádeginu og í framhaldi af því setti Guðmundur Fannar Vigfússon, formaður stjórnar, fundinn. Voru þau Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar og Árdís Erna Halldórsdóttir, verkefnastjóri markaðsstofunnar, sett sem fundarstjóri og fundarritari.