Fara í efni

Fréttir

Vinnustofur Eldfjallaleiðarinnar

Markaðsstofur Reykjaness og Suðurlands hafa tekið höndum saman um að setja á laggirnar ferðaleið um suðurströnd Íslands sem leggur áherslu á eldfjöll og eldvirkni á svæðinu.

Vinnustofur í Amsterdam og Brussel

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í vinnustofum í Amsterdam og Brussel í síðustu viku. Verkefnastjóri MSS, Nejra Mesetovic, fór fyrir hönd MSS.

Sóknarfæri í nýsköpun / sunnlenskur viðskiptahraðall

Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Þar fá þátttakendur tækifæri til þess að efla sig og sínar hugmyndir undir handleiðslu reyndra þjálfara og mentora.
Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverki geimfara sem ber saman kosti þess að ferðast til Íslands og fer…

Ísland er betri áfangastaður en geimurinn

Íslandsstofa hefur sett af stað nýja herferð - Mission: Iceland. Herferðin er hluti af markaðsaðgerðum Ísland – saman í sókn. Í herferðinni eru tilvonandi geimferðamenn hvattir til að spara pening og heimsækja Ísland frekar. Um er að ræða markaðs- og kynningarverkefni fyrir áfangastaðinn Ísland á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu.

Kveðja framkvæmdastjóra – Nýtt ferðalag

Kæru vinir, með smá söknuði í hjarta segi ég ykkur frá því að ég hef sagt upp starfi mínu hjá Markaðsstofu Suðurlands...

Skráning er hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2023!

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verður haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 19. janúar 2023 frá klukkan 12 til 17.

Velheppnaður vinnufundur MAS

Starfsmenn Markaðsstofa landshlutanna (MAS) hittust á tveggja daga vinnufundi í Reykjavík í vikunni, þar sem unnið var að mörkun fyrir samstarf markaðsstofanna.

Fjölmiðlaferð um Suðurland

Í lok september voru blaðamenn frá Bandaríkjunum í samstarfi við Íslandsstofu og MSS á ferðinni um Suðurland. Fjórir blaðamenn frá mismunandi miðlum komu í ferðina ásamt fulltrúa bandarísku almannatengslastofunnar sem Íslandsstofa er í samstarfi við. Farið var með blaðamennina um Suðurlandið og fengu þeir að kynnast náttúru, gistingu, afþreyingu, mat og menningu sem landshlutinn hefur upp á að bjóða.
Nejra Mesetovic og Stefán Friðrik Friðriksson verkefnastjórar hjá Markaðsstofu Suðurlands

Vestnorden 2022 og vinnustofur í Bandaríkjunum

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden daganna 19. – 22. september s.l. Að þessu sinni fór kaupstefnan fram í Nuuk í Grænlandi en hún fer fram á Íslandi annað hvert ár og til skiptis í Færeyjum og Grænlandi þess á milli. Skráðir kaupendur voru rúmlega 150 og seljendur um 100. Sex sunnlensk fyrirtæki voru meðal sýnenda.

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Umsóknarfrestur er til kl. 13 miðvikudaginn 5. október.
Fossabrekkur

Talsverð uppbygging framundan á áfangastöðum á Suðurlandi

Talsverð uppbygging er framundan á áfangastöðum á Suðurlandi en úthlutað var úr Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nú í maí þar sem 17 verkefni á Suðurlandi voru styrkt og nam heildarupphæðin 177.785.509 kr.

Örsaga fyrirtækja á samfélagsmiðlum Markaðsstofu Suðurlands!

Við hjá Markaðsstofu Suðurlands ætlum að fara af stað í herferð í vor og sumar. Herferðin er svipuð og sú sem við fórum í seinasta sumar og gengur út á örsögur á samfélagsmiðlum.