Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Hópmynd frá fundi Markaðsstofa landshlutanna á Vestfjörðum.

Markaðsstofur landshlutanna funda á Vestfjörðum

Markaðsstofur landshlutanna áttu sameiginlegan vinnufund dagana 12.-13.nóvember. Að þessu sinni var það Markaðsstofa Vestfjarða sem sá um skipulag fundarins.

Opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026 frá klukkan 12 til 17.
Þórsmörk - Mýrdalsjökull - Eyrarrósir. Mynd: VolcanoTrails

Nýr vefur Áfangastaðaáætlunar Suðurlands opnar

Áfangastaðaáætlun hefur nú eignast sinn eigin vef og er þannig mun aðgengilegri öllum sem vilja styðja við sjálfbæra þróun áfangastaðarins Suðurlands.

Ný herferð Íslandsstofu

Í gær fór ný herferð fyrir áfangastaðinn Ísland í loftið sem ber heitið The A.U.R.O.R.A.S. - The Alliance of Ultra Reliable Observers Ready for Aurora Spotting þar sem skrautlegur hópur alþjóðlegs áhugafólks hefur valið að koma til Íslands í leit að norðurljósum.

Þrír gististaðir á Suðurlandi hljóta Michelin lykla

Íslensk gistiþjónusta hefur fengið mikilvæga alþjóðlega viðurkenningu en fimm hótel hér á landi hafa nú hlotið hinn eftirsótta Michelin lykil, sem veittur er af Michelin Guide fyrir framúrskarandi gistiaðstöðu og einstaka upplifun gesta.

48 klst stop-over á Suðurlandi með barn

Áhrifavaldurinn Brittany Hawes, sem stendur á bak við ferðavefinn Passport Playdate, heimsótti Ísland nýverið í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands. Brittany ferðast reglulega ein með fjögurra ára dóttur sína og deilir reynslu sinni og nytsamlegum ráðum um ferðalög með börn til stórs fylgis á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni.

Vestnorden ferðakaupstefnan haldin í 40. skipti!

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ferðakaupstefnunni VestNorden Travel Mart sem fór fram á Akureyri dagana 30. september - 1. október sl. Átti sýningin 40 ára afmæli að þessu sinni og var þetta í sjötta skiptið sem Vestnorden var haldið á Akureyri.
Blaðamennirnir að njóta í Húsadal

Frönsk blaðamannferð á Suðurlandi – samstarfsverkefni Markaðsstofu Suðurlands, Íslandsstofu Icelandair

Það hefur verið margt á döfinni hjá Markaðsstofu Suðurlands það sem af er hausti og er nú meðal annars einni stórri franskri blaðamannaferð nýlokið. Ferðin var unnin í samstarfi við Icelandair og Íslandsstofu, en á hið síðarnefnda í öflugu samstarfi við PR skrifstofuna FINN Partners varðandi markaðssetningu á Íslandi innan helstu markaða landsins.
STARTUP LANDIÐ - Viðskiptahraðall

STARTUP LANDIÐ - Nýr viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni

Umsóknir eru hafnar í Startup Landið – viðskiptahraðal fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni! Um er að ræða sjö vikna hraðal sem er sérstaklega opinn frumkvöðlum og fyrirtækjum á landsbyggðinni. Þar er kjörið tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki – stór sem smá – að þróa nýjar hugmyndir, prófa nýjar lausnir og byggja upp tengslanet sem getur styrkt reksturinn til framtíðar.

Hverju skila áfangastaðir?

Hvað eiga áfangastaðir ferðamanna sameiginlegt með veiðafærum? Yfir 97% erlendra ferðamanna segja að náttúra landsins hafi haft mikil áhrif á ákvörðun þeirra um að koma til Íslands. Til þess að geta notið náttúrunnar versla gestir okkar svo gistingu, mat, afþreyingu og aðra þjónustu sem skilar tekjum inn í samfélagið. Þétt net góðra áfangastaða skiptir ferðaþjónustuna því jafn miklu máli og góð veiðafæri gera í sjávarútvegi.
Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands á Hótel Geysi

Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofu Suðurlands 2025

Mikið var um dýrðir á Hótel Geysi föstudaginn 16. maí þar sem ferðaþjónustan á Suðurlandi fagnaði sem, fyrst með aðalfundi Markaðsstofu Suðurlands og síðar um daginn með árshátíð ferðaþjónustunnar. Markaðsstofan bauð upp á súpu og brauð í hádeginu og í framhaldi af því setti Guðmundur Fannar Vigfússon, formaður stjórnar, fundinn. Voru þau Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar og Árdís Erna Halldórsdóttir, verkefnastjóri markaðsstofunnar, sett sem fundarstjóri og fundarritari.
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, veitir þeim Matthildi og Ei…

Framlag til ferðaþjónustu 2025

Viðurkenninguna um framlag til ferðaþjónustu fyrir árið 2025 hlaut fyrirtækið Öræfaferðir – frá fjöru til fjalla, sem rekið er af hjónunum Einari Rúnari Sigurðssyni og Matthildi Unni Þorsteinsdóttur í Hofsnesi. Er sú viðurkenning veitt fyrir áralangt, ötult starf og framlag í þágu ferðaþjónustu á Suðurlandi.