Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

48 klst stop-over á Suðurlandi með barn

Áhrifavaldurinn Brittany Hawes, sem stendur á bak við ferðavefinn Passport Playdate, heimsótti Ísland nýverið í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands. Brittany ferðast reglulega ein með fjögurra ára dóttur sína og deilir reynslu sinni og nytsamlegum ráðum um ferðalög með börn til stórs fylgis á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni.

Brittany kom til Íslands í tengslum við Stopover áætlun Icelandair, þar sem farþegar geta dvalið á Íslandi í nokkra daga án viðbótarkostnaðar við flugið. Hún hafði 48 klukkustundir til umráða og nýtti tímann til að ferðast um Suðurland þar sem hún gisti eina nótt á Stracta Hotel á Hellu og aðra á Hotel Selfossi — sem hún lýsir sem kjörinni staðsetningu fyrir síðustu nóttina fyrir brottför, í aðeins um klukkustundar aksturfjarlægð frá flugvellinum.

Ég hefði viljað hafa lengri tíma — vika væri fullkomin — en jafnvel 48 klukkustunda viðdvöl á Íslandi er þess virði

Á ferð sinni um suðurland heimsótti Brittany meðal annars:

  • Gullfoss og Brúarfoss
  • Laugarvatn Fontana, þar sem hún smakkaði jarðbakað rúgbrauð og naut heitra lauganna
  • Efstidal II þar sem hún og dóttirin fengu að sjá kýr og njóta heimagerðs íss
  • Farmers Bistro og BRÚ hrossabúið, þar sem þau fengu að gefa íslenskum hestum „nammi“
  • Seljalandsfoss og Gljúfrabúa
  • Skógafoss og Reynisfjöru
  • Freya Café við Skógafoss og Icewear í Vík.

Brittany lýsir Suðurlandi sem einstaklega fjölskylduvænu svæði þar sem stutt er á milli áfangastaða og auðvelt að ferðast með barn. Hún nefnir sérstaklega að Ísland sé öruggt land og að svæðið bjóði upp á fjölbreyttar upplifanir á stuttum tíma, sem er tilvalið fyrir þau sem nýta Stopover prógrammið.

Brittany ritaði grein í kjölfar heimsóknarinnar og útbjó auk þess ferðahandbók þar sem hún leggur hún áherslu á að:

  • Ferðast með bílaleigubíl sé besta leiðin til að skoða Suðurland með börn þar sem það gefi mun meiri sveigjanleika.
  • Ísland sé aðgengilegt og öruggt land fyrir foreldra að ferðast ein með börn.
  • Fjölskylduvænar gistileiðir og góð þjónusta geri ferðina afslappaða og ánægjulega.

Grein Britt má finna á vef hennar Passport Playdate, og ferðahandbók hennar er aðgengileg hér í PDF-formi.