Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er mjög fjölbreytt dýralíf á svæðinu sem gaman er að skoða. Hægt er að skoða fuglafriðlandið eða kíkja í heimsókn á sveitabæi til þess að skoða húsdýrin.

Fuglar í Árborg og Flóahrepp - Hefur þú séð þessa?

Fuglafriðland í Flóa
Friðlandið í Flóa og Ölfusforir Á ósasvæði Ölfusár eru tvö stór votlendi, Friðland Fuglaverndar í Flóa austan og Ölfusforir vestan ár. Þetta eru miklar flæðisléttur með tjörnum og vötnum. Engjarnar hafa jafnt gildi á fartíma og sem varpstaður. Lómur er einkennisfugl Friðlandsins og lóuþræll og jaðrakan eru óvíða algengari. Á veturna er mikið fuglalíf í Ölfusforum, stórir hópar af urtöndum, stokköndum og gulöndum halda þar til, og jafnframt stærsti hópur gráhegra á landinu.  
Kayakferðir Stokkseyri
Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað.Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka. Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi. Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri. Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi. Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.!Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058 Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig. Komdu á Stokkseyri!
Hótel Vatnsholt
Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík.  Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið.  Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.

Aðrir (3)

Dogsledding Iceland Þingvallasvæðið, Mosfellsbær 271 Mosfellsbær 8636733
Ferðaskrifstofa Egilsstaðir 1 Egilsstaðir 1 801 Selfoss 567-6268
Traustholtshólmi ehf. Traustholtshólmi 803 Selfoss 699-4256