Fara í efni

Það er geysilega vinsælt að mynda Ísland, enda myndast landið einstaklega vel. Hægt er að bóka sérstakar ljósmyndaferðir með leiðsögn ljósmyndara sem velur fallega staði til ljósmyndunar og gefur góð ráð.

Landscape Photography iceland
Ljósmyndaferðir með litla hópa, 3-4 einstaklinga í hvert sinn. Einstaklingsmiðuð kennsla, fallegir ljósmyndastaðir og akstur í 4x4 jeppa. Hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
Öræfaferðir
Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir. Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf ásamt frændfólki og nágrönnum úr sveitinni. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan og nágrannar þeirra við að sinna ferðaþjónustunni. Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku. Hvaða þjónusta er í boði? Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta. Í áratugi hafa Öræfaferðir einnig boðið uppá þjónustu við skólaferðalög.+ Ferðir í boði í sumar: Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland. Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu. Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Brottfarir: Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM Lengd: 2 og 1/2 tími Verð í opna brottför: 9.250 kr. fullorðnir' 2.750 kr. 8-16 ára Frítt fyrir 7 ára og yngri -Fjölskylduvæn ferð -Stilltir hundar leyfðir í taumi Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða: Sérstakar brottfarir í júní og ágúst fyrir ljósmyndara (Aðeins hægt að bóka einkaferðir) Verð breytilegt eftir fjölda þátttakenda og stærri hópar fá verðtilboð Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á www.ingólfshöfði.is Fyrir vetrarferðir smellið hér: https://www.fromcoasttomountains.com Fyrir Hvannadalshnúk, smellið hér: https://www.fromcoasttomountains.com/hvannadalshnukur
Into the Wild
Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum. Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
Norðurflug
Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.  Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir. Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 27.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is    Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.
Atlantsflug - flightseeing.is
Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á. Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019. Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli. Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug. Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
Local Guide - of Vatnajökull
Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls www.localguide.isinfo@localguide.issími: 8941317 Um:Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar. Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga. Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá.  Opnunartími:Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt áriðÍshellaferðir: október - aprilGönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið. 
True Adventure
True Adventure svifvængjaflugOkkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum.  True Adventure TeymiðFlugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrirfram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið.  Lengd: ca. 1 klst.Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni.Aldurstakmark: 12 ára.Þyngd: 30 - 120 kg.Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka.Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.isVerð: ISK 35.000kr. per person. 

Aðrir (13)

Volcano Air ehf. 101 Reykjavík 863-0590
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Gnarly Adventures / Ice Pick Journeys / Icelands Hardest / Ice Climbing Iceland Hlíðargerði 25 108 Reykjavík 767-0841
En Route ehf. Krókháls 6 110 Reykjavík 868-2238
IcelandPhotoGallery.com Hvammsdalur 8 190 Vogar 897-2108
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Pristine Iceland Hvaleyrarbraut 24 220 Hafnarfjörður 888-0399
Exploring Iceland Fálkastígur 2 225 Garðabær 519-1555
Stepman.is Dynjandi 781 Höfn í Hornafirði 849-4251
Glacier and Volcano expeditions Malarás 785 Öræfi 777-4815
The Laid-Back Company Gíslholt 851 Hella 692-5068
The Island Guide Búhamar 46 900 Vestmannaeyjar 788-4001