Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

 

Suðurlandið færir þér ótal fossa

Hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér hvers vegna við ferðumst um heiminn til þess að sjá fossa? Er það til að heyra þrumandi fossinn falla? Er það í von um að sólin komi og allt í einu birtist regnbogi í úða fossins? Er það til að finna mistur fossins á andlinu okkar? Fossar hafa tilhneigingu til að vera ofarlega á ferðalistanum okkar þegar verið er að skipuleggja draumafríið, jafnvel bara til þess að fá mynd af sér með heimsfrægu kennileiti. Hvað með ferðaleið sem er helguð fossum? Hér eru nokkrir af okkar uppáhalds fossunum sem þú getur heimsótt án þess að aka neina F-vegi!

Aðgengilegt á sumrin*

*gæti þurft 4x4 bíl og göngu

 

... Hvað með ferðaleið sem er helguð fossum?

 

 

Kvernufoss - Photograph by Páll Jökull Pétursson

 

Reykjafoss

Reykjafoss

Fallegur foss í Lystigarðinum í Hveragerði.
Öxarárfoss

Öxarárfoss

Öxarárfoss rennur í þjóðgarði á Þingvöllum.
Gullfoss

Gullfoss

Gullfoss er foss í Hvítá upp af Haukadal í Árnessýslu á Íslandi, hann er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Urriðafoss

Urriðafoss

Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins.
Hjálparfoss

Hjálparfoss

Hjálparfoss er fallegur foss í Þjórsárdal.
Gjáin

Gjáin

Sérkennilegt gljúfur í Þjórsárdal innanverðum, skammt frá Stöng.
Háifoss

Háifoss

128 metra Háifoss er næsthæsti foss Íslands. Aðgengilegur á sumrin með fjórhjóladrifnum bíl eða 6 km gönguferð (aðra leið).
Þjófafoss

Þjófafoss

Þjófafoss er í Þjórsá, austan við Merkurhraun. Fossinn dregur nafn sitt af því að þar hafi þjófum áður verið drekkt.
Fossabrekkur

Fossabrekkur

Fossabrekkur eru gróðursæl vin í vikurauðninni sem þar er að finna og þarf að keyra að staðnum til að sjá hann, enda vel falinn.
Ægissíðufoss

Ægissíðufoss

Glæsilegur foss rétt sunnan við Hellu.
Gluggafoss

Gluggafoss

Nafn sitt dregur fossinn af því að vatnið hefur sorfið mjúkt móbergið og myndað göng, vatnið spýtist svo út um gangnaopin, „gluggana“ í fossinum neðan
Seljalandsfoss

Seljalandsfoss

Foss í Seljalandsá þar sem hún steypist fram af hömrum Vestur-Eyjafjalla norðan við Seljaland.
Gljúfrabúi

Gljúfrabúi

Ákveðin dulúð er yfir fossinum þar sem hann fellur ofan í djúpa gjá en framan við fossinn er mikill hamraveggur úr móbergi sem lokar fossinn af svo að
Skógafoss

Skógafoss

Skógafoss er talinn meðal fegurstu fossa landsins.
Kvernufoss

Kvernufoss

Kvernufoss er í gili rétt austan við Skógafoss. Fossinn sést vel frá þjóðveginum, en betra er að ganga að honum frá Skógum.
Systrafoss

Systrafoss

Systrafoss heitir fossinn þar sem Fossá fellur úr Systravatni fram af fjallsbrúninni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur.
Foss á Síðu

Foss á Síðu

Foss á Síðu er stórbrotið bæjarstæði um 10 km fyrir austan Kirkjubæjarklaustur.
Svartifoss

Svartifoss

Svartifoss er einn af einstöku fossunum sem suðurlandið hefur að geyma. Fossinn er staðsettur í Skaftafelli, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Áhugaverðar göngur

Skógafoss - Photograph By Þórir N. Kjartansson

Svartifoss - Photograph by Þorsteinn Roy Jóhannsson

Háifoss 

Vegalengd: 12 km samtals
Erfiðleikastig: Miðlungs. Leiðin er brött á smá kafla og krefst varúðar. 

Háifoss er næsthæsti foss Íslands, 122 metra hár. Það eru tvær leiðir til að komast að Háafossi: Annað hvort að ganga eða keyra þangað. Gangan er 6 kílómetrar hvora leið. Gangan hefst við Stöng, þar sem Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er. Merkt gönguleið er í Fossárdal, svo er farið meðfram Fossánni. Þegar komið er að botni dalsins tekur við nokkuð brattur kafli upp á við, að brúninni gegnt Háafossi og Granna. Vertu varkár og haltu öruggri fjarlægð frá brúninni meðan þú nýtur glæsilegs útsýnisins. Auðveldast er að ganga sömu leið til baka. Annars er líka hægt að ganga eftir línuveginum (nr.332) svo úr verður hringferð sem er um 18 kílómetrar.

Viltu frekar keyra að fossinum? Þá er keyrt eftir veg númer 332, sem er grófur malarvegur einungis fær fjórhjóladrifnum ökutækjum en vegurinn liggur að bílastæði við Háafoss. Þaðan er aðeins fimm mínútna labb að útsýnisstaðnum.

Gönguleiðin við Skógá

Vegalengd: Allt að 16 samtals. 
Erfiðleikastig: Miðlungs, talsverð hækkun.

Skógá er fyrst og fremst þekkt fyrir Skógafoss. Færri vita að áin geymir fleiri fossa sem hægt er að sjá á þessari heillandi gönguleið. Gangan hefst upp tröppurnar við Skógafoss. Þaðan þræðir stígurinn meðfram ánni með stöðugri, aflíðandi hækkun. Hafðu í huga því lengra sem þú ferð, þá þarftu að reikna með að vera jafn lengi á leiðinni til baka. Ef þú heldur lengra áfram, þá kemur þú að lokum að göngubrú yfir ána. Þetta er góður staður til að snúa við, ganga til baka og njóta sjávarútsýnisins til suðurs.

(Göngugarpar sem fara lengra eru líklega að ganga Fimmvörðuhálsinn, sem er krefjandi 25 km ganga aðra leið sem endar í Þórsmörk. Að ganga um Fimmvörðuháls krefst vandlegrar fyrir fram skipulagningar og göngureynslu).

Gangan að Svartafossi

Vegalengd: 5,5km fram og til baka. 
Erfiðleikastig: Auðlvelt.

Svartifoss fellur fram af fallegum svörtum basalt kletti. Gangan hefst við Skaftafellsstofu, gengið meðfram tjaldsvæði og beygt upp í hæðina en þá byrjar mild hækkun að útsýnisstaðnum sem er fyrir ofan fossinn. Leiðin leiðir þig síðan að fossinum og yfir göngubrú til að komast að hinu gljúfrinu og að öðrum útsýnisstað. Á leiðinni til baka í gestastofuna liggur leiðin framhjá gömlu torfhúsi sem heitir Sel. Þetta er auðveld ganga og tilvalin leið til að njóta Skaftafellsþjóðgarðs.

Öryggið í fyrirrúmi 

Kynntu þér leiðina áður en þú heldur af stað og vertu alltaf á merktum stígum. Veðrið mun líklega breytast meðan á göngunni stendur, svo þú verður að skoða veðurspána áður en þú ferð út.

Klæddu þig vel: taktu með húfu, hanska, hlýja peysu, vatnsheldan jakka og buxur. Pakkaðu nesti og vatni, jafnvel fyrir stuttar göngur. Skildu eftir ferðaáætlun á Safetravel.is eða láttu einhvern vita um áætlanir þínar ef um lengri göngu er að ræða. Aldrei fara í gönguferð án þess að vera með fullhlaðinn síma.

 

 

 

Hálendis fossarnir

Ertu á leiðinni á hálendið? Ertu búinn að skoða og plana hvert þú ætlar að fara og hvað þú ætlar að skoða? Eða er planið að bóka ferð hjá einhverju fyrirtæki með leiðsögumanni? Því á hálendinu er tækifæri til að sjá enn fleiri og afskekktari fossa. Hálendisvegir, eða F-vegir, eru aðeins opnir á sumrin. Að ferðast um hálendið krefst þekkingar, reynslu og skipulags. Safetravel.is veitir traustar upplýsingar um akstur á hálendinu. Ýmis ferðafyrirtæki bjóða upp á dagsferðir og lengri ferðir á hálendi Íslands.

Fagrifoss

Fagrifoss er fallegur 80 metra hár foss í eldfjallalandslagi við Lakagíga. Fossinn rennur í mjúkri beygju af bröttu móbergsfjalli inn í grænt gil fyrir neðan.

Vegur F-206 að fossinum og gígunum er grófur fjallvegur fyrir breytta fjórhjóladrifna bíla. Á leiðinni eru óbrúaðar ár sem fara verður varlega yfir. Eins og á öðrum F-vegum á Íslandi er þetta ekki vegur fyrir venjulega bílaleigubíla. Þess vegna gætirðu viljað skoða jeppaferðir með leiðsögn til að sjá Fagrafoss og Lakagíga frekar en að hætta á að skemma bílinn þinn.

Safetravel.is veitir traustar upplýsingar um akstur á hálendinu. 

Ófærufoss

Ófærufoss er stórbrotinn foss sem fellur í tveimur fossum ofan í Eldgjá. Besta leiðin til að komast þangað er á fjórhjóladrifnum bíl. Beygt er af hringveginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs inn á veg númer 208. Aðeins lengra er beygt á inn á fjallveg F-208. Gott er að stoppa í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli til að fá nýjustu upplýsingar um árvöð og færð fram undan. Ef aðstæður eru öruggar er haldið í Eldgjá. Leggðu bílnum þínum og njóttu stuttrar gönguferðar að þessum.

Ýmis ferðafyrirtæki bjóða upp á dagsferðir og lengri ferðir á hálendi Íslands.

Fagrifoss - Photograph by Páll Jökull Pétursson

Ófærufoss - Photograph by Þorvarður Árnason