Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Íslandi er fjöldinn allur af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hótel Jökull
Hótel Jökull er fjölskyldurekið hótel, staðsett í nágrenni Vatnajökuls. Landslagið umhverfis hótelið er stórbrotið og mörg herbergjanna hafa frábært útsýni yfir nærliggjandi fjöll. Hótelið er rétt við hringveg nr. 1, um 8 km frá Höfn í Hornafirði og 453 km frá Reykjavík. Hótelið býður uppá gistingu í 58 herbergjum með veitingastað sem býður upp á morgunverð og kvöldmat. Nettenging er góð á öllu hótelinu og nóg er af bílastæðum fyrir framan hótelið auk hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Starfsfólk Hótel Jökuls er til taks við að ráðleggja gestum varðandi afþreyingu og útivist á á svæðinu, hjálpa til við að bóka dagferðir og skipuleggja ævintýralega dvöl. Hótelið er vel staðsett fyrir þá ferðalanga sem vilja skoða Vatnajökulsvæðið og Suðurlandið. Það er mikið úrval af afþreyingu í boði nálægt hótelinu, svo sem gönguleiðir, íshellaferðir, vélsleðaferðir, golfvöllur og sundlaug.
Gróðurhúsið
Gróðurhúsið leggur áherslu á sjálfbærni og að skapa grænt umhverfi í allri starfsemi okkar. Frá jörðu og upp í minnsta margnota tannstöngul. Reynum eftir bestu getu að versla inn allt staðbundið, vinna með íslenskum framleiðendum og vörum, lágmarka flutninga, endurnýta gömul og falleg húsgögn og velja umhverfisvænustu lausnirnar í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Með því að vinna með staðbundnum leiðsögumönnum og fyrirtækjum styðjum við við einstaklinginn og samfélagið sem umlykur hótelið okkar.
Fosshótel Núpar
Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur, svo sem Lakagíga, Systrastapa, Dverghamra, Lómagnúp, Núpsstað, Skaftafell og Jökulsárlón. Á hótelinu er að finna veitingahús sem býður upp á magnað útsýni yfir hraunbreiðurnar. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti. Á Fosshótel Núpum bjóðum við upp á falleg og stílhrein herbergi með öllum þeim þægindum sem fylgja 3 stjörnu hóteli. Að auki fylgir öllum herbergjum lítill sólpallur sem veitir þér aðgengi að stórbrotinni náttúru í kringum hótelið og er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta morgun- eða kvöldsólarinnar. Ókeypis þráðlaust net Morgunverður í boði Ókeypis bílastæði Veitingastaður  Bar Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum.   Hluti af Íslandshótelum. 
Hótel Örk
Hótel Örk er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett í Hveragerði, um 45 km frá Reykjavík. Á hótelinu má finna björt og vel innréttuð herbergi, allt frá standard upp í glæsilegar svítur sem tryggja ánægjulega og eftirminnilega dvöl í fallegu umhverfi. Gestir hafa aðgang að útisundlaug, veitingastað, heitum pottum, gufubaði, golfvelli og afþreyingarherbergi. Hótelið býður einnig upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir árangursríka fundi, veislur og aðra mannfagnaði. HVER Restaurant er vinsæll veitingastaður í sama húsi og hótel Örk þar sem lögð áhersla er á góða og persónulega þjónustu. HVER er með fjölbreyttan a la carte matseðil sem og matseðil fyrir hópa og hentar því vel fyrir alla. Á HVER Bar gefst fólki færi á að slappa af eftir amstur dagsins og njóta góðra drykkja. Opið er allt árið. Verið velkomin!
Country Hótel Anna - Moldnúpur
Country hotel Anna býður uppá gistingu í 7 vel útbúnum herbergum, með sjónvarpi/gervihnetti, síma og internet tengingu. Hótelið er í hinu rómaða umhverfi Eyjafjalla og býður upp á persónulega þjónustu.  Afslöppunaraðstaða með heitum nuddpotti og sauna er til staðar fyrir gesti. Veitingasalur sem rúmar allt að 60 manns.  Matseðill fyrir litla og stærri hópa.
Hótel Vestmannaeyjar
Hótel Vestmannaeyjar er 43 herbergja hótel staðsett í hjarta miðbæjarins. Herbergin hafa  baðherbergi með sturtu. Gestir hafa aðgang að þráðlausri nettengingu inni í herbergjum. Spa er á neðstu hæð hótelsins með heitum pottum og sauna. Morgunverður er framreiddur í veitingasal alla morgna 7:00 – 10:00. Veitingastaður er á hótelinu sem er opinn alla daga á sumrinn. Nálægðin við fengsæl fiskimið gefur möguleika á fersku hráefni daglega. Matseðill veitingastaðarins er fjölbreyttur og reynt að mæta óskum allra. Hótel Vestmannaeyjar er góður kostur fyrir þá sem vilja slaka á, njóta fallegrar náttúru, skoða mannlífið á eyjunni eða spila golf á glæsilegum 18 holu velli.
Hótel Rangá
Hótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum Íslendinga innanlands auk þess sem hótelið er vinsæll áfangastaður gesta víðsvegar að úr heiminum. Hótelið er vel staðsett fyrir ráðstefnur, brúðkaup og glæsilegar veislur.Á Hótel Rangá er 51 herbergi, þar af átta fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er búið koníaksstofu, tveimur börum og tveimur ráðstefnusölum sem báðir eru búnir allri nauðsynlegri tækni til nútímalegs ráðstefnuhalds. Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slaka þar á um leið og þeir njóta útsýnisins til Eystri Rangár sem rennur þar rólega hjá. Ekki spillir fyrir stjörnubjartur himininn og norðurljósin þegar þau sjást. Hægt er að gera dvölina á hótelinu enn ánægjulegri með því að fá nudd í slakandi sveitaumhverfinu.    Gps punktarnir okkar eru: 63°46'50.53"N og 20°17'58.86"W. 
Fosshótel Vatnajökull
Stórkostlegt útsýni til Vatnajökuls Fosshótel Vatnjökull er vinsælt hótel á fallegum stað rétt fyrir utan Höfn, með einstakt útsýni yfir jökulinn. Öll þægindi eru til staðar og allt til alls fyrir ferðalanga. Boðið er upp á fyrsta flokks matseðil á veitingastaðnum en auk þess er bar og aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur á hótelinu. 66 herbergi Morgunverður í boði Veitingastaður og bar Fundaraðstaða Frítt þráðlaust net Ókeypis bílastæði Hleðslustöð Takmörkuð starfsemi á veturna Smelltu hér fyrir upplýsingar um ráðstefnu- og fundarhöld á Fosshótel Vatnajökli. Hluti af Íslandshótelum.
Landhótel
Verið velkomin á Landhotel sem er staðsett í friðsælu umhverfi Landsveitar á Suðurlandi. Þegar þú nálgast hótelið tekur á móti þér töfrandi fjallasýn til austurs þar sem Hekla rís tignarlega í fjarska. Þegar þú kemur inn á hótelið tekur á móti þér hlýtt og aðlaðandi andrúmsloft sem lætur þér strax líða vel. Hótelið er innréttað í notalegum Rustic stíl, með sambland af viðar- og steinveggjum og nútímalegum húsgögnum.  Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin, með þægilegum rúmum, hágæða rúmfötum og öllum þeim þægindum sem þú þarft fyrir afslappandi dvöl. Öll herbergin eru einnig með setusvæði, þar sem þú getur notið töfrandi útsýnis til fjalla eða sveita. Hótelið býður upp á úrval af afþreyingu til að hjálpa þér að slaka á og tengjast náttúrunni.  Í SPA-inu okkar eru tvær saunur, ein infrafauð og ein gufu sauna. Einnig erum við með heitan pott á frábærum útsýnisstað fyrir utan gufubaðsaðstöðu okkar. Gestir hafa einnig aðgang að líkamsrækt okkar og leikherbergi með billjard og pílu. Hér er svo sannarlega hægt að slaka á og njóta. Fyrir þá sem vilja fara í ævintýragírinn þá getur hótelið skipulagt skoðunarferðir með leiðsögn um Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabak Syðra og aðra ævintýralega staði. Veitingastaður hótelsins býður upp á ljúffenga, staðbundna matargerð í notalegu og rómantísku umhverfi. Á matseðlinum er úrval rétta sem eru úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar það sem fæst úr nánast umhverfi. Starfsfólk okkar er alltaf reiðubúið til að mæla með uppáhaldsréttunum sínum og drykkjum. Við Landhótel eru tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem eru einungis ætlaðar fyrir gesti hótelsins. Hvort sem þú ert að leita að notalegri gistingu, útivistarævintýri eða rómantísku fríi, þá er Landhótel fullkominn áfangastaður fyrir þig.
Blue Hotel Fagrilundur
Blue Hótel Fagrilundur er nýtt 40 herbergja Hótel í Reykholti Biskupstungum.  Öll herbergi eru með baðherbergi, ísskáp með frysti, hitakatli, te og kaffi. Á hótelinu eru tveir heitir pottar og lítill bar í móttökunni. Ekki er veitingastaður á hótelinu en Veitingahúsið Mika er hinum megin við götuna. Innifalið í öllum bókunum er morgunverður. Friðheimar, Aratunga, Bjarnabúð, Tjaldsvæðið og sundlaugin í Reykholti eru í stuttu göngufæri. Við bjóðum uppá sjálf-innritun þar sem gestir fá sendann kóða og einnig erum við með móttöku opna frá 15:00-22:00 alla daga í litla húsinu við hlið hótelsins þar sem morgunverðurinn er borinn fram.
Hótel Klaustur
Hótel Klaustur er staðsett í þorpinu Kirkjubæjarklaustur sem rómað er fyrir mikla náttúrufegurð og veðursæld. Frábærar dagsferðir frá hótelinu eru meðal annars að; Jökulsárlóni, og fyrir  breytta bíla að Lakagígum og Landmannalaugum. Einnig er mikið úrval frábærra gönguleiða styttri og lengri á og í kringum Klaustur. Sundlaug Kirkjubæjarklaustur er í 2 mínúta gangi frá hótelinu sem er frábær endir á góðum degi. Hótelið hefur upp á að bjóða 56 herbergi og 1 svítu, einnig er á hótelinu glæsilegur veitingastaður og bar, þar sem gott er að eiga notalega kvöldstund í nálægð við náttúröflin. Á hótelinu er góð aðstaða fyrir hvers kyns fundi eða aðra mannfagnaði allt árið um kring.
360° Boutique Hotel
Hótel Skálholt ehf.
Hótel Skálholt er menningarhús með gistingu, veitingum og viðburðahaldi. Hótelið er staðsett í Gullna Hringnum og er einnig í nálægð við fjölda vinsælla ferðamannastaða eins og Þórsmörk, Landmannalaugar, Suðurströndina og Vestmannaeyjar. Það er auðvelt að taka dagsferðir út frá Skálholti. Gistingin er notaleg og umhverfið friðsælt og fagurt. Hægt er að bóka herbergi hjá okkur allan ársins hring.
Litli Geysir Hótel
Litli Geysir Hótel er staðsett á Geysi í Haukdal við hlið golfvallarins og á móti hverasvæðinu. Þar eru 22 herbergi og veitingasalur, öll herbergin eru með flatskjá og sérbaðherbergi.   Geysir veitingahús er í göngufæri við Litla Geysi. Starfsfólk hótelsins getur aðstoðað við að bóka ferðir um svæðið og afþreyingu á borð við vélsleðaferðir, hestaleigu, flúðasiglingar og golf. Á staðnum er einnig minjavöru- og fataverslun.
Hótel Eldhestar
Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér. Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.   Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum. Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.   Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista.  36 vel búin tveggja manna herbergi með baði. Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði. Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn. Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Morgunverður innifalinn. Sjónvarp inn á öllum herbergjum. Útidyr á öllum herbergjum. Frí Internet tenging á hótelinu. Heitir pottar. Bar og notaleg setustofa með arinn. Veitingastaður fyrir allt að 120 manns. Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns. Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar)  Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
Hótel Selfoss
Hótel Selfoss er staðsett á bökkum Ölfusá við nýjan miðbæ Selfoss í hjarta Suðurlands.   Á hótelinu eru 139 herbergi, veitingastaður, bar og heilsulind. Herbergin eru vel búin öllum þægindum með gervihnattasjónvarpi, háhraða tölvutengingu, minibar, hárþurrku og öryggishólfi.  Fullkomin veislu, funda og ráðstefnuaðstaða er í eldri hluta hótelsins sem tekur allt að 450 manns í sæti.  Á meðan á dvöl þinni stendur getur þú slakað á í Riverside spa. Fyrir lítið gjald er hægt að kaupa aðgang að heilsulindinni og slaka á í hefðbundnu íslensku gufubaði, sánu og heitum potti. Á Hótel Selfossi er háklassa veitingastaður, Riverside restaurant sem tekur allt að 300 manns í sæti.  Bíóhúsið sem er staðsett á hótelinu er glæsilegt með vönduðum sætum og fullkomnu hljóð- og myndkerfi. Með Bíóhúsinu eru 2 ráðstefnusalir til viðbótar fyrir alls 180 manns.
Hótel Lækur
Hótel Lækur er lítið fjölskyldurekið sveitahótel á suðurlandi, stutt er í allar helstu náttúruperlur suðurlands. Hótelið er byggt úr gömlum útihúsi og fjárhúsi. Mikið er lagt upp úr útliti og hönnun og skemmir fjallagarðurinn, jöklarnir og áinn sem umlykur hótelið ekki fyrir. Gestir eru kvattir til að njóta náttúrunna, taka göngutúr meðfram ánni, leika sér í fótbolta eða frisbí golfi og hitta dýrin á bænum.   Hótel Lækur er með 21 herbergi í ýmsum stærðum ásamt 4 stökum húsum sem notið hafa mikilla vinsælda fyrir fjölskyldur, tvö pör að ferðast saman og sem svítur fyrir stök pör. Gott er að njóta kvöldsólarinnar með lækinn í forgrunni eða horfa á norðurljósin yfir Heklunni. Heitur pottur, gufa og kaldur pattur er á hótelinu og er frítt öllum til afnota. Öll herbergi hafa sér inngang, einkabaðherbergi, stóla og borð, kaffi og te, frítt net, sjónvarp og baðherbergisvörur.   Hótel Lækur hefur notið mikilla vinsælda á umsagnarkerfum internetsins en til að mynda eru þau með 9,6 á hotels.com, í fyrsta sæti í sínum flokki á tripadvisor o.fl.  
Gistiheimilið Lambastöðum
Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna.  Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði. Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum. Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu. Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu. Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying. Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.
Hótel Geysir
Kennileiti Íslands, Geysir, gaf hótelinu nafn og stendur við dyr þess.  Þann 1. ágúst 2019 opnaði Hótel Geysir sem lúxus hótel með 77 herbergi þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina, hágæða Jensen rúmum og eru óvenju rúmgóð. Áhersla er lögð á að byggingin sé hógvær í umhverfi sínu og endurspeglast það í formi hennar og landslagsmótun en byggingin er formuð þannig að hún skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins.  Lögð er áhersla á umhverfisvænar vörur og sjálfbæra stefnu. Glæsilegur veitingastaður er samtengdur hótelinu. Þar er boðið upp á mikið af afurðum beint frá bónda en við erum í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og njótum þess allra ferskasta hráefnis sem völ er á.
Umi Hótel
UMI hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem opnaði í ágúst 2017. Hótelið er staðsett við rætur Eyjafjallajökuls og bíður upp á einstakt útsýni á eldfjallið ásamt því að vera í nálægð við allar helstu perlur suðurlands og er því kjörin staður til að gista og njóta góðra veitinga eftir að hafa skoðað þær náttúruperlur sem Ísland hefur uppá að bjóða. Hótelið býður upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir brúðkaup, veislur og ráðstefnur. UMI hótel býður upp á 28 herbergi og þar af eru 4 superior herbergi, veitingarstað og bar.  Til að bóka beint: e-mail: info@umihotel.is (Ef bóka á sérstök tilboð)Bókunarsíðan okkar: https://property.godo.is/booking2.php?propid=124956 
Þóristún
Hótel Þóristún er staðsett í einu af gömlu húsum Selfoss meðfram árbakkanum. Húsið var endurnýjað árið 2014 en hefur haldið sínum gamla sjarma. Íbúðirnar okkar eru staðsettar miðsvæðis, á rólegum stað beint á móti kirkjunni. Fjölbreytt úrval góðra vetingastaða í göngufæri.  Þóristún íbúðirnar bjóða upp á 5 íbúðir með eldunaraðstöðu og vel búið eldhús.
Hótel VOS
Hótel VOS er lítið og notalegt sveitahótel, staðsett á býlinu Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hellu. Morgunverður er innifalinn og hægt er að panta borð á veitingastaðnum fyrir kvöldverð. Á veitingastaðnum bjóðum við upp á ýmiss konar rétti og flest hráefni er fengið í nágrenninu. Hótelið er allt á einni hæð og öll 18 herbergin eru með sérinngang, einkasalerni og aðgangi að heitum potti. Við erum einnig með gott aðgengi fyrir hjólastóla. Hótel VOS er tilvalinn staður til að njóta þess sem suðurströndin hefur að bjóða, hvort sem þú hefur í hyggju að slaka á eða kanna náttúruna og samfélögin í nágrenninu. Vinsamlegast hafið samband við info@hotelvos.is til að fá upplý singar um verð og að bóka gistingu. Einnig er hægt að hafa beint samband við okkur á heimasíðu hótelsins www.hotelvos.is 
Torfhús Retreat
Hugmyndin að Torfhús Retreat var að skapa einstakt umhverfi fyrir gesti hvaðanæva úr heiminum til þess að njóta þess besta sem íslenska sveitasælan hefur uppá að bjóða. Ástríða okkar felst í að færa þessa ramm-íslensku byggingarhefð yfir í nútímann og gera fólki kleift að njóta friðsællar náttúrunnar samhliða öllum nútímaþægindum. Torfhús Retreat svæðið samanstendur af 25 herbergjum og svítum að auki við Langhúsið, sem hýsir veitingastaðinn, móttökuna og gangverkið. 10 „Torfhús“-svítur sem rúma fjóra, með stuðlabergshlaðinn heitann pott við hvert hús. 15 „Torfbær“-herbergi sem rúma tvo, þar sem hver þriggja herbergja þyrping deilir stuðlabergshlöðnum heitum potti.
Hótel Vatnsholt
Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík.  Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið.  Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.
Hótel Grímsborgir
Hótel Grímsborgir er glæsilegt vottað fimm stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Hótelið býður upp á gistingu í 68 superior herbergjum, 7 svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum.  Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins. Hótelið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir ýmiss konar funda- og viðburðarhöld og er aðeins í 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík Veitingahúsið Grimsborgir Restaurant tekur 170 manns í sæti.  Kjörinn staður  til að halda  upp á afmælið, brúðkaupsveislu, ættarmót og ýmiskonar mannfagnaði. Hringið í síma 555 7878  eða sendið okkur e-mail info@grimsborgir.com  og fáið nánari  upplýsingar um verð og aðstöðuna hjá okkur. 
Hunkubakkar
Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði. Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar. Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli. Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.   Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón. Smellið hér til að bóka gistingu 
Ferðaþjónustan Hellishólum
Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Árnanes
Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.
Hótel Vík í Mýrdal
Hótel Vík í Mýrdal er eitt af virtustu gististöðum á suðurlandi. Með stílhreinri hönnun er það með flottari nútíma hótelum landsins. Hótel Vík í Mýrdal dregur mikið stolt af góðri þjónustu og frábæri staðsetningu. Hótelið er staðset aðeins hálfum kílómeter frá svörtu fjörunni og er frábært sjávarútsýni úr herbergjum okkar. Í norður hluta hótelsins er einstakt kletta útsýni sem erfitt er að finna annarsstaðar á Íslandi. Hótelið er fjölskyldurekið af heimamönnum sem vilja einungis tryggja að gestir fái sem bestu upplifun þegar þeir heimsækja Vík.
Hótel Laki
Hótel Laki er fjölskyldurekið hótel staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í einungis þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs.Við bjóðum uppá 64 hótelherbergi og glæsilegan veitingastað og bar.  Hægt er að fá aðgengi að glæsilegu veiðivatni í göngufæri við hótelið. Hægt er að bóka beint á hotellaki@hotellaki.is
Hótel Kría
Hótel Kría opnaði sumarið 2018 í Vík í Mýrdal. Hótelið samanstendur af 72 herbergjum og einni svítu, bar og veitingarstað. Öll herbergin eru rúmgóð, björt og með þægindin í fyrirrúmi. Vík í Mýrdal einkennist af einstakri náttúru þar sem jöklar, svartar strendur og grænar hlíðar mætast. Það er eitthvað fyrir alla að finna í Mýrdalshrepp, hvort sem að það eru gönguferðir, zip-line ævintýri eða tekið hring á golfvellinum!
Fosshótel Jökulsárlón
Stórkostlegt umhverfi og mikil náttúrufegurð Fosshotel Jökulsárlón er staðsett á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands en þar er eitt vinsælasta göngusvæði landsins. Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta. Herbergjategundir:Economy standard, standard, ocean view, triple, family deluxe, suite og executive suite með svölum og prívat heitum potti 125 herbergi Veitingastaður og bar Ókeypis þráðlaust net Ókeypis bílastæði Morgunmatur opinn 07.00-10.00 Veitingastaður opinn 18.00-22.00 – borðapöntun nauðsynleg Bar matseðill frá 12:00 – 22:00 alla daga Barinn er opinn frá 12:00 – 00:00 alla daga Þvottaþjónusta gegn gjaldi Þurrgufa og pottar opin frá 08:00 – 12:00 og 15:00 – 23:00 alla daga Þurrgufa og pottar innifalin í herbergjaverði Móttakan er opin allan sólahringinn Happy alla daga 16:00 – 18:00  Hluti af Íslandshótelum.
Hotel South Coast
Hotel South Coast er nýlegt hótel staðsett hjá nýja miðbænum í Selfossi. Við erum í göngufæri við alla helstu veitingastaði og þjónustu í Selfossi.  Aðeins stuttur spölur frá Reykjavík eða rétt yfir heiðina. Tilvalinn staður til að stoppa við og njóta þess að gista, slaka á í heilsulindinni og fá sér góðan morgunverðu áður en áfram er haldið.  Við bjóðum upp á 72 herbergi og þar af 7 Deluxe herbergi og svo 8 með hjólastólaaðgengi. Svo í heilsulindinni okkar bjóðum við upp á tvo heita potta, finnska sánu og slökunarherbergi ásamt drykkjarþjónustu.  Frá Selfossi er stutt í helstu náttúruperlur Suðurlands svo sem Geysir, Gullfoss og Þingvellir ásamt góðu aðgengi að nýjasta eldgosi Íslands.  
Hótel Höfn
Hótel Höfn er gott hótel með 68 vel búnum herbergjum. Á efri hæð er veitingasalur sem rúmar 120 gesti  og á hótelinu er notalegur bar. Annar veitingastaður, Ósinn, er á fyrstu hæð og rúmar hann um 50 gesti með fjölbreyttum matseðli. Hótel Höfn er örfáa kílómetra frá stærsta jökli Evrópu þar sem hægt er að fara á sleða- eða í jeppaferð. Hótel Höfn er ákjósanlegur staður fyrir minni ráðstefnur eða allt að 110 manns og skaffar hótelið allan tæknibúnað.
Hótel Skaftafell
Hótel Skaftafell er huggulegt þriggja stjörnu ferðamannahótel á einum af fallegustu stöðum Íslands.Í Skaftafelli eru 63 einföld en góð hótelherbergi með sturtu/salerni, gervihnattasjónvarpi, síma og þráðlausri internettengingu. Öll herbergin eru á jarðhæð í fjórum mismunandi byggingum með stórkostlegu jöklaútsýni. Hafið samband fyrir verð og bókanir.
The Hill Hotel
Verið velkomin á The Hill Hotel á Flúðum, heillandi 3 stjörnu hótel staðsett á Suðurlandi. Tæplega tveir tímar frá Reykjavík og flugvellinum. Hótelið okkar býður upp á fullkomna blöndu af aðgengi og kyrrlátu sveitalífi. Aðalbyggingin okkar býður upp á 32 herbergi á jarðhæð með svölum, en hið síðarnefnda gefur beinan aðgang að heitu pottunum. Fyrir fjölskyldur bjóðum við upp á 11 herbergi og 5 herbergi með sameiginlegri aðstöðu sem ódýran valkost. Ævintýraleitendur elska nálægð okkar við náttúruundur Íslands, þar á meðal Langjökul, jarðhitalaugar og Gullna hringinn. Njóttu afþreyingar eins og flúðasiglingu, fiskveiða, hestaferða, vélsleðaferða, snorkl og slakaðu á í heitu pottunum okkar á meðan þú horfir á norðurljósin á veturna. Þetta er allt hluti af upplifuninni! Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á ferskum, staðbundnum afurðum, sem tryggir yndislega matreiðsluupplifun. Hvort sem þú ert hér í sólóævintýri, fjölskyldufríi eða hópferð, lofar The Hill Hotel notalegri, eftirminnilegri dvöl í hjarta hins töfrandi landslags Íslands. Vertu með á The Hill Hótel á Flúðum, þar sem hver dvöl lofar að vera óvenjulegt ferðalag. 
Höfn | Berjaya Iceland Hotels
Höfn | Berjaya Iceland Hotels er staðsett við höfnina á Höfn og býður upp á herbergi með sérbaðherbergi. Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er framreitt daglega og hægt er að kaupa sér hressingu til að taka með sér í ævintýri dagsins. Á svæðinu í kring eru möguleikar á hinni ýmsu útivist. Gestir geta farið í fjallaferðir, jöklaferðir á vélsleðum og ísklifur á svæðinu. Boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á gististaðnum. Aðstaða á staðnum: 36 herbergi með baðherbergi Frítt internet Einstaklings- og hópabókanir Afþreying í nágrenninu: Vélsleðaferðir á jökul Jöklaklifur Fjallaferðir Bátsferðir um Jökulsárlón Sundlaug með heitum pottum á Höfn Níu holu golfvöllur Minja-, náttúru- og sjóminjasöfn
Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið hótel í eigu Hreiðars Hermannssonar sem stendur einnig vaktina sem hótelstjóri. Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins. Starfsfólkið okkar í móttökuni veitir gestum með glöðu geði aðstoð við að finna áhugaverða staði til göngu- eða skoðunarferða og ef fólk er að leitast eftir annarskonar ferðum erum við í samsstarfi við fjölda ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og afþreyingu. Eftir útiveruna er tilvalið að snæða góðan mat en Bistroið okkar leggur upp með að notast við hráefni úr næsta nágrenni og er það opið frá 11:30 – 22:00. Við mælum eindregið með að gestir ljúki deginum með slökun í heitu pottum og sánum sem allir gestir hafa aðgang að án endurgjalds. Verslun með vönduðum íslenskum gjafavörum ásamt hlýjum fatnaði má finna á neðri hæð hótelsins.  Finnnið okkur á Facebook hér.

Aðrir (26)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Smyrlabjörg sveitahótel Suðursveit 781 Höfn í Hornafirði 4781074
Adventure Hótel Hof Austurhús 785 Öræfi 478-2260
Arctic Nature Hótel Eyravegur 26 800 Selfoss 6154699
Brekkugerði Laugarás, Bláskógabyggð 801 Selfoss 7797762
ION Adventure Hotel Nesjavellir 805 Selfoss 578-3720
Sveitasetrið Brú Brúarholt 2 805 Selfoss 793-6000
Hótel Gullfoss Brattholt 806 Selfoss 4868979
Frost og funi boutique hotel Hverhamar 810 Hveragerði 4834959
Hótel Kvika Þorlákshafnarvegur 816 Ölfus 691-6195
Kanslarinn Dynskálum 10c 850 Hella 4875100
Hótel Leirubakki Landsveit 851 Hella 487-8700
Hótel Hvolsvöllur Hlíðarvegur 7 860 Hvolsvöllur 4878050
Hótel Selja Dímonarvegur (vegur/road 250) 861 Hvolsvöllur 845-3324
Hótel Drangshlíð Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang. 861 Hvolsvöllur 765 5544
Hótel Fljótshlíð Smáratún 861 Hvolsvöllur 487-1416
Hótel Skógá Skógafossvegur 4 861 Hvolsvöllur 487-4880
Puffin Hótel Vik Víkurbraut 26 870 Vík 467-1212
Hótel Dyrhólaey Mýrdalur 871 Vík 4871333
Volcano Hótel Ketilsstaðaskóli 871 Vík 486-1200
Katla hótelrekstur ehf Höfðabrekka 871 Vík 4871208
Hótel Búrfell Mýrdalur 871 Vík 4874660
Black Beach Suites Norður Foss 871 Vík 779-1166
Adventure Hótel Geirland Geirlandi 880 Kirkjubæjarklaustur 487-4677
Magma Hotel Tunga 880 Kirkjubæjarklaustur 420-0800
Nýja Pósthúsið Vestmannabraut 22 B 900 Vestmannaeyjar 790-7040