Hótel VOS er staðsett í Þykkvabæ við Suðurströndina nánar tiltekið að bænum Norður-Nýjabæ en á bænum eru hestar og gestum er velkomið að hitta þá.
Hótel VOS er opið allt árið en þar eru 18 herbergi með 38 rúmum. Á hótelinu er veitingastaður en gott er að panta með fyrirvara. Vínveitingar á staðnum.
Handunnar ullarvörur og listaverk eru til sölu á hótelinu.
Þykkvibær er elsta sveitaþorp á Íslandi en það er landbúnaðarhérað og mikil kartöflurækt er stunduð á svæðinu. Fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu og hótelið er um 2,5 km frá svartri fallegri sandfjöru.