Það er skemmtileg upplifun að sigla um á kajak, en margir aðilar um allt land bjóða upp á slíkar siglingar, bæði á sjó og vötnum.
Glacier Adventure
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki með móttöku við stærsta jökul Evrópu, Vatnajökul. Allar ferðir þess fara fram á og undir jöklinum, sem og í fjöllunum í kring.
Glacier Adventure hefur sína eigin notalegu móttöku, aðeins 12 km austur af Jökulsárlóni, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. Móttakan er á Hala, þar sem gestir finna notalega og fjölskylduvæna hlöðu, hótel, gistiheimili, veitingastað og safn tileinkað hinum fræga íslenska rithöfundi Þórbergi Þórðarsyni (1888–1974), sem fæddist á Hala. Við hliðina á móttökunni eru þau með gistiheimili, Skyrhúsið, sem býður upp á þægilega gistingu fyrir ferðalanga.Markmið fyrirtækisins er að deila djúpri ást sinni og þekkingu á svæðinu með gestum sínum og kynna þeim á öruggan hátt fyrir nokkrum af stórkostlegustu náttúruperlum landsins. Glacier Adventure býður upp á jökla- og fjallaferðir allt árið um kring.Á sumrin geta gestir tekið þátt í jöklagöngum á Breiðamerkurjökli, einum af þeim jöklum Vatnajökuls sem hörfa hvað hraðast. Ferðirnar eru fjölbreyttar, allt frá fallegum jöklagöngum til ævintýralegri ísklifursferða.Á veturna, frá október til apríl, býður Glacier Adventure upp á íshellaferðir. Gestir geta valið á milli tveggja mismunandi íshellaferða. Þar sem jökullinn er stöðugt að breytast eru nýir íshellar uppgötvaðir og kannaðir á hverju ári.
View
Höfn – Staðarleiðsögn
Upplifðu núið
Fræðandi upplifun í anda yndisævintýramennsku og núvitundar í fiskibænum Höfn.
Komdu með í nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu í stórbrotinni og friðsælli náttúru svæðisins. Höfn Staðarleiðsögn býður upp á ferðir þar sem þú færð tækifæri og tíma til að tengja við það samfélag og menningu sem heimsótt er. Þetta er tækifæri til að upplifa núið í útivist og hægja á í erli hins daglega lífs.
Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast sögu, menningu og jarðfræði Hafnar og nágrennis. Sérsniðnar göngur um fjalllendi eða fjörur suðausturlands eru einnig í boði. Þú getur líka valið þér jóga- og núvitundargöngur eða kayakferð í Hornafirðinum. Í öllum ferðum með Höfn staðarleiðsögn kynnist þú matarmenningu svæðisins í einhverri mynd.
Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - Staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.
View
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.
Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.
Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.
Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.
Hellaferðir í Raufarhólshelli.
Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.
Vélsleðaferðir á Langjökli.
Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið.
View
Mountaineers of Iceland
Mountaineers of Iceland er fjölskyldurekið ferðaskrifstofa og leiðandi aðili í ævintýraferðum, stofnuðárið 1996. Við rekum stærsta snjósleðaflota landsins og sérhæfum okkur ísnjósleða- og breyttum jeppaferðum á Langjökli. Við bjóðum upp á spennandiupplifanir fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki, þar á meðal sérsniðnar einka-og hvatningarferðir. Við leggjum áherslu á öryggi, framúrskarandi þjónustu ogsjálfbærni og sköpum ógleymanleg ævintýri á sama tíma og við verndum landið semokkur þykir vænt um.
Áætlunarferðir okkar eru bæði frá Reykjavík og frá Gullfossi allt árið.
Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir.
Til að fá nánari upplýsingar endilega sendið tölvupóst á info@mountaineers.is eðahringja í síma 580 9900
View
Adrenalín.is ehf.
Má bjóða þér mikið, dálítið eða lítið adrenalin?
Adrenalingarðurinn á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega, og ekki síst uppbyggilega afþreyingu og útivist í fallegri náttúru.
Adrenalingarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir ýmsa hópa s.s. starfsmenn fyrirtækja, vinahópa og skólahópa. Í garðinum fær fólk óviðjafnanlegt tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni.
Í Adrenalingarðinum ættu allir átta ára og eldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar.
View
Kayakferðir Stokkseyri
Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað.Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka. Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi. Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri.
Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi. Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.!Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058
Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig. Komdu á Stokkseyri!
View
Iceguide
Iceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland.
Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.
View
Secret Local Adventures ehf.
Secret local adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og er staðsett um 5 km. fyrir utan Flúðir. Fyrirtækið er í eigu vinanna Guðmanns (Manna) og Hjálms (Hjalla) sem sjá einnig um að leiðsegja flúðasiglingaferðum okkar.
Við hjá Secret local adventures bjóðum upp á flúðasiglingaferðir (river rafting) niður Hvítá sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að upplifa magnaða náttúru sem ekki er hægt að sjá nema á báti og lofum alltaf miklu fjöri. Við ferðumst alltaf í litlum og persónulegum hópum og sérsníðum ferðina að þínum hóp. Hvort sem það sé fjölskylduferð, gæsa/steggja hópur, vinahópar eða skólahópar, höfum við alltaf gaman. Bæði er hægt að fara í ferð yfir daginn en nú bjóðum við einnig upp á miðnæturferðir þar sem hægt er að njóta íslensku sumarnóttanna á einstakan hátt!
Secret local adventures er eitt af mjög fáum vatnasports-fyrirtækjum í heiminum sem fer allar sínar ferðir í þurrgöllum. Þeir virka þannig að ekkert vatn á að komast inn fyrir gallann sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar komast 90% þurrir uppúr ánni. Einnig halda gallarnir vel hita svo að kuldi skemmi ekki fyrir öllu fjörinu!
Við erum staðsett í hjarta uppsveita Árnessýslu, við enda gullna hringsins og stutt er í alla þjónustu, svo sem veitingastaði, náttúrulaugar og margt fleira skemmtilegt!
Hægt er aðfinna nánari upplýsingar um aar okkar ferðir, búnað og verð á heimasíðu okkar secretlocal.is. Endilega hafðu samband með því að hringja beint í okkur í síma899-0772 (Manni) eða 865-3511 (Hjalli) eða senda tölvupóst á netfangið
secretlocal@secretlocal.is.
Hlökkum til að eiga frábæran dag í Hvítá með þér!
View
Aðrir (9)
| Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
| Exploring Iceland | Fálkastígur 2 | 225 Garðabær | 519-1555 |
| North Tides | Höfðavegur 13 | 780 Höfn í Hornafirði | 773-8865 |
| Glacier and Volcano expeditions | Malarás | 785 Öræfi | 777-4815 |
| Icefall | Skaftafell | 785 Öræfi | 6166794 |
| Laugarvatn Adventure | Laugarvatnshellar | 840 Laugarvatn | 862-5614 |
| Outdoor Activity | Skálakot | 861 Hvolsvöllur | 782-1460 |
| Kayak Farm | Hvammur | 861 Hvolsvöllur | 783-4752 |
| Kayak & Puffins | Fífilgata 8 | 900 Vestmannaeyjar | 777-8159 |